Bollywood í Kramhúsinu 28. september 2004 00:01 Danska magadansmærin Anna Barner Sarp er stödd hér á landi og ætlar að halda þriggja vikna dansnámskeið í Kramhúsinu sem hefst á þriðjudag. Þar er þó um að ræða miklu meira en bara magadans því Anna blandar saman indverskum dansi, arabískum magadansi og hiphopi svo úr verður hinn vinsæli Bollywood-dans sem fer nú sigurför um heiminn. Anna rekur ættir sínar til sígauna og segist finna vel fyrir sígaunablóðinu sem rennur um æðar hennar. "Ég finn mig sérstaklega vel í sígaunatónlistinni og finnst ég eins og heima hjá mér þegar ég er í Mið-Austurlöndum," segir Anna. Hún er margfaldur meistari í magadansi og hlaut í sumar fyrstu verðlaun í alþjóðlegri magadanskeppni í Berlín. "Það sem ég ætla að kenna í Kramhúsinu er sambland af kathak, sem er klassískur indverskur dans, og bhangra, sem er indverskur þjóðdans. Þá blanda ég í þetta hip hopinu og arabískum magadansi. Bollywood-dansinn er notaður í Bollywood-iðnaðinum, sem er gríðarlega stór og fer stækkandi og er nú þegar orðinn miklu stærri en Hollywood." Anna segir að allar konur geti lært þennan dans, þar sem áherslan er á kvenleikann og daðrið. "Þetta er námskeið fyrir konur á öllum aldri sem vilja vekja enn frekar upp kvenleikann í sér og upplifa í leiðinni eitthvað alveg nýtt og spennandi," segir Anna. Nám Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Danska magadansmærin Anna Barner Sarp er stödd hér á landi og ætlar að halda þriggja vikna dansnámskeið í Kramhúsinu sem hefst á þriðjudag. Þar er þó um að ræða miklu meira en bara magadans því Anna blandar saman indverskum dansi, arabískum magadansi og hiphopi svo úr verður hinn vinsæli Bollywood-dans sem fer nú sigurför um heiminn. Anna rekur ættir sínar til sígauna og segist finna vel fyrir sígaunablóðinu sem rennur um æðar hennar. "Ég finn mig sérstaklega vel í sígaunatónlistinni og finnst ég eins og heima hjá mér þegar ég er í Mið-Austurlöndum," segir Anna. Hún er margfaldur meistari í magadansi og hlaut í sumar fyrstu verðlaun í alþjóðlegri magadanskeppni í Berlín. "Það sem ég ætla að kenna í Kramhúsinu er sambland af kathak, sem er klassískur indverskur dans, og bhangra, sem er indverskur þjóðdans. Þá blanda ég í þetta hip hopinu og arabískum magadansi. Bollywood-dansinn er notaður í Bollywood-iðnaðinum, sem er gríðarlega stór og fer stækkandi og er nú þegar orðinn miklu stærri en Hollywood." Anna segir að allar konur geti lært þennan dans, þar sem áherslan er á kvenleikann og daðrið. "Þetta er námskeið fyrir konur á öllum aldri sem vilja vekja enn frekar upp kvenleikann í sér og upplifa í leiðinni eitthvað alveg nýtt og spennandi," segir Anna.
Nám Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira