Óverðtryggð lán betri 1. september 2004 00:01 Þar sem að ég er á þröskuldi þess að kaupa mína fyrstu íbúð, þá hef ég fylgst vel með markaðnum að undanförnu. Þetta er allt orðið að einum graut hjá mér og því meira sem ég spái í fjármögnunarleiðirnar því ruglaðri verð ég. Eru ekki til einhver fyrirtæki/einstaklingar sem eru með lánamarkaðinn til íbúðakaupa á hreinu sem veita ráðgjöf og geta sett dæmið upp fyrir mann með tilliti til afborgana? Ég er búin að tala við ráðgjafa í mínum viðskiptabanka og hjálpaði það eitthvað. Með kveðju, Sesselja Magnúsdóttir Sæl Sesselja. Það kemur mér ekki á óvart að þú skulir vera orðin rugluð á lánamarkaðnum eins og hann hefur látið síðustu daga. Bankarnir eru farnir í harða samkeppni við Íbúðalánasjóð um peninga íbúðakaupenda og eru að þreifa fyrir sér með allskonar tilboðum. Þú skalt ekki láta vaxtakapphlaupið rugla þig. Vextir eiga eftir að breytast, einnig eftir að þú hefur tekið lán. Hvort þeir breytast um 0,1 eða 0,5% til eða frá er kannski ekki aðalatriðið. Það er margt annað sem þarf að hafa í huga. Miklu skiptir að þú getir greitt lánið upp án uppgreiðslukostnaðar þegar þér hentar og að þú getir greitt reglulega inn á höfuðstólinn og stytt þannig lánstímann. Það sem einnig kann að skipta þig máli er að vera frjáls að því að velja lánastofnun fyrir launareikning, sparnað og aðra þjónustu, allt eftir því hver býður best. Íbúðalánin sem verið er að bjóða eru hins vegar bundin ákveðnum skilyrðum um önnur viðskipti og hverfir þú frá þeim á lánstímanum þá hækka vextirnir. Það mætti kalla þetta "fjárhagslega átthagabindingu" sem er afleit í langtíma lánaviðskiptum. Þú skalt einnig skoða muninn á verðtryggðum og óverðtryggðum íbúðalánum. Munurinn er fyrst og fremst þessi: 1) Verðtrygging virkar eins og vaxtavextir og hefur þau áhrif á höfuðstól lánsins að hann hækkar og þeim mun meir sem verðbólgan er hærri. 2) Mánaðarleg greiðslubyrði af verðtryggðum lánum er lægst í byrjun en fer síðan hækkandi öfugt við óverðtryggð lán. 3) Verðtryggð lán eru að jafnaði dýrari en óverðtryggð miðað við að verðbólga sé einhver en raunvextir þeir sömu. Og þeim mun dýrari eru verðtryggðu lánin sem þau eru lengri. 4) Eignamyndun er mun hægari með verðtryggðum en óverðtryggðum lánum. Nú hef ég væntanlega ruglað þig enn frekar í ríminu svo ég skal segja það skýrt: Ég mæli með óverðtryggðum íbúðalánum. Satt að segja finnst mér það með ólíkindum að fólki skuli vera boðið upp á íbúðalán með vaxtavöxtum og það af opinberri stofnun eins og Íbúðalánasjóði. Það sem ég ráðlegg þér, Sesselja, er að setjast niður í rólegheitum, gefa þér góðan tíma og marka þér stefnu í íbúðarkaupum. Hvað má íbúðin kosta? Hvað viltu skuldsetja hana hátt? Hve há má mánaðarleg greiðslubyrði vera? Hve hröð á eignarmyndunin að vera og hvað fljótt ætlar þú að greiða íbúðina upp? Legðu þetta niður fyrir þér og bættu við spurningum sem þú vilt fá svör við áður en þú kaupir íbúðina og tekur lán. Hafðu líka í huga að íbúðaverð hefur hækkað mikið síðastliðin sjö ár. Miklu meira en sumir sérfræðingar telja að sé raunhæft. Það getur þýtt að verðið eigi eftir að lækka og sumir spá því eftir tvö eða þrjú ár. Ég hef mælt með því við ungt fólk, sem ætlar að kaupa sína fyrstu íbúð, að það dvelji svolítið lengur hjá pabba og mömmu, standi af sér þessa hækkun og noti tímann til þess að leggja fyrir. Kær kveðja, Ingólfur Hrafnkell Viltu spyrja Ingólf? Sendu spurningu á fjarmal@frettabladid.is Fjármál Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þar sem að ég er á þröskuldi þess að kaupa mína fyrstu íbúð, þá hef ég fylgst vel með markaðnum að undanförnu. Þetta er allt orðið að einum graut hjá mér og því meira sem ég spái í fjármögnunarleiðirnar því ruglaðri verð ég. Eru ekki til einhver fyrirtæki/einstaklingar sem eru með lánamarkaðinn til íbúðakaupa á hreinu sem veita ráðgjöf og geta sett dæmið upp fyrir mann með tilliti til afborgana? Ég er búin að tala við ráðgjafa í mínum viðskiptabanka og hjálpaði það eitthvað. Með kveðju, Sesselja Magnúsdóttir Sæl Sesselja. Það kemur mér ekki á óvart að þú skulir vera orðin rugluð á lánamarkaðnum eins og hann hefur látið síðustu daga. Bankarnir eru farnir í harða samkeppni við Íbúðalánasjóð um peninga íbúðakaupenda og eru að þreifa fyrir sér með allskonar tilboðum. Þú skalt ekki láta vaxtakapphlaupið rugla þig. Vextir eiga eftir að breytast, einnig eftir að þú hefur tekið lán. Hvort þeir breytast um 0,1 eða 0,5% til eða frá er kannski ekki aðalatriðið. Það er margt annað sem þarf að hafa í huga. Miklu skiptir að þú getir greitt lánið upp án uppgreiðslukostnaðar þegar þér hentar og að þú getir greitt reglulega inn á höfuðstólinn og stytt þannig lánstímann. Það sem einnig kann að skipta þig máli er að vera frjáls að því að velja lánastofnun fyrir launareikning, sparnað og aðra þjónustu, allt eftir því hver býður best. Íbúðalánin sem verið er að bjóða eru hins vegar bundin ákveðnum skilyrðum um önnur viðskipti og hverfir þú frá þeim á lánstímanum þá hækka vextirnir. Það mætti kalla þetta "fjárhagslega átthagabindingu" sem er afleit í langtíma lánaviðskiptum. Þú skalt einnig skoða muninn á verðtryggðum og óverðtryggðum íbúðalánum. Munurinn er fyrst og fremst þessi: 1) Verðtrygging virkar eins og vaxtavextir og hefur þau áhrif á höfuðstól lánsins að hann hækkar og þeim mun meir sem verðbólgan er hærri. 2) Mánaðarleg greiðslubyrði af verðtryggðum lánum er lægst í byrjun en fer síðan hækkandi öfugt við óverðtryggð lán. 3) Verðtryggð lán eru að jafnaði dýrari en óverðtryggð miðað við að verðbólga sé einhver en raunvextir þeir sömu. Og þeim mun dýrari eru verðtryggðu lánin sem þau eru lengri. 4) Eignamyndun er mun hægari með verðtryggðum en óverðtryggðum lánum. Nú hef ég væntanlega ruglað þig enn frekar í ríminu svo ég skal segja það skýrt: Ég mæli með óverðtryggðum íbúðalánum. Satt að segja finnst mér það með ólíkindum að fólki skuli vera boðið upp á íbúðalán með vaxtavöxtum og það af opinberri stofnun eins og Íbúðalánasjóði. Það sem ég ráðlegg þér, Sesselja, er að setjast niður í rólegheitum, gefa þér góðan tíma og marka þér stefnu í íbúðarkaupum. Hvað má íbúðin kosta? Hvað viltu skuldsetja hana hátt? Hve há má mánaðarleg greiðslubyrði vera? Hve hröð á eignarmyndunin að vera og hvað fljótt ætlar þú að greiða íbúðina upp? Legðu þetta niður fyrir þér og bættu við spurningum sem þú vilt fá svör við áður en þú kaupir íbúðina og tekur lán. Hafðu líka í huga að íbúðaverð hefur hækkað mikið síðastliðin sjö ár. Miklu meira en sumir sérfræðingar telja að sé raunhæft. Það getur þýtt að verðið eigi eftir að lækka og sumir spá því eftir tvö eða þrjú ár. Ég hef mælt með því við ungt fólk, sem ætlar að kaupa sína fyrstu íbúð, að það dvelji svolítið lengur hjá pabba og mömmu, standi af sér þessa hækkun og noti tímann til þess að leggja fyrir. Kær kveðja, Ingólfur Hrafnkell Viltu spyrja Ingólf? Sendu spurningu á fjarmal@frettabladid.is
Fjármál Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira