Endurmenntun HÍ 25. ágúst 2004 00:01 Hvað eiga morð í öllum betri bókabúðum, Bach og viðbrögð við afbrýðisemi í samböndum sameiginlegt? Jú, þau eru meðal ótal umfjöllunarefna á námskeiðum Endurmenntunar Háskóla Íslands í vetur. Kolbrún Erla Matthíasdóttir er markaðsstjóri þar og segir okkur meira. "Á hverju misseri bjóðum við upp á um það bil 200 námskeið á um 20 fræðasviðum og meirihlutinn er nýr. Ég get nefnt sem dæmi eitt sem var að detta inn og heitir Sálgreining og stjórnmál -- Bush á bekknum. Haukur Ingi Jónasson sálgreinir er með það og þar verður sýnt fram á hvernig nota má kenningar sálgreiningarstefnunnar á persónuleika stjórnmálamanna. Menningarnámskeiðin eru öll ný og þar eru til dæmis tvö um Halldór Laxness, hvort á sinni önninni í umsjá Halldórs Guðmundssonar. Það fyrra hefur undirtitilinn Skáld á öfgafullri öld. Svo er bragfræðinámskeið hjá Ragnari Inga Aðalsteinssyni og Jón Bö verður með fornsögur að venju. Það hafa margir skyldumætingu hjá honum! Auk þess erum við í samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina, Þjóðleikhúsið og vinafélag Íslensku óperunnar og setjum upp námskeið sem tengjast verkefnum hjá þeim." Kolbrún segir hugmyndir að nýjum námskeiðum koma víða að. Verkefnisstjórar sjái hver um sinn flokk og félagasamtök og stofnanir af ýmsu tagi knýi á um samstarf. Reynt sé að finna sérfræðinga á hverju sviði enda sé aðgengi gott að kennurum í háskólanum sem séu óþreytandi að miðla þekkingu sinni. Einnig fái Endurmenntun stundum ábendingar um erlenda fræðimenn á leið til landsins og ráði þá til tímabundinnar kennslu. Af námskeiðum sem ganga í endurnýjun lífdaga hvert haust nefnir Kolbrún eitt um íslenska stafsetningu í hnotskurn, annað í verkefnisstjórnun og það þriðja um eflingu sjálfstrausts. Hún segir samstarf við háskóladeildirnar að aukast og æ fleiri námskeið gefi einingar til dæmis inn í meistaranám. "Það er ótalmargt spennandi í boði eins og sjá má á vefnum okkar endurmenntun.is," segir Kolbrún að lokum og heldur áfram leið sinni með námsskrána í prentun sem verður borin í öll hús á Reykjavíkursvæðinu um næstu mánaðamót. Nám Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Hvað eiga morð í öllum betri bókabúðum, Bach og viðbrögð við afbrýðisemi í samböndum sameiginlegt? Jú, þau eru meðal ótal umfjöllunarefna á námskeiðum Endurmenntunar Háskóla Íslands í vetur. Kolbrún Erla Matthíasdóttir er markaðsstjóri þar og segir okkur meira. "Á hverju misseri bjóðum við upp á um það bil 200 námskeið á um 20 fræðasviðum og meirihlutinn er nýr. Ég get nefnt sem dæmi eitt sem var að detta inn og heitir Sálgreining og stjórnmál -- Bush á bekknum. Haukur Ingi Jónasson sálgreinir er með það og þar verður sýnt fram á hvernig nota má kenningar sálgreiningarstefnunnar á persónuleika stjórnmálamanna. Menningarnámskeiðin eru öll ný og þar eru til dæmis tvö um Halldór Laxness, hvort á sinni önninni í umsjá Halldórs Guðmundssonar. Það fyrra hefur undirtitilinn Skáld á öfgafullri öld. Svo er bragfræðinámskeið hjá Ragnari Inga Aðalsteinssyni og Jón Bö verður með fornsögur að venju. Það hafa margir skyldumætingu hjá honum! Auk þess erum við í samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina, Þjóðleikhúsið og vinafélag Íslensku óperunnar og setjum upp námskeið sem tengjast verkefnum hjá þeim." Kolbrún segir hugmyndir að nýjum námskeiðum koma víða að. Verkefnisstjórar sjái hver um sinn flokk og félagasamtök og stofnanir af ýmsu tagi knýi á um samstarf. Reynt sé að finna sérfræðinga á hverju sviði enda sé aðgengi gott að kennurum í háskólanum sem séu óþreytandi að miðla þekkingu sinni. Einnig fái Endurmenntun stundum ábendingar um erlenda fræðimenn á leið til landsins og ráði þá til tímabundinnar kennslu. Af námskeiðum sem ganga í endurnýjun lífdaga hvert haust nefnir Kolbrún eitt um íslenska stafsetningu í hnotskurn, annað í verkefnisstjórnun og það þriðja um eflingu sjálfstrausts. Hún segir samstarf við háskóladeildirnar að aukast og æ fleiri námskeið gefi einingar til dæmis inn í meistaranám. "Það er ótalmargt spennandi í boði eins og sjá má á vefnum okkar endurmenntun.is," segir Kolbrún að lokum og heldur áfram leið sinni með námsskrána í prentun sem verður borin í öll hús á Reykjavíkursvæðinu um næstu mánaðamót.
Nám Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira