Guðrún Björg er að byrja í MH 1. september 2004 00:01 "Það er gaman að vera í nýjum skóla og með nýjar skruddur," segir Guðrún Björg Ingimundardóttir sem var að hefja nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Henni líst vel á umhverfið og andann í skólanum. En af hverju valdi hún MH? "Vegna viðhorfs skólans til lista. Ég hef verið í tónlistarnámi frá átta ára aldri og í MH er tónlistarkjörsvið sem ég nýti mér," segir hún og upplýsir að hún sé bæði að læra á píanó og túbu. Í framhaldinu er hún spurð hvort hún ætli í kórinn en því neitar hún og hefur meiri áhuga á leikstarfsemi skólans. "Ég hef tvisvar verið með atriði á Skrekki og svo var ég í hljómsveitinni í sýningu Hafnarfjarðarleikhússins á Meistaranum og Margarítu þannig að ég hef aðeins prófað að stíga á svið og langar að gera meira að því." Eftirlætisgreinar Guðrúnar í skólanum eru enska og saga og "allt sem tengist menningu og umheiminum," eins og hún orðar það sjálf. Enda þótt lesaðstaða sé í boði á bókasafni MH býst hún ekki við að nota hana mikið. "Mér finnst best að læra heima með eitthvað gott á fóninum," segir hún að lokum. Nám Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Það er gaman að vera í nýjum skóla og með nýjar skruddur," segir Guðrún Björg Ingimundardóttir sem var að hefja nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Henni líst vel á umhverfið og andann í skólanum. En af hverju valdi hún MH? "Vegna viðhorfs skólans til lista. Ég hef verið í tónlistarnámi frá átta ára aldri og í MH er tónlistarkjörsvið sem ég nýti mér," segir hún og upplýsir að hún sé bæði að læra á píanó og túbu. Í framhaldinu er hún spurð hvort hún ætli í kórinn en því neitar hún og hefur meiri áhuga á leikstarfsemi skólans. "Ég hef tvisvar verið með atriði á Skrekki og svo var ég í hljómsveitinni í sýningu Hafnarfjarðarleikhússins á Meistaranum og Margarítu þannig að ég hef aðeins prófað að stíga á svið og langar að gera meira að því." Eftirlætisgreinar Guðrúnar í skólanum eru enska og saga og "allt sem tengist menningu og umheiminum," eins og hún orðar það sjálf. Enda þótt lesaðstaða sé í boði á bókasafni MH býst hún ekki við að nota hana mikið. "Mér finnst best að læra heima með eitthvað gott á fóninum," segir hún að lokum.
Nám Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira