Lífræn ræktun 30. ágúst 2004 00:01 Framleiðsla á lífrænt ræktuðum landbúnaðarvörum hefur aukist síðustu árin og alltaf eru að bætast við fleiri vörur. Hér á landi hefur framleiðsla á lífrænum landbúnaðarvörum helst verið í grænmeti en einnig er hægt að fá lífrænar mjólkurvörur eins og drykkjarmjólk, AB-mjólk og jógúrt. Biobú er fyrirtæki sem framleiðir lífræna jógúrt úr kúm frá bænum Neðra-Hálsi í Kjós þar sem framleiðslan er öll lífræn og þaðan kemur meðal annars lífræn mjólk sem Mjólkursamsamsalan sér um að dreifa. "Kýrnar á Neðra-Hálsi eru eingöngu fóðraðar á grasi en grasfóðrun eingöngu hefur jákvæð áhrif á fitusamsetningu. Þannig að í lífrænu mjólkinni er meira af fitusýrunni CLA sem byggir vöðva og brennir fitu og Omega3. Af þessum ástæðum fituskerðum við ekki mjólkina," segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús. Allt hráefni sem fer í jógúrtina er lífrænt og notaður er lífrænn hrásykur þar sem ekki eru notuð nein eiturefni við framleiðsluna. Í jógúrtinni eru engin rotvarnarefni, bragðefni eða litarefni. "Jógúrtin okkar er frekar þunn og erum við oft spurð af hverju. Það er einfaldlega vegna þess að við setjum ekki þurrmjólkurduft í hana sem er almennt notað til að gera jógúrt þykkari," segir Helgi. Aðspurður hvort á Íslandi sé ekki allt sjálfkrafa lífrænt segir Helgi Rafn það vera algengan misskilning því hér á landi er notast við innfluttan fóðurbæti fyrir skepnurnar og tilbúinn áburð á túninn en við lífræna framleiðslu eru takmarkanir á notkun kjarnfóðurs við fóðrun og ekki má nota tilbúinn áburð. Lífræn ræktun ræðst fyrst og fremst að því hvað má ekki gera frekar en hvað má gera og eru reglur strangari varðandi aðbúnað húsdýra og takmarkanir á hjálparefnum við vinnslu. "Það er ekki nóg að hafa loftið hreint og vatnið tært ef við erum svo að nota útlenskt fóður og kemísk áburðarefni á túnin. Það sem skiptir máli er hvernig við berum okkur að við búskapinn, hvað við erum að gefa skepnunum, hvaða áburð við erum að nota á túnin og hvaða efni við setjum í vöruna á vinnslustigi," segir Helgi Rafn. Heilsa Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbílinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Framleiðsla á lífrænt ræktuðum landbúnaðarvörum hefur aukist síðustu árin og alltaf eru að bætast við fleiri vörur. Hér á landi hefur framleiðsla á lífrænum landbúnaðarvörum helst verið í grænmeti en einnig er hægt að fá lífrænar mjólkurvörur eins og drykkjarmjólk, AB-mjólk og jógúrt. Biobú er fyrirtæki sem framleiðir lífræna jógúrt úr kúm frá bænum Neðra-Hálsi í Kjós þar sem framleiðslan er öll lífræn og þaðan kemur meðal annars lífræn mjólk sem Mjólkursamsamsalan sér um að dreifa. "Kýrnar á Neðra-Hálsi eru eingöngu fóðraðar á grasi en grasfóðrun eingöngu hefur jákvæð áhrif á fitusamsetningu. Þannig að í lífrænu mjólkinni er meira af fitusýrunni CLA sem byggir vöðva og brennir fitu og Omega3. Af þessum ástæðum fituskerðum við ekki mjólkina," segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús. Allt hráefni sem fer í jógúrtina er lífrænt og notaður er lífrænn hrásykur þar sem ekki eru notuð nein eiturefni við framleiðsluna. Í jógúrtinni eru engin rotvarnarefni, bragðefni eða litarefni. "Jógúrtin okkar er frekar þunn og erum við oft spurð af hverju. Það er einfaldlega vegna þess að við setjum ekki þurrmjólkurduft í hana sem er almennt notað til að gera jógúrt þykkari," segir Helgi. Aðspurður hvort á Íslandi sé ekki allt sjálfkrafa lífrænt segir Helgi Rafn það vera algengan misskilning því hér á landi er notast við innfluttan fóðurbæti fyrir skepnurnar og tilbúinn áburð á túninn en við lífræna framleiðslu eru takmarkanir á notkun kjarnfóðurs við fóðrun og ekki má nota tilbúinn áburð. Lífræn ræktun ræðst fyrst og fremst að því hvað má ekki gera frekar en hvað má gera og eru reglur strangari varðandi aðbúnað húsdýra og takmarkanir á hjálparefnum við vinnslu. "Það er ekki nóg að hafa loftið hreint og vatnið tært ef við erum svo að nota útlenskt fóður og kemísk áburðarefni á túnin. Það sem skiptir máli er hvernig við berum okkur að við búskapinn, hvað við erum að gefa skepnunum, hvaða áburð við erum að nota á túnin og hvaða efni við setjum í vöruna á vinnslustigi," segir Helgi Rafn.
Heilsa Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbílinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira