Fjölbreyttasta landslag í heimi 11. ágúst 2004 00:01 Íslendingum býðst að kynnast töfrum Nýja Sjálands í sérstakri hópferð frá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn sem stendur frá 15. október til 6. nóvember. Þetta mun vera fyrsta sérferðin sem farin er héðan til beggja eyja Nýja Sjálands og komið er við í Singapore á leiðinni út. Ferðin er skipulögð af Ara Trausta Guðmundssyni jarðeðlisfræðingi og Andy Dennis sem er nýsjálenskur og talar íslensku. Að sögn Ara Trausta verður blandað saman skoðun á skemmtilegu mannlífi og óvenjulegu náttúrufari sem hann lýsir svo: "Þarna er fjölbreyttasta landslag sem um getur í veröldinni eins og þeir kannast við sem hafa séð Hringadróttinssögu á hvíta tjaldinu. Þarna eru eyðimerkur og baðstrendur, regnskógar, dalir með blómlegum landbúnaði, jöklar, eldfjöll og hverir, alpafjöll og firðir sem slá þá norsku út." Hvarvetna verður gist á góðum hótelum og aldrei minna en tvær nætur á hverjum stað. Þeir Ari Trausti og Andy munu kynna ferðina í máli og myndum í Þingsal hótel Loftleiða kl. 20 í kvöld, 12. ágúst. Ferðalög Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Íslendingum býðst að kynnast töfrum Nýja Sjálands í sérstakri hópferð frá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn sem stendur frá 15. október til 6. nóvember. Þetta mun vera fyrsta sérferðin sem farin er héðan til beggja eyja Nýja Sjálands og komið er við í Singapore á leiðinni út. Ferðin er skipulögð af Ara Trausta Guðmundssyni jarðeðlisfræðingi og Andy Dennis sem er nýsjálenskur og talar íslensku. Að sögn Ara Trausta verður blandað saman skoðun á skemmtilegu mannlífi og óvenjulegu náttúrufari sem hann lýsir svo: "Þarna er fjölbreyttasta landslag sem um getur í veröldinni eins og þeir kannast við sem hafa séð Hringadróttinssögu á hvíta tjaldinu. Þarna eru eyðimerkur og baðstrendur, regnskógar, dalir með blómlegum landbúnaði, jöklar, eldfjöll og hverir, alpafjöll og firðir sem slá þá norsku út." Hvarvetna verður gist á góðum hótelum og aldrei minna en tvær nætur á hverjum stað. Þeir Ari Trausti og Andy munu kynna ferðina í máli og myndum í Þingsal hótel Loftleiða kl. 20 í kvöld, 12. ágúst.
Ferðalög Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira