Bretar borða frá sér leiða og sút 23. ágúst 2004 00:01 43% Breta nota mat til að létta af sér leiðindum, einmanaleika og streitu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bretlandi á dögunum. Einnig er algengt að fólk leiti huggunar í mat eftir að hafa rifist við maka sinn. Einn fjórði þessara afþreyingaræta fær samviskubit að átinu loknu og annar fjórðungur telur að hamingjan liggi í minni líkamsþyngd. Ungar konur nota mat gjarna til að létta af sér áhyggjum og streitu en eru jafnframt í stærsta áhættuhópnum um átraskanir og algengt er að þær kasti upp mat sem innbyrtur er til að auka vellíðan, sem svo aftur eykur enn meir á vanlíðan þeirra. Aðrir halda hins vegar matnum niðri og stuðla þannig að offitu. Átraskanastofnun Englands telur þessar niðurstöður áhyggjuefni og að þær endurspegli áhersluna sem samfélagið leggur á ákveðið útlit. Þar á bæ er talið að átraskanir snúist um tilfinningar en ekki mat... Og meira um átraskanir. Nokkuð hefur borið á vefsíðum þar sem lystarstolssjúklingar styðja hver annan og gefa góð ráð til að léttast meira og hraðar með notkun ýmissa miður hollra aðferða. Lystarstolssjúklingar sýna hver öðrum samstöðu á slíkum síðum og fá stuðningsaðila til að hvetja þá áfram í leitinni að "fallegum" líkama. Einnig eru rauð armbönd orðin merki lystarstolssjúklinga sem eru ánægðir með hlutskipti sitt svo þeir þekki hver annan í daglegu lífi. Umræða er um það í Bandaríkjunum að lögsækja þá sem halda úti slíkum vefsíðum þar sem þar fari fram samskipti sem viðhalda sjúkdóminum í stað þess að benda á aðferðir til úrlausnar. Þetta hefur orðið til þess að æ fleiri af þessum vefsíðum eru nú óaðgengilegar öðrum en þeim sem hafa lykilorð og því er erfiðara að fylgjast með þeirri umræðu sem þar fer fram. Heilsa Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
43% Breta nota mat til að létta af sér leiðindum, einmanaleika og streitu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bretlandi á dögunum. Einnig er algengt að fólk leiti huggunar í mat eftir að hafa rifist við maka sinn. Einn fjórði þessara afþreyingaræta fær samviskubit að átinu loknu og annar fjórðungur telur að hamingjan liggi í minni líkamsþyngd. Ungar konur nota mat gjarna til að létta af sér áhyggjum og streitu en eru jafnframt í stærsta áhættuhópnum um átraskanir og algengt er að þær kasti upp mat sem innbyrtur er til að auka vellíðan, sem svo aftur eykur enn meir á vanlíðan þeirra. Aðrir halda hins vegar matnum niðri og stuðla þannig að offitu. Átraskanastofnun Englands telur þessar niðurstöður áhyggjuefni og að þær endurspegli áhersluna sem samfélagið leggur á ákveðið útlit. Þar á bæ er talið að átraskanir snúist um tilfinningar en ekki mat... Og meira um átraskanir. Nokkuð hefur borið á vefsíðum þar sem lystarstolssjúklingar styðja hver annan og gefa góð ráð til að léttast meira og hraðar með notkun ýmissa miður hollra aðferða. Lystarstolssjúklingar sýna hver öðrum samstöðu á slíkum síðum og fá stuðningsaðila til að hvetja þá áfram í leitinni að "fallegum" líkama. Einnig eru rauð armbönd orðin merki lystarstolssjúklinga sem eru ánægðir með hlutskipti sitt svo þeir þekki hver annan í daglegu lífi. Umræða er um það í Bandaríkjunum að lögsækja þá sem halda úti slíkum vefsíðum þar sem þar fari fram samskipti sem viðhalda sjúkdóminum í stað þess að benda á aðferðir til úrlausnar. Þetta hefur orðið til þess að æ fleiri af þessum vefsíðum eru nú óaðgengilegar öðrum en þeim sem hafa lykilorð og því er erfiðara að fylgjast með þeirri umræðu sem þar fer fram.
Heilsa Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira