Hvers virði er heilsan? 20. september 2004 00:01 Hvaða verðmiða myndir þú setja á heilsu þína? Flestum þykir þessi spurning örugglega svívirðileg. Hvernig er hægt að setja verðmiða á heilsuna? Hvernig er hægt að verðleggja líkamshluta, þrek, þol, úthald, styrk og fleiri líkamlega eiginleika? Ég er sammála. Það er ekki hægt að verðleggja heilsu. Hins vegar verður að segjast eins og er að ansi margir eru búnir að setja verðmiða á sína heilsu. Þeir sem skipta út heilsu sinni fyrir peninga með vinnu eru sífellt yfirkeyrðir vegna þess að þeir taka að sér of mörg verkefni og „hafa ekki tíma" til að hreyfa sig eða sinna heilsunni. Þeir eru á sinn hátt búnir að verðleggja heilsu sína. Kaldhæðnin felst í því að þegar auðnum hefur verið safnað og heilsunni fer að hraka er engu til sparað þegar reynt er að öðlast heilsuna á ný. Peningar verða oft hjákátlegir í samanburði við heilsubrestinn. Heilsan er mesti veraldlegi auðurinn. Án hennar getum við ekkert gert. Hvað hefur þú varið miklum tíma í að efla heilsuna í dag og verja þann ómetanlega auð sem í henni felst? Eins og vitur maður sagði eitt sinn: Sá sem hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag hefur ekki heilsu fyrir tímann á morgun. Ekki selja heilsuna fyrir launatékka einu sinni í mánuði. Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hvaða verðmiða myndir þú setja á heilsu þína? Flestum þykir þessi spurning örugglega svívirðileg. Hvernig er hægt að setja verðmiða á heilsuna? Hvernig er hægt að verðleggja líkamshluta, þrek, þol, úthald, styrk og fleiri líkamlega eiginleika? Ég er sammála. Það er ekki hægt að verðleggja heilsu. Hins vegar verður að segjast eins og er að ansi margir eru búnir að setja verðmiða á sína heilsu. Þeir sem skipta út heilsu sinni fyrir peninga með vinnu eru sífellt yfirkeyrðir vegna þess að þeir taka að sér of mörg verkefni og „hafa ekki tíma" til að hreyfa sig eða sinna heilsunni. Þeir eru á sinn hátt búnir að verðleggja heilsu sína. Kaldhæðnin felst í því að þegar auðnum hefur verið safnað og heilsunni fer að hraka er engu til sparað þegar reynt er að öðlast heilsuna á ný. Peningar verða oft hjákátlegir í samanburði við heilsubrestinn. Heilsan er mesti veraldlegi auðurinn. Án hennar getum við ekkert gert. Hvað hefur þú varið miklum tíma í að efla heilsuna í dag og verja þann ómetanlega auð sem í henni felst? Eins og vitur maður sagði eitt sinn: Sá sem hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag hefur ekki heilsu fyrir tímann á morgun. Ekki selja heilsuna fyrir launatékka einu sinni í mánuði.
Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira