Sorphirðugjöld hækka um þriðjung 17. september 2004 00:01 Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka um 30 prósent, nái tillögur nefndar um mótun stefnu í úrgangsmálum fram að ganga. Þeir sem sætta sig við sorphreinsun á hálfsmánaðarfresti geta hins vegar lækkað sorphirðugjöldin um 35 prósent frá því sem nú er. Tillögurnar voru kynntar í borgarráði á fimmtudag. Sorphirðugjöld fara úr 7.460 í 9.700 krónur á ári. Þau lækka hins vegar um helming með minni tíðni og fara þá í 4.850 krónur. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir að komið verði til móts við fólk sem kýs minni sorphirðu með bættu aðgengi að grenndargámastöðvum. Björk Vilhelmsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að hækkunin sé hluti af landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem samþykkt hafi verið á Alþingi. "Við erum búin að binda okkur með alþjóðasamningum um að minnka sorp," segir hún og bætir við að fyrirhugaðar breytingar séu skref í þá átt. Borgarráð hefur þegar staðfest stefnumörkun nefndarinnar um að hætta hirðingu fyrirtækjasorps um næstu áramót. Tillögurnar nú ná hins vegar til heimilissorps. "Í samræmi við þá stefnumótun löggjafans að sorphirðugjöld endurspegli kostnað við sorphirðuna, er lagt til að niðurgreiðslu þjónustunnar verði hætt og verð vikulegrar sorphirðu hækki um 30 prósent. Hins vegar bjóðist fólki 50 prósenta afsláttur af sorphirðugjöldum sætti það sig við að tunnurnar séu tæmdar sjaldnar," segir í tilkynningu borgarinnar. Björk segir þá framsetningu borgarinnar að verið sé að lækka sorphirðugjöld raunhæfa því grenndargámakerfi borgarinnar sé öflugt. "Þar getur fólk skilað inn dagblöðum og fernum. Þegar fram í sækir hönnum við svo grenndargámastöðvarnar með það að markmiði að fjölga flokkum og svo erum við auðvitað með endurvinnslustöðvar Sorpu og margt fleira," segir hún og vonast til að nokkuð stór hópur geti nýtt sér lægri sorphirðugjöld. Ekki liggja þó fyrir áætlanir um hversu stór sá hópur er, en ætla má að barnmargar fjölskyldur eigi einna verst með að draga úr sorpi frá heimilum sínum. "Okkur ber að láta sorphirðugjöldin dekka meðalraunkostnað af sorphirðunni," segir Björk og áréttar að hækkunin sé ekki ákvörðun nefndarinnar. "Þetta er bara það sem okkur bar að gera." Björk Vilhelmsdóttir Björk segir að fyrirséður sé einhver samdráttur hjá sorphirðudeild borgarinnar þegar en ekki komi þó til uppsagna fastráðinna starfsmanna. Síðustu ár hefur fólk verið lausráðið og hægt verði að úrelda bíla sem komnir séu til ára sinna. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka um 30 prósent, nái tillögur nefndar um mótun stefnu í úrgangsmálum fram að ganga. Þeir sem sætta sig við sorphreinsun á hálfsmánaðarfresti geta hins vegar lækkað sorphirðugjöldin um 35 prósent frá því sem nú er. Tillögurnar voru kynntar í borgarráði á fimmtudag. Sorphirðugjöld fara úr 7.460 í 9.700 krónur á ári. Þau lækka hins vegar um helming með minni tíðni og fara þá í 4.850 krónur. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir að komið verði til móts við fólk sem kýs minni sorphirðu með bættu aðgengi að grenndargámastöðvum. Björk Vilhelmsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að hækkunin sé hluti af landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem samþykkt hafi verið á Alþingi. "Við erum búin að binda okkur með alþjóðasamningum um að minnka sorp," segir hún og bætir við að fyrirhugaðar breytingar séu skref í þá átt. Borgarráð hefur þegar staðfest stefnumörkun nefndarinnar um að hætta hirðingu fyrirtækjasorps um næstu áramót. Tillögurnar nú ná hins vegar til heimilissorps. "Í samræmi við þá stefnumótun löggjafans að sorphirðugjöld endurspegli kostnað við sorphirðuna, er lagt til að niðurgreiðslu þjónustunnar verði hætt og verð vikulegrar sorphirðu hækki um 30 prósent. Hins vegar bjóðist fólki 50 prósenta afsláttur af sorphirðugjöldum sætti það sig við að tunnurnar séu tæmdar sjaldnar," segir í tilkynningu borgarinnar. Björk segir þá framsetningu borgarinnar að verið sé að lækka sorphirðugjöld raunhæfa því grenndargámakerfi borgarinnar sé öflugt. "Þar getur fólk skilað inn dagblöðum og fernum. Þegar fram í sækir hönnum við svo grenndargámastöðvarnar með það að markmiði að fjölga flokkum og svo erum við auðvitað með endurvinnslustöðvar Sorpu og margt fleira," segir hún og vonast til að nokkuð stór hópur geti nýtt sér lægri sorphirðugjöld. Ekki liggja þó fyrir áætlanir um hversu stór sá hópur er, en ætla má að barnmargar fjölskyldur eigi einna verst með að draga úr sorpi frá heimilum sínum. "Okkur ber að láta sorphirðugjöldin dekka meðalraunkostnað af sorphirðunni," segir Björk og áréttar að hækkunin sé ekki ákvörðun nefndarinnar. "Þetta er bara það sem okkur bar að gera." Björk Vilhelmsdóttir Björk segir að fyrirséður sé einhver samdráttur hjá sorphirðudeild borgarinnar þegar en ekki komi þó til uppsagna fastráðinna starfsmanna. Síðustu ár hefur fólk verið lausráðið og hægt verði að úrelda bíla sem komnir séu til ára sinna.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira