Afsveinast í Kanada 23. ágúst 2004 00:01 Erlendur Eiríksson leikari hefur unnið stórskrýtið verkefni með Róbert Douglas undanfarið ár en þeir félagarnir notuðu frumlegar aðferðir við gerð heimildarmyndarinnar Mjóddin. Í vikunni varð ljóst að myndin kæmist inn í flokk sérstaklega útvaldra mynda á Toronto International Film Festival, eina stærstu kvikmyndahátíð heims. Skiljanlega vakti það mikla lukku meðal aðstandenda og hyggst nú Erlendur sækja sína fyrstu hátíð af þessu tagi. "Ég afsveinast í jómfrúarferð minni til Kanada og er orðinn mjög spenntur," segir Erlendur sem í myndinni þekkist undir nafninu Elli. Reyndar er það persóna sem þeir Róbert bjuggu til og ekki alveg í samræmi við persónuleika Erlendar. Myndin fjallar um líf og starf í verslunarkjarnanum Mjóddinni en framtíðardraumar starfsfólksins liggja langt út fyrir veggi hennar. Erlendur brá sér í hlutverk Ella við gerð myndarinnar og var ráðinn inn sem aðstoðarframkvæmdastjóri Svæðisfélagsins, fyrirtækisins sem sér um Mjóddina. Þar hafa þeir Róbert haldið sig í heilt ár og kynnst samfélaginu sem Erlendur líkir við lítið þorp inni í miðri borg. "Þetta var aðferðaleikur frá helvíti að vera svona karakter í heilt ár. Starfsfólkið í Mjóddinni vissi að Róbert væri að gera heimildarmynd um verslunarkjarnann en auðvitað ekki að ég væri í leikhlutverki. Það þekkti mig ekki nokkur sála þó ég væri á sama tíma að leika í Rómeó og Júlíu, meikið í leiksýningunni kom í veg fyrir það. Fólkið hafði misjafna trú á að aðstoðarframkvæmdastjórinn Elli gæti orðið fyrirsæta, leikari og söngvari, líkt og hann dreymdi um en margir voru í svipuðum sporum. Allir virtust eiga það sameiginlegt að starfa tímabundið í Mjóddinni og ætla sér svo að fara í leiklistarnám, ljósmyndun eða slíkt, ein stelpa í dýrabúðinni ætlaði sér til dæmis að setja Íslandsmet í kraftlyftingum." Erlendur segir allt sem gerðist í myndinni hafa verið óvænt. "Það var ekki hægt að sjá fyrir hvernig þetta tækist." Nú veltir hann því fyrir sér hvernig best er að vekja athygli á sér á Toronto hátíðinni. "Ætli ég fari ekki smóking en liti svo hárið fjólublátt. Annars hef ég mikla trú á þessari mynd, við höfum fengið ofboðslega jákvæða svörun frá þeim sem hafa séð hana." Róbert Douglas er um þessar mundir að taka upp myndina Strákarnir okkar en þar fer Erlendur einnig með hlutverk. Óvíst er hvar og hvenær Mjóddin kemur landanum fyrir sjónir en það mun eflaust koma í ljós eftir kvikmyndahátíðina stóru í Kanada. Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Erlendur Eiríksson leikari hefur unnið stórskrýtið verkefni með Róbert Douglas undanfarið ár en þeir félagarnir notuðu frumlegar aðferðir við gerð heimildarmyndarinnar Mjóddin. Í vikunni varð ljóst að myndin kæmist inn í flokk sérstaklega útvaldra mynda á Toronto International Film Festival, eina stærstu kvikmyndahátíð heims. Skiljanlega vakti það mikla lukku meðal aðstandenda og hyggst nú Erlendur sækja sína fyrstu hátíð af þessu tagi. "Ég afsveinast í jómfrúarferð minni til Kanada og er orðinn mjög spenntur," segir Erlendur sem í myndinni þekkist undir nafninu Elli. Reyndar er það persóna sem þeir Róbert bjuggu til og ekki alveg í samræmi við persónuleika Erlendar. Myndin fjallar um líf og starf í verslunarkjarnanum Mjóddinni en framtíðardraumar starfsfólksins liggja langt út fyrir veggi hennar. Erlendur brá sér í hlutverk Ella við gerð myndarinnar og var ráðinn inn sem aðstoðarframkvæmdastjóri Svæðisfélagsins, fyrirtækisins sem sér um Mjóddina. Þar hafa þeir Róbert haldið sig í heilt ár og kynnst samfélaginu sem Erlendur líkir við lítið þorp inni í miðri borg. "Þetta var aðferðaleikur frá helvíti að vera svona karakter í heilt ár. Starfsfólkið í Mjóddinni vissi að Róbert væri að gera heimildarmynd um verslunarkjarnann en auðvitað ekki að ég væri í leikhlutverki. Það þekkti mig ekki nokkur sála þó ég væri á sama tíma að leika í Rómeó og Júlíu, meikið í leiksýningunni kom í veg fyrir það. Fólkið hafði misjafna trú á að aðstoðarframkvæmdastjórinn Elli gæti orðið fyrirsæta, leikari og söngvari, líkt og hann dreymdi um en margir voru í svipuðum sporum. Allir virtust eiga það sameiginlegt að starfa tímabundið í Mjóddinni og ætla sér svo að fara í leiklistarnám, ljósmyndun eða slíkt, ein stelpa í dýrabúðinni ætlaði sér til dæmis að setja Íslandsmet í kraftlyftingum." Erlendur segir allt sem gerðist í myndinni hafa verið óvænt. "Það var ekki hægt að sjá fyrir hvernig þetta tækist." Nú veltir hann því fyrir sér hvernig best er að vekja athygli á sér á Toronto hátíðinni. "Ætli ég fari ekki smóking en liti svo hárið fjólublátt. Annars hef ég mikla trú á þessari mynd, við höfum fengið ofboðslega jákvæða svörun frá þeim sem hafa séð hana." Róbert Douglas er um þessar mundir að taka upp myndina Strákarnir okkar en þar fer Erlendur einnig með hlutverk. Óvíst er hvar og hvenær Mjóddin kemur landanum fyrir sjónir en það mun eflaust koma í ljós eftir kvikmyndahátíðina stóru í Kanada.
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira