Elskar japanskan mat 5. ágúst 2004 00:01 "Mér finnst alveg rosalega gaman að elda og það er eiginlega það skemmtilegasta sem ég geri," segir Melkorka Þuríður Huldudóttir, söngkona í hljómsveitinni Brúðarbandið. Melkorka skellti sér í vikufrí um daginn til Tókýó, höfuðborg Japans, með kærastanum. "Mér finnst japanskur matur algjört æði og alveg rosalega góður. En ég skildi samt ekkert í Japan og allir matseðlarnir voru á japönsku og því benti ég bara á eitthvað á matseðlinum og prófaði alls kyns mat. Einn daginn var ég að borða súpu og var næstum því búin að klára hana. Þá fann ég eitthvað skrýtið í botninum og það var frekar viðbjóðslegt. Ég komst nú aldrei að því hvað það var og kannski er það bara ágætt. Svo smakkaði ég meðal annars hráan smokkfisk í sushi. Hann er harður og viðbjóðslegur. Það var ekki nógu gott," segir Melkorka. "Það var líka svolítið spes í Japan að það voru skálar með plastmat í gluggunum á veitingastöðunum. Þar gat ég skoðað það sem var á matseðlinum. Þar voru til dæmis plastrækjur og annað plast-sushi sem var rosalega flott. Það skilja líka fáir ensku þannig að með þessu var mjög auðvelt að benda á það sem ég vildi," segir Melkorka sem eldar þó ekki mikið af japönskum mat. "Ég er búin að vera í skóla svo lengi þannig að ég er orðin vön því að vera fátæk. Þannig er ég orðin mjög góð í því að elda mat úr ekki neinu. Ég elda bara úr því sem er til og því hef ég ekki prófað að elda japanskan mat." Það er nóg að gera hjá Brúðarbandinu, nýbúnar að gefa út plötu og eru að skemmta á ýmsum stöðum. Samt náði Melkorka að skreppa til Japan og sér aldeilis ekki eftir því. "Tókýó er alveg rosalega "cool" og flott borg. Ég ferðaðist ekkert annað í Japan því Tókýó er alveg nóg. Það er alveg brjálæðisleg borg." lilja@frettabladid.is Matur Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Mér finnst alveg rosalega gaman að elda og það er eiginlega það skemmtilegasta sem ég geri," segir Melkorka Þuríður Huldudóttir, söngkona í hljómsveitinni Brúðarbandið. Melkorka skellti sér í vikufrí um daginn til Tókýó, höfuðborg Japans, með kærastanum. "Mér finnst japanskur matur algjört æði og alveg rosalega góður. En ég skildi samt ekkert í Japan og allir matseðlarnir voru á japönsku og því benti ég bara á eitthvað á matseðlinum og prófaði alls kyns mat. Einn daginn var ég að borða súpu og var næstum því búin að klára hana. Þá fann ég eitthvað skrýtið í botninum og það var frekar viðbjóðslegt. Ég komst nú aldrei að því hvað það var og kannski er það bara ágætt. Svo smakkaði ég meðal annars hráan smokkfisk í sushi. Hann er harður og viðbjóðslegur. Það var ekki nógu gott," segir Melkorka. "Það var líka svolítið spes í Japan að það voru skálar með plastmat í gluggunum á veitingastöðunum. Þar gat ég skoðað það sem var á matseðlinum. Þar voru til dæmis plastrækjur og annað plast-sushi sem var rosalega flott. Það skilja líka fáir ensku þannig að með þessu var mjög auðvelt að benda á það sem ég vildi," segir Melkorka sem eldar þó ekki mikið af japönskum mat. "Ég er búin að vera í skóla svo lengi þannig að ég er orðin vön því að vera fátæk. Þannig er ég orðin mjög góð í því að elda mat úr ekki neinu. Ég elda bara úr því sem er til og því hef ég ekki prófað að elda japanskan mat." Það er nóg að gera hjá Brúðarbandinu, nýbúnar að gefa út plötu og eru að skemmta á ýmsum stöðum. Samt náði Melkorka að skreppa til Japan og sér aldeilis ekki eftir því. "Tókýó er alveg rosalega "cool" og flott borg. Ég ferðaðist ekkert annað í Japan því Tókýó er alveg nóg. Það er alveg brjálæðisleg borg." lilja@frettabladid.is
Matur Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira