Rokkuð kúrekastígvél 28. júlí 2004 00:01 "Það sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér eru kúrekastígvélin mín sem ég keypti fyrir rúmlega tveim árum," segir Kristín Þórhalla Þórisdóttir, öðru nafni Kidda Rokk, en hún er einn af liðsmönnum í hljómsveitinni Rokkslæðan. "Ég fór til New York í maí 2002 og keypti tvo alveg æðislega hluti. Það voru kúrekastígvélin og gítarinn minn. Stígvélin voru reyndar dýrari en gítarinn. Það var ekki að gítarinn væri svona ódýr heldur voru stígvélin svona dýr. Þetta eru eðalfalleg stígvél og mér þykir mjög vænt um þau. Ég keypti þau á 5th Avenue og þau eru úr ekta kúrekaleðri," segir Kidda sem hafði lengi langað í kúrekastígvél. "Ég var stundum með í láni kúrekastígvél frá Guðveigu kántrísöngkonu. Ég fílaði þau rosalega vel og fann nýtt element í rokkinu. Síðan sá ég kúrekastígvélin út í New York og fannst þau svolítið rokk og rosalega flott og ákvað að kýla á það þó þau væru dýr. Ég sé sko ekki eftir því núna." Kidda er ekki aðeins frábær tónlistarmaður heldur er hún líka handlaginn smiður. "Ég smíða reyndar ekki í kúrekastígvélunum. Þau væru frekar asnaleg við bláu smíðabuxurnar. Stígvélin passa mjög vel við flott pils en ég er ekki þannig týpa. Ég er því yfirleitt í þeim við snjáðar gallabuxur sem er nú kannski rokkaðra. Það fer samt allt eftir hverjum og einum karakter því ég hef alveg séð stelpur í kúrekastígvélum í flottum pilsum," segir Kidda og bætir við að stígvélin séu líka frekar þægileg. "Ég nota kúrekastígvélin mjög mikið og spila iðulega í þeim. Það er gott að spila í þeim og þau eru voðalega þægileg." Ekki er mikið um að vera hjá Rokkslæðunni en þó spilar hún á stóra sviðinu á Gay Pride helginni eftir verslunarmannahelgi. Til að hita upp fyrir það er kvennaball á Þjóðleikhúskjallaranum kvöldið áður. "Það er svo sem ekki mikið að gera hjá Rokkslæðunni - við erum svona sparihljómsveit." lilja@frettabladid.is Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Það sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér eru kúrekastígvélin mín sem ég keypti fyrir rúmlega tveim árum," segir Kristín Þórhalla Þórisdóttir, öðru nafni Kidda Rokk, en hún er einn af liðsmönnum í hljómsveitinni Rokkslæðan. "Ég fór til New York í maí 2002 og keypti tvo alveg æðislega hluti. Það voru kúrekastígvélin og gítarinn minn. Stígvélin voru reyndar dýrari en gítarinn. Það var ekki að gítarinn væri svona ódýr heldur voru stígvélin svona dýr. Þetta eru eðalfalleg stígvél og mér þykir mjög vænt um þau. Ég keypti þau á 5th Avenue og þau eru úr ekta kúrekaleðri," segir Kidda sem hafði lengi langað í kúrekastígvél. "Ég var stundum með í láni kúrekastígvél frá Guðveigu kántrísöngkonu. Ég fílaði þau rosalega vel og fann nýtt element í rokkinu. Síðan sá ég kúrekastígvélin út í New York og fannst þau svolítið rokk og rosalega flott og ákvað að kýla á það þó þau væru dýr. Ég sé sko ekki eftir því núna." Kidda er ekki aðeins frábær tónlistarmaður heldur er hún líka handlaginn smiður. "Ég smíða reyndar ekki í kúrekastígvélunum. Þau væru frekar asnaleg við bláu smíðabuxurnar. Stígvélin passa mjög vel við flott pils en ég er ekki þannig týpa. Ég er því yfirleitt í þeim við snjáðar gallabuxur sem er nú kannski rokkaðra. Það fer samt allt eftir hverjum og einum karakter því ég hef alveg séð stelpur í kúrekastígvélum í flottum pilsum," segir Kidda og bætir við að stígvélin séu líka frekar þægileg. "Ég nota kúrekastígvélin mjög mikið og spila iðulega í þeim. Það er gott að spila í þeim og þau eru voðalega þægileg." Ekki er mikið um að vera hjá Rokkslæðunni en þó spilar hún á stóra sviðinu á Gay Pride helginni eftir verslunarmannahelgi. Til að hita upp fyrir það er kvennaball á Þjóðleikhúskjallaranum kvöldið áður. "Það er svo sem ekki mikið að gera hjá Rokkslæðunni - við erum svona sparihljómsveit." lilja@frettabladid.is
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira