Stærsta bankayfirtaka allra tíma 26. júlí 2004 00:01 Santander, stærsti banki Spánar og rómönsku Ameríku, hefur ákveðið að kaupa breska bankann Abbey National Plc. Kaupverðið er 8,3 milljarða punda sem samsvarar um einni billjón íslenskra króna og er þetta stærsta yfirtaka allra tíma á banka milli landa. Ennfremur er það mjög sjaldgæft að erlendur banki fái tækifæri til þess að komast inná eins arðsaman markað og sá breski hefur verið en ástæðuna má einkum rekja til þeirra vandamála sem Abbey hefur verið að glíma við. KB banki greinir frá þessu. Samkvæmt Santander munu kaupin gera bankann þann tíunda stærsta að markaðsvirði í heiminum. Á síðustu sjö árum hefur Santander tekið þátt í tugum yfirtaka, þ.á m. eru kaup hans á Banco Central Hispano árið 1999 að virði 12 milljarða evra. Árið 2002 keypti bankinn AKB Bank í Þýskalandi sem er stærsti bílalánveitandinn í landinu. Á þessu ári keypti Santander pólskt fjármögnunarfyrirtæki og greiddi um $514 miljónir fyrir DnB NOR ASA’s Elcon sem er norrænt kaupleigufyrirtæki sem sérhæfir sig í kaupleigum fyrir bíla. Kaupverðið er 1,7 sinnum bókfært virði en meðaltal þeirra tíu banka sem hafa verið keyptir á $1 milljarð og yfir á árinu er 2,6 svo verðið virðist í lægri kantinum miðað við það. Í dag klukkan 13:43 á íslenskum tíma höfðu hlutabréf Abbey lækkað um 3,4% í London en bréfin hækkuðu um 18% á föstudaginn. Þá höfðu hlutabréf Santander lækkað um 2,4%. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Santander, stærsti banki Spánar og rómönsku Ameríku, hefur ákveðið að kaupa breska bankann Abbey National Plc. Kaupverðið er 8,3 milljarða punda sem samsvarar um einni billjón íslenskra króna og er þetta stærsta yfirtaka allra tíma á banka milli landa. Ennfremur er það mjög sjaldgæft að erlendur banki fái tækifæri til þess að komast inná eins arðsaman markað og sá breski hefur verið en ástæðuna má einkum rekja til þeirra vandamála sem Abbey hefur verið að glíma við. KB banki greinir frá þessu. Samkvæmt Santander munu kaupin gera bankann þann tíunda stærsta að markaðsvirði í heiminum. Á síðustu sjö árum hefur Santander tekið þátt í tugum yfirtaka, þ.á m. eru kaup hans á Banco Central Hispano árið 1999 að virði 12 milljarða evra. Árið 2002 keypti bankinn AKB Bank í Þýskalandi sem er stærsti bílalánveitandinn í landinu. Á þessu ári keypti Santander pólskt fjármögnunarfyrirtæki og greiddi um $514 miljónir fyrir DnB NOR ASA’s Elcon sem er norrænt kaupleigufyrirtæki sem sérhæfir sig í kaupleigum fyrir bíla. Kaupverðið er 1,7 sinnum bókfært virði en meðaltal þeirra tíu banka sem hafa verið keyptir á $1 milljarð og yfir á árinu er 2,6 svo verðið virðist í lægri kantinum miðað við það. Í dag klukkan 13:43 á íslenskum tíma höfðu hlutabréf Abbey lækkað um 3,4% í London en bréfin hækkuðu um 18% á föstudaginn. Þá höfðu hlutabréf Santander lækkað um 2,4%.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira