Nánast ódrepandi jakki 2. september 2004 00:01 Ég á einn jakka sem er uppáhaldsflíkin mín. Þetta er Sherlock Holmes-jakki og frekar stuttur jakkafatajakki. Þetta er brúnleitur, köflóttur ullarjakki með ekta Sherlock Holmes-kraga og stórum brúnum tölum," segir Valur Freyr Einarsson, leikari. "Jakkann keypti ég árið 2000 þegar ég var búsettur í London. Þar voru svokallaðar "Healthy Aid"-búðir sem voru góðgerðarbúðir til að hjálpa öldruðum. Ég held að jakkinn hafi örugglega ekki kostað meira en eitt pund sem eru um 130 krónur. Ég hef notað þennan jakka stanslaust síðan og alltaf einhvern hluta af vetri. Hann dugir mér vel þar sem þetta er ekta breskur jakki þannig að hann er vel frágenginn og nánast ódrepandi. Það má segja að þetta hafi verið algjör kjarakaup," segir Valur sem aldrei hefur þurft að láta gera við jakkann. "Ég hef farið með hann í hreinsun af og til en það sér ekkert á honum." Valur er ekki mikill snyrtipinni af eigin sögn en jakkinn hefur nú oft bjargað því. "Ég reyni að vera snyrtilegur oftast en er ekki þekktur fyri það. Ég hef samt fengið margar athugasemdir á þennan jakka vegna þess að hann er dálítið smart. Ég held að fólk haldi að hann sé dýrari en hann í raun er en ég hef aldrei kjaftað frá því - fyrr en núna. Þessi jakki lifir af og hann er svoleiðis að sonur minn fer að nota hann í hippamenningunni þegar hún lifnar aftur við," segir Valur sem er í óðaönn að æfa splunkunýtt leikrit. "Við byrjuðum æfingar á Hinum útvalda á afmælisdeginum mínum 16. ágúst. Ég sem sagt hélt uppá afmælisdaginn minn á fyrstu æfingunni. Það var reyndar of heitt til að vera í Sherlock Holmes-jakkanum í tilefni dagsins en við stefnum á að frumsýna leikritið þann 16. september. Þetta er ekta gauraleikrit fyrir tíu til fimmtán ára gaura. Það eru samt auðvitað allir velkomnir." Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Ég á einn jakka sem er uppáhaldsflíkin mín. Þetta er Sherlock Holmes-jakki og frekar stuttur jakkafatajakki. Þetta er brúnleitur, köflóttur ullarjakki með ekta Sherlock Holmes-kraga og stórum brúnum tölum," segir Valur Freyr Einarsson, leikari. "Jakkann keypti ég árið 2000 þegar ég var búsettur í London. Þar voru svokallaðar "Healthy Aid"-búðir sem voru góðgerðarbúðir til að hjálpa öldruðum. Ég held að jakkinn hafi örugglega ekki kostað meira en eitt pund sem eru um 130 krónur. Ég hef notað þennan jakka stanslaust síðan og alltaf einhvern hluta af vetri. Hann dugir mér vel þar sem þetta er ekta breskur jakki þannig að hann er vel frágenginn og nánast ódrepandi. Það má segja að þetta hafi verið algjör kjarakaup," segir Valur sem aldrei hefur þurft að láta gera við jakkann. "Ég hef farið með hann í hreinsun af og til en það sér ekkert á honum." Valur er ekki mikill snyrtipinni af eigin sögn en jakkinn hefur nú oft bjargað því. "Ég reyni að vera snyrtilegur oftast en er ekki þekktur fyri það. Ég hef samt fengið margar athugasemdir á þennan jakka vegna þess að hann er dálítið smart. Ég held að fólk haldi að hann sé dýrari en hann í raun er en ég hef aldrei kjaftað frá því - fyrr en núna. Þessi jakki lifir af og hann er svoleiðis að sonur minn fer að nota hann í hippamenningunni þegar hún lifnar aftur við," segir Valur sem er í óðaönn að æfa splunkunýtt leikrit. "Við byrjuðum æfingar á Hinum útvalda á afmælisdeginum mínum 16. ágúst. Ég sem sagt hélt uppá afmælisdaginn minn á fyrstu æfingunni. Það var reyndar of heitt til að vera í Sherlock Holmes-jakkanum í tilefni dagsins en við stefnum á að frumsýna leikritið þann 16. september. Þetta er ekta gauraleikrit fyrir tíu til fimmtán ára gaura. Það eru samt auðvitað allir velkomnir."
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira