Hvellir og skellir eru verstir 13. október 2005 14:32 Síðustu ár hafa erlendar rannsóknir sýnt að greinileg aukning er á heyrnarskaða hjá ungu fólki og heyrn þess er að verða eins og hún var hjá miðaldra fólki í næstu kynslóð á undan. Nútímatækni með auknum hávaða í umhverfi okkar hefur áhrif á heyrn fólks og er mikilvægt að gera ráðstafanir til að vernda heyrnina því ekki verður aftur snúið þegar skaðinn er skeður. Bryndís Guðmundsdóttir, heyrnarfræðingur og deildarstjóri barnastarfs Heyrnar- og talmeinastöðvar, segir alls ekki bara fullorðna þurfa að passa heyrnina heldur þurfi einmitt að hvetja unga fólkið til að hugsa um þessi mál því að hávaðinn í kringum okkur fari vaxandi. Vitað er að hávaði á sumum vinnustöðum veldur skaða á heyrn og þar er mikilvægt að vernda heyrnina með heyrnarhlífum. Allt of algengt er að fólk trassi að nota hlífarnar við hávaðasama vinnu en það þarf ekki nema nokkrar mínútur í of miklum hávaða til að skaða heyrnina. Því meiri sem hávaðinn er, því skemur má vera í honum. Bryndís segir að vert sé að hafa í huga að hávaða sé ekki bara að finna á vinnustöðum. Til að mynda var gerð hér rannsókn á heyrn vélstjóra sem sýndi að þeir yngri voru með verri heyrn en búist hafði verið við þrátt fyrir notkun heyrnarhlífa. Það sýnir að það kann að vera eitthvað annað í umhverfi þeirra yngri sem veldur skaða á heyrninni. Mikið er um að ungt fólk og jafnvel börn hlusti á tónlist eða tölvuleiki með heyrnartólum með hljóðstyrkinn í botni. Ekki síst eru það hvellir og skellir, sem gjarnan eru í tölvuleikjum, sem eru verstir fyrir heyrnina. Gott er þá að hafa hljóðstyrkinn aðeins minni því þá er hægt að hlusta lengur. Eyrnatappar eru mjög góðir til að útiloka óæskilegan hávaða og segir Bryndís það almennan misskilning að ekki sé hægt til dæmis að tala saman með þá í eyrunum. Mismunandi eyrnatappar eru til sem dempa mismikið og á mismunandi tíðni og því hægt að velja sér tappa við hæfi. Ráðlegt er fyrir þá sem sækja mikið hávaðasama tónleika að setja í sig eyrnatappana áður til að vernda heyrnina en tónlistin mun samt sem áður heyrast vel í gegn. Það er þekkt að rokktónleikar og dansstaðir með hávaðasamri tónlist hafa mikil áhrif á heyrnina og því lengur sem viðkomandi er í hávaðanum, því meiri verður skaðinn. Bryndís segir að jafnvel hávaði í kvikmyndahúsum geti haft skaðleg áhrif á heyrnina og hafi hávaði þar mælst yfir hættumörkum. Spurningar hafa vaknað um hvort farsímar geti valdið heyrnarskerðingu í ljósi athugana á rafsegulmagni og handfrjáls búnaðar sem styttir mikið fjarlægðina milli hringingarinnar og eyrans. Ekki er þó vitað um beinar rannsóknir á þessu enn sem komið er. Bryndís segir að nauðsynlegt sé að vera meðvitaður um skaðsemi hávaða á heyrnina og ætíð gera ráðstafanir til að vernda hana í umhverfi þar sem hávaðinn er mikill. Kæruleysi borgar sig ekki í þeim málum því að skaði á heyrn er óbætanlegur Heilsa Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Síðustu ár hafa erlendar rannsóknir sýnt að greinileg aukning er á heyrnarskaða hjá ungu fólki og heyrn þess er að verða eins og hún var hjá miðaldra fólki í næstu kynslóð á undan. Nútímatækni með auknum hávaða í umhverfi okkar hefur áhrif á heyrn fólks og er mikilvægt að gera ráðstafanir til að vernda heyrnina því ekki verður aftur snúið þegar skaðinn er skeður. Bryndís Guðmundsdóttir, heyrnarfræðingur og deildarstjóri barnastarfs Heyrnar- og talmeinastöðvar, segir alls ekki bara fullorðna þurfa að passa heyrnina heldur þurfi einmitt að hvetja unga fólkið til að hugsa um þessi mál því að hávaðinn í kringum okkur fari vaxandi. Vitað er að hávaði á sumum vinnustöðum veldur skaða á heyrn og þar er mikilvægt að vernda heyrnina með heyrnarhlífum. Allt of algengt er að fólk trassi að nota hlífarnar við hávaðasama vinnu en það þarf ekki nema nokkrar mínútur í of miklum hávaða til að skaða heyrnina. Því meiri sem hávaðinn er, því skemur má vera í honum. Bryndís segir að vert sé að hafa í huga að hávaða sé ekki bara að finna á vinnustöðum. Til að mynda var gerð hér rannsókn á heyrn vélstjóra sem sýndi að þeir yngri voru með verri heyrn en búist hafði verið við þrátt fyrir notkun heyrnarhlífa. Það sýnir að það kann að vera eitthvað annað í umhverfi þeirra yngri sem veldur skaða á heyrninni. Mikið er um að ungt fólk og jafnvel börn hlusti á tónlist eða tölvuleiki með heyrnartólum með hljóðstyrkinn í botni. Ekki síst eru það hvellir og skellir, sem gjarnan eru í tölvuleikjum, sem eru verstir fyrir heyrnina. Gott er þá að hafa hljóðstyrkinn aðeins minni því þá er hægt að hlusta lengur. Eyrnatappar eru mjög góðir til að útiloka óæskilegan hávaða og segir Bryndís það almennan misskilning að ekki sé hægt til dæmis að tala saman með þá í eyrunum. Mismunandi eyrnatappar eru til sem dempa mismikið og á mismunandi tíðni og því hægt að velja sér tappa við hæfi. Ráðlegt er fyrir þá sem sækja mikið hávaðasama tónleika að setja í sig eyrnatappana áður til að vernda heyrnina en tónlistin mun samt sem áður heyrast vel í gegn. Það er þekkt að rokktónleikar og dansstaðir með hávaðasamri tónlist hafa mikil áhrif á heyrnina og því lengur sem viðkomandi er í hávaðanum, því meiri verður skaðinn. Bryndís segir að jafnvel hávaði í kvikmyndahúsum geti haft skaðleg áhrif á heyrnina og hafi hávaði þar mælst yfir hættumörkum. Spurningar hafa vaknað um hvort farsímar geti valdið heyrnarskerðingu í ljósi athugana á rafsegulmagni og handfrjáls búnaðar sem styttir mikið fjarlægðina milli hringingarinnar og eyrans. Ekki er þó vitað um beinar rannsóknir á þessu enn sem komið er. Bryndís segir að nauðsynlegt sé að vera meðvitaður um skaðsemi hávaða á heyrnina og ætíð gera ráðstafanir til að vernda hana í umhverfi þar sem hávaðinn er mikill. Kæruleysi borgar sig ekki í þeim málum því að skaði á heyrn er óbætanlegur
Heilsa Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira