Mýkri línur í tísku 30. ágúst 2004 00:01 Á hverju hausti þegar dagskrá líkamsræktarstöðvanna verður ljós kemur fram hvað það er sem viðskiptavinirnir sækjast helst eftir. Sólrún Birgisdóttir hjá Iceland spa & fitness segir að mýkri línur virðast vera að koma í tímana þar sem æfingarnar séu að mýkjast og má sjá mikla aukningu í jóga og Bodybalance sem samanstendur af jóga, Pilates og Tai chi. "Mér finnst eins og fólk vilji fara að fá aðeins mýkri leikfimi og er hugræn leikfimi eftirsótt. Auk þess er dansinn að koma sterkur inn og danstímarnir orðnir fjölsóttir," segir Sólrún. "Það má greina pínulítið afturhvarf til níunda áratugarins þegar Jane Fonda-leikfimin var vinsælust," segir Sólrún og í ár bjóða þau upp á tíma sem heitir Dirty Dancing og eru með æfingar og tónlist í anda þess tíma sem sú bíómynd var vinsæl. Iceland spa & fitness reynir að koma til móts við alla viðskiptavini sína og hefur námskeið sem heitir Í form eftir 50 sprottið úr því. "Við fundum fyrir því að eldri konurnar fundu sig ekki alveg í stelpunámskeiðunum hjá okkur og þær vilja jafnvel aðrar áherslur en þær yngri. Við bjóðum því þessa tíma og hafa þeir farið vel í þennan aldurshóp og þær gjörsamlega finna sig," segir Sólrún. Heilsa Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Á hverju hausti þegar dagskrá líkamsræktarstöðvanna verður ljós kemur fram hvað það er sem viðskiptavinirnir sækjast helst eftir. Sólrún Birgisdóttir hjá Iceland spa & fitness segir að mýkri línur virðast vera að koma í tímana þar sem æfingarnar séu að mýkjast og má sjá mikla aukningu í jóga og Bodybalance sem samanstendur af jóga, Pilates og Tai chi. "Mér finnst eins og fólk vilji fara að fá aðeins mýkri leikfimi og er hugræn leikfimi eftirsótt. Auk þess er dansinn að koma sterkur inn og danstímarnir orðnir fjölsóttir," segir Sólrún. "Það má greina pínulítið afturhvarf til níunda áratugarins þegar Jane Fonda-leikfimin var vinsælust," segir Sólrún og í ár bjóða þau upp á tíma sem heitir Dirty Dancing og eru með æfingar og tónlist í anda þess tíma sem sú bíómynd var vinsæl. Iceland spa & fitness reynir að koma til móts við alla viðskiptavini sína og hefur námskeið sem heitir Í form eftir 50 sprottið úr því. "Við fundum fyrir því að eldri konurnar fundu sig ekki alveg í stelpunámskeiðunum hjá okkur og þær vilja jafnvel aðrar áherslur en þær yngri. Við bjóðum því þessa tíma og hafa þeir farið vel í þennan aldurshóp og þær gjörsamlega finna sig," segir Sólrún.
Heilsa Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira