Verklegt nám í ensku 28. september 2004 00:01 Enskuskólinn var stofnaður 1986 af Julie Ingham enskukennara."Við höfum alltaf lagt mestu áhersluna á talmálið og flokkum nemendur í sex aðalstig eftir talgetu. Innan hvers stigs eru þrjú meginnámskeið þannig að alls er hægt að fara í gegnum 18 sérnámskeið. Allir kennarar skólans hafa ensku að móðurmáli og sérmenntun í enskukennslu fyrir útlendinga. Nemendur koma í viðtal við kennarann áður en námið hefst þar sem geta þeirra er metin og út frá því ákveðið á hvaða stigi nemandinn á best heima." Hvert námskeið hefur ákveðið markmið og þá má segja að sé komið að verklega þættinum í náminu." Á byrjendanámskeiðunum fer kennarinn út með nemendurna og markmiðið er æft við raunverulegar aðstæður. Nemandinn hefur það kannski að markmiði að geta pantað sér mat á veitingahúsi og þá fer hann með kennaranum á veitingahús og pantar matinn sinn á ensku." Lengra komnir nemendur halda smáfyrirlestra þar sem þeir æfast í að nota orðaforðann sem þeir hafa safnað á námskeiðinu. "Í skólanum er afslappað andrúmsloft, takmarkaður fjöldi á hverju námskeiði og áhersla lögð á að nemendum líði vel og nái markmiðum sínum. Í ár erum við með umræðuhópa, til dæmis um kvikmyndir, til að hjálpa fólki að tjá sig á ensku um það sem það hefur áhuga á." segir Julie. "Að námskeiði loknu hjálpum við fólki að velja sér framhald og bjóðum því til dæmis aðstoð við að finna enskuskóla í Englandi ef okkur finnst það vera næsta skref." Af öðru starfi Enskuskólans má nefna námskeið fyrir börn á aldrinum fimm til fimmtán ára, bæði þau sem eru að flytja til enskumælandi landa og líka viðhaldsnámskeið fyrir börn sem hafa búið úti og vilja ekki gleyma málinu. Í Enskuskólanum er alltaf kennt á laugardögum en allar aðrar upplýsingar má finna á www.enskuskolinn.is Nám Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Enskuskólinn var stofnaður 1986 af Julie Ingham enskukennara."Við höfum alltaf lagt mestu áhersluna á talmálið og flokkum nemendur í sex aðalstig eftir talgetu. Innan hvers stigs eru þrjú meginnámskeið þannig að alls er hægt að fara í gegnum 18 sérnámskeið. Allir kennarar skólans hafa ensku að móðurmáli og sérmenntun í enskukennslu fyrir útlendinga. Nemendur koma í viðtal við kennarann áður en námið hefst þar sem geta þeirra er metin og út frá því ákveðið á hvaða stigi nemandinn á best heima." Hvert námskeið hefur ákveðið markmið og þá má segja að sé komið að verklega þættinum í náminu." Á byrjendanámskeiðunum fer kennarinn út með nemendurna og markmiðið er æft við raunverulegar aðstæður. Nemandinn hefur það kannski að markmiði að geta pantað sér mat á veitingahúsi og þá fer hann með kennaranum á veitingahús og pantar matinn sinn á ensku." Lengra komnir nemendur halda smáfyrirlestra þar sem þeir æfast í að nota orðaforðann sem þeir hafa safnað á námskeiðinu. "Í skólanum er afslappað andrúmsloft, takmarkaður fjöldi á hverju námskeiði og áhersla lögð á að nemendum líði vel og nái markmiðum sínum. Í ár erum við með umræðuhópa, til dæmis um kvikmyndir, til að hjálpa fólki að tjá sig á ensku um það sem það hefur áhuga á." segir Julie. "Að námskeiði loknu hjálpum við fólki að velja sér framhald og bjóðum því til dæmis aðstoð við að finna enskuskóla í Englandi ef okkur finnst það vera næsta skref." Af öðru starfi Enskuskólans má nefna námskeið fyrir börn á aldrinum fimm til fimmtán ára, bæði þau sem eru að flytja til enskumælandi landa og líka viðhaldsnámskeið fyrir börn sem hafa búið úti og vilja ekki gleyma málinu. Í Enskuskólanum er alltaf kennt á laugardögum en allar aðrar upplýsingar má finna á www.enskuskolinn.is
Nám Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira