Árangurinn kemur fljótt í ljós 20. september 2004 00:01 "Fólk þarf ekkert að vera sjúkt til að koma til okkar þótt við bjóðum upp á sjúkraþjálfun. Stöðin er fyrir fólk sem vill byggja sig upp, hvort sem það er með stoðkerfisvandamál eða ekki," segir Emilía Borgþórsdóttir, sjúkraþjálfari hjá heilsuræktarstöðinni Hreyfigreiningu við Höfðabakka í Reykjavík. Allir þjálfararnir þar eru háskólamenntaðir, flestir eru sjúkraþjálfarar og nokkrir íþróttakennarar og þeir sjá um að fólk geri æfingarnar rétt, þannig að þær komi að sem bestum notum fyrir hvern og einn. En er þetta þá ekki rándýr stöð? "Við erum ódýrari en sumir en jafndýrir og aðrir," svarar Emilía. "Í kortinu sem keypt er inn í stöðina er einn frír tími hjá einkaþjálfara sem mælir fólk og setur markmið og áætlun. Leggur upp æfingaprógramm og kennir á salinn. Auðvitað læra menn ekki allt í einum tíma og því erum við alltaf með fólk í salnum sem fylgist vel með og einnig bjóðum við uppá einkaþjálfara ef áhugi er fyrir." Liðfimi, golffimi og kraftfimi eru greinar sem boðið er upp á hjá Hreyfigreiningu. Emilía er beðin um að gera frekari grein fyrir þeim. "Liðfimi er leikfimi sem gerð er með rólegri tónlist. Hún er í ætt við jóga en byggð á æfingum úr grunni okkar sjúkraþjálfaranna. Þar leggjum við kapp á að styrkja djúpa kerfið. Yfirleitt er mest kapp lagt á að þjálfa ytri vöðvana, enda skipta þeir máli upp á útlitið en djúpa kerfið skiptir ekki minna máli, til dæmis til að halda sér beinum í baki. Við höfum hannað þetta fyrir "hómó kyrrsetikus". Í golffimi er fólk að vinna með þá vöðva sem skipta miklu máli fyrir golfara og einnig er farið aðeins í þolið. Síðan er það kraftfimin sem eykur samhæfingu, jafnvægi og góða hreyfistjórn. Ég fékk algert sjokk þegar ég byrjaði að kenna þá grein því almennt var fólk með svo lélegt jafnvægi. En árangur æfinganna kemur fljótt í ljós." Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Fólk þarf ekkert að vera sjúkt til að koma til okkar þótt við bjóðum upp á sjúkraþjálfun. Stöðin er fyrir fólk sem vill byggja sig upp, hvort sem það er með stoðkerfisvandamál eða ekki," segir Emilía Borgþórsdóttir, sjúkraþjálfari hjá heilsuræktarstöðinni Hreyfigreiningu við Höfðabakka í Reykjavík. Allir þjálfararnir þar eru háskólamenntaðir, flestir eru sjúkraþjálfarar og nokkrir íþróttakennarar og þeir sjá um að fólk geri æfingarnar rétt, þannig að þær komi að sem bestum notum fyrir hvern og einn. En er þetta þá ekki rándýr stöð? "Við erum ódýrari en sumir en jafndýrir og aðrir," svarar Emilía. "Í kortinu sem keypt er inn í stöðina er einn frír tími hjá einkaþjálfara sem mælir fólk og setur markmið og áætlun. Leggur upp æfingaprógramm og kennir á salinn. Auðvitað læra menn ekki allt í einum tíma og því erum við alltaf með fólk í salnum sem fylgist vel með og einnig bjóðum við uppá einkaþjálfara ef áhugi er fyrir." Liðfimi, golffimi og kraftfimi eru greinar sem boðið er upp á hjá Hreyfigreiningu. Emilía er beðin um að gera frekari grein fyrir þeim. "Liðfimi er leikfimi sem gerð er með rólegri tónlist. Hún er í ætt við jóga en byggð á æfingum úr grunni okkar sjúkraþjálfaranna. Þar leggjum við kapp á að styrkja djúpa kerfið. Yfirleitt er mest kapp lagt á að þjálfa ytri vöðvana, enda skipta þeir máli upp á útlitið en djúpa kerfið skiptir ekki minna máli, til dæmis til að halda sér beinum í baki. Við höfum hannað þetta fyrir "hómó kyrrsetikus". Í golffimi er fólk að vinna með þá vöðva sem skipta miklu máli fyrir golfara og einnig er farið aðeins í þolið. Síðan er það kraftfimin sem eykur samhæfingu, jafnvægi og góða hreyfistjórn. Ég fékk algert sjokk þegar ég byrjaði að kenna þá grein því almennt var fólk með svo lélegt jafnvægi. En árangur æfinganna kemur fljótt í ljós."
Heilsa Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira