Ísbjarnarkjöt og þverskorin ýsa 29. júlí 2004 00:01 "Það jafnast ekkert á við heimabökuðu pitsuna okkar Massimos," segir Hörður Torfason tónlistarmaður, en í matargerðarlistinni opnaðist fyrir honum nýr heimur þegar hann kynntist ítölskum eiginmanni sínum. "Þá hækkaði gæðastaðallinn í minni matarmenningu verulega. Það var svo gaman að kynnast því hvernig menn leggja sig alla fram við matargerðina, setja upp svuntu, lesa uppskriftir og gefa sér svo þann tíma sem þarf til að elda matinn og ekki síst að njóta hans án þess að glápa á sjónvarp eða lesa blöð á meðan." Hörður og Massimo eru nýfluttir til Íslands frá London en Massimo er enn í útlandinu að ganga frá. Það hindrar þó ekki Hörð í að elda kvöldmat fyrir sig einan. "Ég myndi aldrei panta mér skyndimat," segir hann og bendir á að himinn og haf séu á milli heimagerðrar pitsu og hinnar sem maður pantar. Hann segist heldur ekkert sérstaklega djarfur að smakka óhefðbundinn mat. "Þegar við bjuggum í London, þar sem allt er til, vorum við duglegir að heimsækja veitingastaði og eltast við skemmtilegan mat og uppskriftir. Á framandi veitingastöðum fylgist ég með því sem hinir eru að panta og er óhræddur við að spyrja og fá útskýringar. En ég byrja alltaf á að skoða salernin," segir Hörður og hlær. "Ef þau eru illa þrifin fer ég út." Það óvenjulegasta sem Hörður hefur borðað er ísbjörn sem hann fékk í Finnlandi og það leiðinlegasta þverskorin ýsa. "Mig minnir að björninn hafi verið meyr og fínn, en ýsunni fékk ég nóg af í æsku eftir að hafa borðað hana fimm sinnum í viku í áraraðir." Nú er Hörður að undirbúa hausttónleikana sína í september sem verða þeir 28. í röðinni. "Það er líka ný plata á leiðinni," segir hann, "með svokölluðum I-land söngvum. Þeir fjalla um það sem gerist á mörkum heilahvelanna í sérhverjum manni, skapgerðarbrestina og fýlupokaganginn sem mér finnst alltaf svo gaman að gera góðlátlegt grín að. Sérviska mannanna er eilífðaruppspretta að nýjum og grátbroslegum textum," segir listamaðurinn og snýr sér við svo búið að matargerðinni á ný." edda@frettabladid.is Matur Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Það jafnast ekkert á við heimabökuðu pitsuna okkar Massimos," segir Hörður Torfason tónlistarmaður, en í matargerðarlistinni opnaðist fyrir honum nýr heimur þegar hann kynntist ítölskum eiginmanni sínum. "Þá hækkaði gæðastaðallinn í minni matarmenningu verulega. Það var svo gaman að kynnast því hvernig menn leggja sig alla fram við matargerðina, setja upp svuntu, lesa uppskriftir og gefa sér svo þann tíma sem þarf til að elda matinn og ekki síst að njóta hans án þess að glápa á sjónvarp eða lesa blöð á meðan." Hörður og Massimo eru nýfluttir til Íslands frá London en Massimo er enn í útlandinu að ganga frá. Það hindrar þó ekki Hörð í að elda kvöldmat fyrir sig einan. "Ég myndi aldrei panta mér skyndimat," segir hann og bendir á að himinn og haf séu á milli heimagerðrar pitsu og hinnar sem maður pantar. Hann segist heldur ekkert sérstaklega djarfur að smakka óhefðbundinn mat. "Þegar við bjuggum í London, þar sem allt er til, vorum við duglegir að heimsækja veitingastaði og eltast við skemmtilegan mat og uppskriftir. Á framandi veitingastöðum fylgist ég með því sem hinir eru að panta og er óhræddur við að spyrja og fá útskýringar. En ég byrja alltaf á að skoða salernin," segir Hörður og hlær. "Ef þau eru illa þrifin fer ég út." Það óvenjulegasta sem Hörður hefur borðað er ísbjörn sem hann fékk í Finnlandi og það leiðinlegasta þverskorin ýsa. "Mig minnir að björninn hafi verið meyr og fínn, en ýsunni fékk ég nóg af í æsku eftir að hafa borðað hana fimm sinnum í viku í áraraðir." Nú er Hörður að undirbúa hausttónleikana sína í september sem verða þeir 28. í röðinni. "Það er líka ný plata á leiðinni," segir hann, "með svokölluðum I-land söngvum. Þeir fjalla um það sem gerist á mörkum heilahvelanna í sérhverjum manni, skapgerðarbrestina og fýlupokaganginn sem mér finnst alltaf svo gaman að gera góðlátlegt grín að. Sérviska mannanna er eilífðaruppspretta að nýjum og grátbroslegum textum," segir listamaðurinn og snýr sér við svo búið að matargerðinni á ný." edda@frettabladid.is
Matur Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira