Sumarferðir til Þýskalands 4. ágúst 2004 00:01 Um leið og vorsólin fer að skína í München flykkjast Münchenarbúar út í sólina og nánast setjast að á útiveitingahúsum þar sem þeir teyga bæverskan bjór og njóta lífsins til hins ýtrasta. Í München eru 180 svokallaðir bjórgarðar þar sem ekki eingöngu er borinn fram bjór í lítrakrúsum (já, þetta er ekkert grín, bjórinn fæst ekki í minni einingum í dæmigerðum bjórgarði) en þar má fá hverskyns aðrar veitingar, mat og óáfenga drykki og fátt er notalegra en sitja kvöldstund með Bæverjum og njóta sérrétta þeirra og skemmtilegs félagsskapar því þeir eru opnir og taka gestum fagnandi. En það er ýmislegt fleira sem heillar við München. Þó hún hafi óneitanlega yfirbragð stórborgar er hún samt ekki stór og andrúmsloftið er hlýlegt og vinalegt. Borgin er iðagræn og einkennist af breiðstrætum með stórum torgum og fjölmörgum skrúðgörðum þar sem er gaman að ganga um í sumarblíðunni. Fyrir þá sem vilja gera ferðina að menningarferð er óendanlega margt í boði. Borgin er full af merkilegum söfnum og leikhúslífið blómstrar. Kvöldstund í öðru tveggja óperuhúsa borgarinnar er ógleymanleg og full ástæða til að kanna áður en farið er af stað hvaða sýningar eru í gangi. Markaðirnir í München erum margir og fjölbreyttir og Bæjarar, sem eru mikið gleðifólk, halda hátíðir af hverskyns tilefni þó frægust sé auðvitað Októberfestin. Frá München í Bæjaralandi geta leiðir svo legið til margra átta. Borgin er á einstökum ferðamannaslóðum, rétt norður af Alpafjöllum, og mikið af náttúruperlum í grennd við borgina. Auðvelt er að taka bílaleigubíl og aka suður í Alpana, fara í skoðunarferð að Starnbergvatni og heimsækja Schloss Neuschwanstein, einhvern frægasta kastala í heimi. Þá er freistandi að aka yfir til Austurríkis og skoða Arnarhreiður Adolfs Hitler. Beint flug er til München með Icelandair á þriðjudögum til 7. september. Ferðalög Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Um leið og vorsólin fer að skína í München flykkjast Münchenarbúar út í sólina og nánast setjast að á útiveitingahúsum þar sem þeir teyga bæverskan bjór og njóta lífsins til hins ýtrasta. Í München eru 180 svokallaðir bjórgarðar þar sem ekki eingöngu er borinn fram bjór í lítrakrúsum (já, þetta er ekkert grín, bjórinn fæst ekki í minni einingum í dæmigerðum bjórgarði) en þar má fá hverskyns aðrar veitingar, mat og óáfenga drykki og fátt er notalegra en sitja kvöldstund með Bæverjum og njóta sérrétta þeirra og skemmtilegs félagsskapar því þeir eru opnir og taka gestum fagnandi. En það er ýmislegt fleira sem heillar við München. Þó hún hafi óneitanlega yfirbragð stórborgar er hún samt ekki stór og andrúmsloftið er hlýlegt og vinalegt. Borgin er iðagræn og einkennist af breiðstrætum með stórum torgum og fjölmörgum skrúðgörðum þar sem er gaman að ganga um í sumarblíðunni. Fyrir þá sem vilja gera ferðina að menningarferð er óendanlega margt í boði. Borgin er full af merkilegum söfnum og leikhúslífið blómstrar. Kvöldstund í öðru tveggja óperuhúsa borgarinnar er ógleymanleg og full ástæða til að kanna áður en farið er af stað hvaða sýningar eru í gangi. Markaðirnir í München erum margir og fjölbreyttir og Bæjarar, sem eru mikið gleðifólk, halda hátíðir af hverskyns tilefni þó frægust sé auðvitað Októberfestin. Frá München í Bæjaralandi geta leiðir svo legið til margra átta. Borgin er á einstökum ferðamannaslóðum, rétt norður af Alpafjöllum, og mikið af náttúruperlum í grennd við borgina. Auðvelt er að taka bílaleigubíl og aka suður í Alpana, fara í skoðunarferð að Starnbergvatni og heimsækja Schloss Neuschwanstein, einhvern frægasta kastala í heimi. Þá er freistandi að aka yfir til Austurríkis og skoða Arnarhreiður Adolfs Hitler. Beint flug er til München með Icelandair á þriðjudögum til 7. september.
Ferðalög Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira