Er með líkamsrækt á heilanum 26. júlí 2004 00:01 "Ég er með líkamsrækt á heilanum, hvorki meira né minna. Það finnst að minnsta kosti sumum í kring um mig," segir Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður þegar hún er beðin að lýsa aðeins sínum lífsstíl. "Ég fer að jafnaði þrisvar í viku í ræktina, hef gert það síðustu fimm árin. Svo stefni ég á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst eins og ég hef gert síðustu þrjú árin," heldur hún áfram. Hún kveðst hafa hlaupið mikið frá því hún var krakki og það henti henni vel. Stundum hlaupi hún eftir ganginum í vinnunni hjá sér, bara af þörf. Annars sé hún fyrst og fremst í spinning. "Þessir hjólatímar finnst mér skemmtilegastir af öllu skemmtilegu. Bæði vegna hreyfingarinnar sjálfrar og meðan ég hamast þar tekst mér að einbeita mér svo vel, vinna hugmyndavinnu og fá útrás fyrir umframorku og annað sem þarf útrás. Líkamlega og andlega líðanin helst í hendur og maður er í banastuði þegar maður er búinn í svona tíma." En hvað um mataræðið. Skyldi Guðrún bara borða hollan mat? "Já, ég reyni það nú en reyndar er upp og ofan hvernig það gengur. Stundum missi ég mig í eitthvað gott, keypti til dæmis sælgæti á hverju kvöldi þegar ég var í útilegu um daginn austur í Skaftafelli og fæ mér tertur í afmælis-og fermingarveislum. En þegar ég geri innkaup fyrir heimilið kaupi ég yfirleitt bara léttan og hollan mat." Þegar hún er spurð nánar út í Skaftafellsdvölina kemur í ljós að hún gerði sér lítið fyrir og gekk á Hvannadalshnjúk einn daginn. "Já, ég hef svolítið verið í fjallgöngum í sumar og "fíla" það rosalega vel," segir hún og það verða lokaorðin. gun@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Ég er með líkamsrækt á heilanum, hvorki meira né minna. Það finnst að minnsta kosti sumum í kring um mig," segir Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður þegar hún er beðin að lýsa aðeins sínum lífsstíl. "Ég fer að jafnaði þrisvar í viku í ræktina, hef gert það síðustu fimm árin. Svo stefni ég á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst eins og ég hef gert síðustu þrjú árin," heldur hún áfram. Hún kveðst hafa hlaupið mikið frá því hún var krakki og það henti henni vel. Stundum hlaupi hún eftir ganginum í vinnunni hjá sér, bara af þörf. Annars sé hún fyrst og fremst í spinning. "Þessir hjólatímar finnst mér skemmtilegastir af öllu skemmtilegu. Bæði vegna hreyfingarinnar sjálfrar og meðan ég hamast þar tekst mér að einbeita mér svo vel, vinna hugmyndavinnu og fá útrás fyrir umframorku og annað sem þarf útrás. Líkamlega og andlega líðanin helst í hendur og maður er í banastuði þegar maður er búinn í svona tíma." En hvað um mataræðið. Skyldi Guðrún bara borða hollan mat? "Já, ég reyni það nú en reyndar er upp og ofan hvernig það gengur. Stundum missi ég mig í eitthvað gott, keypti til dæmis sælgæti á hverju kvöldi þegar ég var í útilegu um daginn austur í Skaftafelli og fæ mér tertur í afmælis-og fermingarveislum. En þegar ég geri innkaup fyrir heimilið kaupi ég yfirleitt bara léttan og hollan mat." Þegar hún er spurð nánar út í Skaftafellsdvölina kemur í ljós að hún gerði sér lítið fyrir og gekk á Hvannadalshnjúk einn daginn. "Já, ég hef svolítið verið í fjallgöngum í sumar og "fíla" það rosalega vel," segir hún og það verða lokaorðin. gun@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“