Eitt af bestu sjávarsíðuhótelunum 11. ágúst 2004 00:01 Breska blaðið The Independent hefur valið Hótel Búðir á Snæfellsnesi sem eitt af fimm bestu sjávarsíðuhótelum í heimi. Í blaðinu er jöklasýn og allt umhverfi þess dásamað auk þess sem sagt er frá því að Jules Verne lét söguna Leyndardóma Snæfellsjökuls gerast á þessum slóðum. Þá er saga hótelsins rakin í stuttu máli og sagt frá því að það hafi verið byggt eftir að eldra hótel á sama stað brann og að þar sé að finna ljósmyndir frá 19. öld og glerlampa sem bjargað var úr eldinum í bland við nútímaleg húsgögn. Sigurður Skúli Bárðarson er hótelstjóri á Hótel Búðum. "Það er auðvitað stórkostlegt að fá þessa viðurkenningu í kjölfar þess að við fengum viðurkenningu í Comtes Traveller sem er eitt útbreiddasta ferðatímarit heims. Í aprílblaði þeirra vorum við á topp 100 listanum yfir bestu nýju hótelin í heiminum. Fyrir utan hvað þetta er frábær viðurkenning fyrir hótelið er þetta er auðvitað einnig mikill heiður fyrir alla ferðaþjónustu á svæðinu," segir hann. Á matseðli hótelsins eru sjávarréttir í sérstöku fyrirrúmi. " Við erum þekktir fyrir góða sjávarrétti og daglega fáum við ferskan fisk frá fiskmarkaðnum í Ólafsvík og erum við því með topp hráefni í höndunum. Hér er stórkostleg náttúra og umhverfi og hefur tekist vel upp með að endurbyggja hótelið eftir brunann. Það er líka gaman að segja frá því hve góða og skemmtilega stemningu hefur tekist að skapa í húsinu. Þetta getur ekki verið betra," segir Sigurður Skúli. Hin hótelin fjögur sem The Independent valdi, eru J Sweden í sænska skerjagarðinum, The Caves á Jamaíka, Portixol í Palma á Mallorca og Deseo í Mexíkó. Ferðalög Snæfellsbær Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Breska blaðið The Independent hefur valið Hótel Búðir á Snæfellsnesi sem eitt af fimm bestu sjávarsíðuhótelum í heimi. Í blaðinu er jöklasýn og allt umhverfi þess dásamað auk þess sem sagt er frá því að Jules Verne lét söguna Leyndardóma Snæfellsjökuls gerast á þessum slóðum. Þá er saga hótelsins rakin í stuttu máli og sagt frá því að það hafi verið byggt eftir að eldra hótel á sama stað brann og að þar sé að finna ljósmyndir frá 19. öld og glerlampa sem bjargað var úr eldinum í bland við nútímaleg húsgögn. Sigurður Skúli Bárðarson er hótelstjóri á Hótel Búðum. "Það er auðvitað stórkostlegt að fá þessa viðurkenningu í kjölfar þess að við fengum viðurkenningu í Comtes Traveller sem er eitt útbreiddasta ferðatímarit heims. Í aprílblaði þeirra vorum við á topp 100 listanum yfir bestu nýju hótelin í heiminum. Fyrir utan hvað þetta er frábær viðurkenning fyrir hótelið er þetta er auðvitað einnig mikill heiður fyrir alla ferðaþjónustu á svæðinu," segir hann. Á matseðli hótelsins eru sjávarréttir í sérstöku fyrirrúmi. " Við erum þekktir fyrir góða sjávarrétti og daglega fáum við ferskan fisk frá fiskmarkaðnum í Ólafsvík og erum við því með topp hráefni í höndunum. Hér er stórkostleg náttúra og umhverfi og hefur tekist vel upp með að endurbyggja hótelið eftir brunann. Það er líka gaman að segja frá því hve góða og skemmtilega stemningu hefur tekist að skapa í húsinu. Þetta getur ekki verið betra," segir Sigurður Skúli. Hin hótelin fjögur sem The Independent valdi, eru J Sweden í sænska skerjagarðinum, The Caves á Jamaíka, Portixol í Palma á Mallorca og Deseo í Mexíkó.
Ferðalög Snæfellsbær Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira