Börn skemmtilegri en áður 10. ágúst 2004 00:01 Börn sætta sig ekki lengur við að vera bara móttakendur og læra steinþegjandi þó að það hafi hentað okkur. Þetta er bara þróun en það er ekki hægt að segja að börnin hafi versnað. Ég mundi ekki taka undir það undir nokkrum kringumstæðum," segir Anna Sigríður Pétursdóttir, sem titluð er talkennari í símaskránni. Hún hefur langa reynslu af skólastarfi, hóf kennslu við Breiðholtsskóla 1973 og er að hefja sitt níunda ár sem aðstoðarskólastjóri þar. Um tíma sinnti hún einnig talkennslu í nokkrum skólum til viðbótar en hætti þegar henni fannst annríkið orðið um of. Þótt Anna Sigríður eða Anna Sigga eins og hún er oftast kölluð, sé enn á besta aldri hefur hún upplifað miklar breytingar innan grunnskólans. Skólaár og skóludagur hafa lengst, samræmdum prófum fjölgað og samsetning bekkja breyst. Fyrst var börnum raðað eftir getu, nú er blöndunin alger en áhersla lögð á einstaklingsmiðað nám og samvinnu nemenda, án aðgreiningar. Þá hefur sjálfstæði skóla aukist og þar með vald stjórnenda. Það líkar Önnu Siggu vel. "Skólar eru fráleitt allir eins og það er gott fyrir stjórnendur að geta hagað hlutunum eins og hentar þeirra skóla." Í Breiðholtsskóla standa breytingar fyrir dyrum. Anna Sigga lýsir þeim "Við lögðum stundatöfluna upp þannig núna að árgangar geti unnið saman og kennarar blandað hópum innan hvers árgangs. Þetta fyrirkomulag þekkist víða og útheimtir mikla samvinnu kennara." Eins og áður hefur komið fram er Anna Sigga ekki ein þeirra sem finnst allt á niðurleið í uppeldi þjóðarinnar. "Börnin eru að mörgu leyti skemmtilegri nú en áður. Þau eru frjálsari og hafa meiri þekkingu á ýmsu. Hinsvegar er áberandi í seinni tíð hvað börn eru hvatvís, ör og fljót að bregðast við áreiti," segir hún. Einnig bendir hún á að nú á tímum eigi öll börn rétt á að vera í skóla og séu þar, hvort sem þau falli inn í bekki eða ekki. Skóladagurinn sé langur og gamla stoðfjölskyldukerfið fyrir bí. Anna Sigga telur skólana reyna að laða sig að breyttum aðstæðum barnanna og þeim miðlum sem þau alist upp við. Allt sé gert til að hvert og eitt fái notið sinna hæfileika enda sé fræðslumiðstöðin búin að setja fram áætlun til tíu ára um stefnumiðaða kennsluhætti. En kalla þau markmið ekki á fleiri kennara? "Jú, þau kalla á fleira starfsfólk við skólana. Við erum með börn innan um sem þurfa alveg manninn með sér. Stefna stjórnvalda og fræðslumiðstöðvar er að vera með öll börn í skólanum og sinna þeim á þennan hátt en þá verður líka að gera það með þeim stæl að ekki þurfi að skammast sín fyrir það. Nám Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Börn sætta sig ekki lengur við að vera bara móttakendur og læra steinþegjandi þó að það hafi hentað okkur. Þetta er bara þróun en það er ekki hægt að segja að börnin hafi versnað. Ég mundi ekki taka undir það undir nokkrum kringumstæðum," segir Anna Sigríður Pétursdóttir, sem titluð er talkennari í símaskránni. Hún hefur langa reynslu af skólastarfi, hóf kennslu við Breiðholtsskóla 1973 og er að hefja sitt níunda ár sem aðstoðarskólastjóri þar. Um tíma sinnti hún einnig talkennslu í nokkrum skólum til viðbótar en hætti þegar henni fannst annríkið orðið um of. Þótt Anna Sigríður eða Anna Sigga eins og hún er oftast kölluð, sé enn á besta aldri hefur hún upplifað miklar breytingar innan grunnskólans. Skólaár og skóludagur hafa lengst, samræmdum prófum fjölgað og samsetning bekkja breyst. Fyrst var börnum raðað eftir getu, nú er blöndunin alger en áhersla lögð á einstaklingsmiðað nám og samvinnu nemenda, án aðgreiningar. Þá hefur sjálfstæði skóla aukist og þar með vald stjórnenda. Það líkar Önnu Siggu vel. "Skólar eru fráleitt allir eins og það er gott fyrir stjórnendur að geta hagað hlutunum eins og hentar þeirra skóla." Í Breiðholtsskóla standa breytingar fyrir dyrum. Anna Sigga lýsir þeim "Við lögðum stundatöfluna upp þannig núna að árgangar geti unnið saman og kennarar blandað hópum innan hvers árgangs. Þetta fyrirkomulag þekkist víða og útheimtir mikla samvinnu kennara." Eins og áður hefur komið fram er Anna Sigga ekki ein þeirra sem finnst allt á niðurleið í uppeldi þjóðarinnar. "Börnin eru að mörgu leyti skemmtilegri nú en áður. Þau eru frjálsari og hafa meiri þekkingu á ýmsu. Hinsvegar er áberandi í seinni tíð hvað börn eru hvatvís, ör og fljót að bregðast við áreiti," segir hún. Einnig bendir hún á að nú á tímum eigi öll börn rétt á að vera í skóla og séu þar, hvort sem þau falli inn í bekki eða ekki. Skóladagurinn sé langur og gamla stoðfjölskyldukerfið fyrir bí. Anna Sigga telur skólana reyna að laða sig að breyttum aðstæðum barnanna og þeim miðlum sem þau alist upp við. Allt sé gert til að hvert og eitt fái notið sinna hæfileika enda sé fræðslumiðstöðin búin að setja fram áætlun til tíu ára um stefnumiðaða kennsluhætti. En kalla þau markmið ekki á fleiri kennara? "Jú, þau kalla á fleira starfsfólk við skólana. Við erum með börn innan um sem þurfa alveg manninn með sér. Stefna stjórnvalda og fræðslumiðstöðvar er að vera með öll börn í skólanum og sinna þeim á þennan hátt en þá verður líka að gera það með þeim stæl að ekki þurfi að skammast sín fyrir það.
Nám Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira