Stærsta bankayfirtaka allra tíma 26. júlí 2004 00:01 Santander, stærsti banki Spánar og rómönsku Ameríku, hefur ákveðið að kaupa breska bankann Abbey National Plc. Kaupverðið er 8,3 milljarða punda sem samsvarar um einni billjón íslenskra króna og er þetta stærsta yfirtaka allra tíma á banka milli landa. Ennfremur er það mjög sjaldgæft að erlendur banki fái tækifæri til þess að komast inná eins arðsaman markað og sá breski hefur verið en ástæðuna má einkum rekja til þeirra vandamála sem Abbey hefur verið að glíma við. KB banki greinir frá þessu. Samkvæmt Santander munu kaupin gera bankann þann tíunda stærsta að markaðsvirði í heiminum. Á síðustu sjö árum hefur Santander tekið þátt í tugum yfirtaka, þ.á m. eru kaup hans á Banco Central Hispano árið 1999 að virði 12 milljarða evra. Árið 2002 keypti bankinn AKB Bank í Þýskalandi sem er stærsti bílalánveitandinn í landinu. Á þessu ári keypti Santander pólskt fjármögnunarfyrirtæki og greiddi um $514 miljónir fyrir DnB NOR ASA’s Elcon sem er norrænt kaupleigufyrirtæki sem sérhæfir sig í kaupleigum fyrir bíla. Kaupverðið er 1,7 sinnum bókfært virði en meðaltal þeirra tíu banka sem hafa verið keyptir á $1 milljarð og yfir á árinu er 2,6 svo verðið virðist í lægri kantinum miðað við það. Í dag klukkan 13:43 á íslenskum tíma höfðu hlutabréf Abbey lækkað um 3,4% í London en bréfin hækkuðu um 18% á föstudaginn. Þá höfðu hlutabréf Santander lækkað um 2,4%. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Santander, stærsti banki Spánar og rómönsku Ameríku, hefur ákveðið að kaupa breska bankann Abbey National Plc. Kaupverðið er 8,3 milljarða punda sem samsvarar um einni billjón íslenskra króna og er þetta stærsta yfirtaka allra tíma á banka milli landa. Ennfremur er það mjög sjaldgæft að erlendur banki fái tækifæri til þess að komast inná eins arðsaman markað og sá breski hefur verið en ástæðuna má einkum rekja til þeirra vandamála sem Abbey hefur verið að glíma við. KB banki greinir frá þessu. Samkvæmt Santander munu kaupin gera bankann þann tíunda stærsta að markaðsvirði í heiminum. Á síðustu sjö árum hefur Santander tekið þátt í tugum yfirtaka, þ.á m. eru kaup hans á Banco Central Hispano árið 1999 að virði 12 milljarða evra. Árið 2002 keypti bankinn AKB Bank í Þýskalandi sem er stærsti bílalánveitandinn í landinu. Á þessu ári keypti Santander pólskt fjármögnunarfyrirtæki og greiddi um $514 miljónir fyrir DnB NOR ASA’s Elcon sem er norrænt kaupleigufyrirtæki sem sérhæfir sig í kaupleigum fyrir bíla. Kaupverðið er 1,7 sinnum bókfært virði en meðaltal þeirra tíu banka sem hafa verið keyptir á $1 milljarð og yfir á árinu er 2,6 svo verðið virðist í lægri kantinum miðað við það. Í dag klukkan 13:43 á íslenskum tíma höfðu hlutabréf Abbey lækkað um 3,4% í London en bréfin hækkuðu um 18% á föstudaginn. Þá höfðu hlutabréf Santander lækkað um 2,4%.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira