Frosin ber þurfa styttri suðu 19. ágúst 2004 00:01 "Stikilsberin eru grjóthörð en ef maður frystir þau fyrir notkun þurfa þau styttri suðu og verða sætari," segir Þóranna Eiríksdóttir, húsfreyja í Árbænum í Reykjavík. Hún er ein af þessum myndarlegu sem kunna með ber að fara og búa til úr þeim frábærar afurðir. Þótt hún búi í fjölbýlishúsi og hafi ekki einkagarð til umráða verður hún sér úti um hinar aðskiljanlegustu tegundir berja bæði í görðum dætra sinna og úti í villtri náttúru. "Svo berst þetta að mér úr ýmsum áttum," segir hún hlæjandi. Þóranna var að búa til sultu úr stikilsberjum þegar við höfðum samband við hana og var fús til að gefa okkur uppskrift, bæði að henni og fleiri gómsætum tegundum sem hún lumaði á. : Stikilsberjasulta 1/2 kg stikilsber 1/2 kg græn epli 2 dl vatn 4 1/2 kg sykur 1 kanilstöng Berin þvegin en eplin flysjuð og kjarnarnir teknir úr. Hvort tveggja er maukað í matvinnsluvél. Maukið sett í pott með vatninu og kanilstönginni og soðið í 20 mínútur. Þá er sykurinn látinn út í og síðan er sultan soðin áfram í 10 mínútur. Sulta úr jarðarberjum og rabarbara 1 kg rabarbari (úr frystinum) 1 kg sykur 1/2 kg jarðarber Allt soðið í um 20 mínútur og síðan maukað. Soðið aftur, hleypir settur út í og þar fylgt leiðbeiningum á hleypispakkanum. Rifsberjahlaup Berin þvegin og hreinsuð og sett í pott með stilkunum og smávegis laufi ásamt vatnslögg, þó ekki svo miklu vatni að fljóti yfir. Soðið í 30 mínútur. Síað á grisju yfir nótt. Safinn settur í pott ásamt 1 kg af sykri á móti 1 l af safa. Soðið í 30 mínútur. Sett sjóðandi heitt á litlar krukkur sem hitaðar hafa verið í ofni og lokið sett á. Bláberjasulta 500 g ber 1 1/2 dl vatn Soðið í fimm mínútur. Tekið af hellunni og berin kramin. 350 g sykur Stráð yfir smátt og smátt og soðið áfram í 10 mínútur. Sett í litlar krukkur, þær fylltar alveg og lokað strax. Nauðsynlegt að vera nákvæmur með suðutímann. Saft úr hrati og fleiru Hrat af rifsberjunum og stikilsberjum er sett í pott með vatni sem látið er fljóta yfir. Rabarbari og bláber sett út í. Soðið í kortér. Síað á grisju yfir nótt. Lögurinn látinn í pott og hálft kíló af sykri sett út í hvern lítra. Vissara er að nota þessa saft fljótlega því óvíst er að hún þoli langa geymslu. Matur Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Stikilsberin eru grjóthörð en ef maður frystir þau fyrir notkun þurfa þau styttri suðu og verða sætari," segir Þóranna Eiríksdóttir, húsfreyja í Árbænum í Reykjavík. Hún er ein af þessum myndarlegu sem kunna með ber að fara og búa til úr þeim frábærar afurðir. Þótt hún búi í fjölbýlishúsi og hafi ekki einkagarð til umráða verður hún sér úti um hinar aðskiljanlegustu tegundir berja bæði í görðum dætra sinna og úti í villtri náttúru. "Svo berst þetta að mér úr ýmsum áttum," segir hún hlæjandi. Þóranna var að búa til sultu úr stikilsberjum þegar við höfðum samband við hana og var fús til að gefa okkur uppskrift, bæði að henni og fleiri gómsætum tegundum sem hún lumaði á. : Stikilsberjasulta 1/2 kg stikilsber 1/2 kg græn epli 2 dl vatn 4 1/2 kg sykur 1 kanilstöng Berin þvegin en eplin flysjuð og kjarnarnir teknir úr. Hvort tveggja er maukað í matvinnsluvél. Maukið sett í pott með vatninu og kanilstönginni og soðið í 20 mínútur. Þá er sykurinn látinn út í og síðan er sultan soðin áfram í 10 mínútur. Sulta úr jarðarberjum og rabarbara 1 kg rabarbari (úr frystinum) 1 kg sykur 1/2 kg jarðarber Allt soðið í um 20 mínútur og síðan maukað. Soðið aftur, hleypir settur út í og þar fylgt leiðbeiningum á hleypispakkanum. Rifsberjahlaup Berin þvegin og hreinsuð og sett í pott með stilkunum og smávegis laufi ásamt vatnslögg, þó ekki svo miklu vatni að fljóti yfir. Soðið í 30 mínútur. Síað á grisju yfir nótt. Safinn settur í pott ásamt 1 kg af sykri á móti 1 l af safa. Soðið í 30 mínútur. Sett sjóðandi heitt á litlar krukkur sem hitaðar hafa verið í ofni og lokið sett á. Bláberjasulta 500 g ber 1 1/2 dl vatn Soðið í fimm mínútur. Tekið af hellunni og berin kramin. 350 g sykur Stráð yfir smátt og smátt og soðið áfram í 10 mínútur. Sett í litlar krukkur, þær fylltar alveg og lokað strax. Nauðsynlegt að vera nákvæmur með suðutímann. Saft úr hrati og fleiru Hrat af rifsberjunum og stikilsberjum er sett í pott með vatni sem látið er fljóta yfir. Rabarbari og bláber sett út í. Soðið í kortér. Síað á grisju yfir nótt. Lögurinn látinn í pott og hálft kíló af sykri sett út í hvern lítra. Vissara er að nota þessa saft fljótlega því óvíst er að hún þoli langa geymslu.
Matur Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira