Gönguleiðakort af landinu 28. júlí 2004 00:01 Öræfin við Snæfell - Landið sem hverfur ef... er nafnið á nýju gönguleiðakorti sem leiðsögumennirnir Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir hafa látið gera í góðri samvinnu við fróðleiksmenn fyrir austan. Það auðveldar fólki m.a. að skoða undraveröld Jöklu og 15 fossaröð í Jökulsá í Fljótsdal en hvor tveggja mun hverfa þegar Kárahnjúkavirkjun kemst í gagnið. Ásta heldur samt enn í vonina. "Þetta svæði er ekki tapað fyrr en Hálslón fyllist. Það er enn hægt að leiðrétta kúrsinn og hætta við," segir hún einörð. Þær Ásta og Ósk byrjuðu í fyrrasumar að fara með hópa um svæðið. "Við ætluðum upphaflega bara eina ferð en erum búnar að fara fjórar og sú fimmta verður farin 13. ágúst. Nú eru um 100 manns búnir að koma í Kringilsárrana fyrir okkar tilstuðlan en áður höfðu aðeins örfáir stigið þar fæti sínum," segir Ásta og lýsir Kringilsárrana nánar. "Þar er griðland hreindýra og gæsa og við hvert fótmál er fjöður, gæsaskítur eða hreindýraslóð. Svo er þar náttúrufyrirbærið hraukar sem einungis hefur fundist á tveimur öðrum stöðum í heiminum, á Eyjabökkum og Svalbarða." Fleira nefnir Ásta sem hún telur til náttúruminja á því svæði sem nýja kortið nær yfir. En hefði hún farið að skoða þetta land ef það væri ekki á leiðinni í kaf? Því svarar hún svo: "Ég furðaði mig mjög á því þegar ég fór þarna um í fyrsta skipti árið 2001 að ég hefði ekki vitað af þessum gersemum fyrr og enginn sagt mér frá þeim. En eftir fyrstu kynni heillast maður algerlega. Tengslin við náttúruna verða svo sterk." gun@frettabladid.is Ferðalög Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Öræfin við Snæfell - Landið sem hverfur ef... er nafnið á nýju gönguleiðakorti sem leiðsögumennirnir Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir hafa látið gera í góðri samvinnu við fróðleiksmenn fyrir austan. Það auðveldar fólki m.a. að skoða undraveröld Jöklu og 15 fossaröð í Jökulsá í Fljótsdal en hvor tveggja mun hverfa þegar Kárahnjúkavirkjun kemst í gagnið. Ásta heldur samt enn í vonina. "Þetta svæði er ekki tapað fyrr en Hálslón fyllist. Það er enn hægt að leiðrétta kúrsinn og hætta við," segir hún einörð. Þær Ásta og Ósk byrjuðu í fyrrasumar að fara með hópa um svæðið. "Við ætluðum upphaflega bara eina ferð en erum búnar að fara fjórar og sú fimmta verður farin 13. ágúst. Nú eru um 100 manns búnir að koma í Kringilsárrana fyrir okkar tilstuðlan en áður höfðu aðeins örfáir stigið þar fæti sínum," segir Ásta og lýsir Kringilsárrana nánar. "Þar er griðland hreindýra og gæsa og við hvert fótmál er fjöður, gæsaskítur eða hreindýraslóð. Svo er þar náttúrufyrirbærið hraukar sem einungis hefur fundist á tveimur öðrum stöðum í heiminum, á Eyjabökkum og Svalbarða." Fleira nefnir Ásta sem hún telur til náttúruminja á því svæði sem nýja kortið nær yfir. En hefði hún farið að skoða þetta land ef það væri ekki á leiðinni í kaf? Því svarar hún svo: "Ég furðaði mig mjög á því þegar ég fór þarna um í fyrsta skipti árið 2001 að ég hefði ekki vitað af þessum gersemum fyrr og enginn sagt mér frá þeim. En eftir fyrstu kynni heillast maður algerlega. Tengslin við náttúruna verða svo sterk." gun@frettabladid.is
Ferðalög Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira