Ein besta platan í ár 8. september 2004 00:01 Hljómsveitin Hjálmar lét fyrst að sér kveða með laginu Bréfið sem hefur ómað af og til í útvarpinu í sumar. Hjálmar leika reggí og státa af söngvara sem skipar sér í hóp þeirra bestu með þessari plötu, Hljóðlega af stað. Platan er frá upphafi til enda mikið ævintýri og mega orð sín lítils til að lýsa innihaldi hennar. Lagið Jamm og jú er stutt kynningarlag en við tekur Borgin sem hefur plötuna til hærra flugs. Tilfinningaþrunginn söngur Þorsteins Einarssonar er slíkur að undirritaður klökknaði við fyrstu hlustun. Ekki skemmir fyrir að Þorsteinn er lunkinn textasmiður og fjallar mikið um fyrirheitna landið í sköpun sinni. Sannfæringin er sterk í söngnum og er ég ekki frá því að kappinn hafi fengið að gægjast inn í landið eftirsótta miðað við þá innlifun og kraft sem drýpur af frammistöðu hans. Söngstíll hans inniheldur sterk áhrif úr sálar- og blústónlist, sem hentar reggíinu vel. Hljóðlega af stað er þó ekki alvaran ein sem heyrist best í Kindin Einar. Þar syngur orgelleikari hljómsveitarinnar, Sigurður Guðmundsson, á spaugilegan hátt um fyrrnefnda kind sem verður fyrir barðinu á rútu. Það brýtur plötuna skemmtilega upp. Gripurinn er í raun óaðfinnanlegur og ber þess greinilega merki að liðsmenn Hjálma hafi unun af því sem í gangi er. Þá er óhjákvæmilegt að hrósa hljómsveitinni fyrir töluverða fjölbreytni í sköpuninni og sterkur karakter einkennir hvert lag, sem gerir plötuna enn betri. Lög eins og Bréfið, frumsamið lag Þorsteins við ljóð Einars Georgs Einarssonar, Lindin og Borgin, eru í sérstöku uppáhaldi af annars mjög heilsteyptri frumraun frá Hjálmum. Ég fulllyrði að Hljóðlega af stað verði ein besta plata þessa árs þegar upp er staðið og hvet ég lesendur til að fylgja Hjálmum um hvert fótmál. Fullt hús stiga. Smári Jósepsson Hjálmar - Hljóðlega af stað Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Hljómsveitin Hjálmar lét fyrst að sér kveða með laginu Bréfið sem hefur ómað af og til í útvarpinu í sumar. Hjálmar leika reggí og státa af söngvara sem skipar sér í hóp þeirra bestu með þessari plötu, Hljóðlega af stað. Platan er frá upphafi til enda mikið ævintýri og mega orð sín lítils til að lýsa innihaldi hennar. Lagið Jamm og jú er stutt kynningarlag en við tekur Borgin sem hefur plötuna til hærra flugs. Tilfinningaþrunginn söngur Þorsteins Einarssonar er slíkur að undirritaður klökknaði við fyrstu hlustun. Ekki skemmir fyrir að Þorsteinn er lunkinn textasmiður og fjallar mikið um fyrirheitna landið í sköpun sinni. Sannfæringin er sterk í söngnum og er ég ekki frá því að kappinn hafi fengið að gægjast inn í landið eftirsótta miðað við þá innlifun og kraft sem drýpur af frammistöðu hans. Söngstíll hans inniheldur sterk áhrif úr sálar- og blústónlist, sem hentar reggíinu vel. Hljóðlega af stað er þó ekki alvaran ein sem heyrist best í Kindin Einar. Þar syngur orgelleikari hljómsveitarinnar, Sigurður Guðmundsson, á spaugilegan hátt um fyrrnefnda kind sem verður fyrir barðinu á rútu. Það brýtur plötuna skemmtilega upp. Gripurinn er í raun óaðfinnanlegur og ber þess greinilega merki að liðsmenn Hjálma hafi unun af því sem í gangi er. Þá er óhjákvæmilegt að hrósa hljómsveitinni fyrir töluverða fjölbreytni í sköpuninni og sterkur karakter einkennir hvert lag, sem gerir plötuna enn betri. Lög eins og Bréfið, frumsamið lag Þorsteins við ljóð Einars Georgs Einarssonar, Lindin og Borgin, eru í sérstöku uppáhaldi af annars mjög heilsteyptri frumraun frá Hjálmum. Ég fulllyrði að Hljóðlega af stað verði ein besta plata þessa árs þegar upp er staðið og hvet ég lesendur til að fylgja Hjálmum um hvert fótmál. Fullt hús stiga. Smári Jósepsson Hjálmar - Hljóðlega af stað
Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira