Stærsta kvikmynd Íslandssögunnar 23. júlí 2004 00:01 Leikarinn Gerard Butler hefur verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Bjólfskviðu sem fer í tökur hér á landi þann 16. ágúst næstkomandi. Beowulf and Grendel, eins og kvikmyndin nefnist á ensku, er án efa langstærsta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Áætlaður kostnaður við myndina er 12,6 milljónir dollara en til samanburðar má geta þess að flestar íslenskar kvikmyndir kosta um 2 milljónir dollara. Það er Friðrik Þór Friðriksson sem framleiðir kvikmyndina ásamt breska fyrirtækinu Spice Factory og kanadíska fyrirtækinu The Film Works en áætlað er að um 300 manns starfi að kvikmyndinni. Breski leikarinn Gerard Butler á meðal annars að baki hlutverk í bíómyndunum Timeline og Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life en í desember er væntanleg stór söngleikjamynd þar sem leikarinn er í aðalhlutverki. Myndin nefnist The Phantom of the Opera og byggir á hinum sívinsæla söngleik Andrew Lloyd Webber. Talið er líklegt að Gerard Butler skjótist upp á stjörnuhimininn eftir The Phantom of the Opera en myndin, sem er í leikstjórn Joels Schumacher, meðal annars þekktur fyrir 8MM, Batman & Robin og The Client, er aðaljólamyndin í ár og með Gerard Butler í broddi fylkingar ætti stórmyndin að greiða leiðina fyrir Bjólfskviðu. Íslenski leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hefur einnig verið ráðinn til að fara með stórt hlutverk í Bjólfskviðu ásamt hinni 25 ára gömlu Söruh Polley sem fer með stærsta kvenhlutverkið í myndinni. Sarah Polley er kanadísk leikkona sem á, þrátt fyrir ungan aldur, yfir 40 kvikmyndir að baki enda hóf hún feril sinn aðeins sex ára gömul. Kvikmyndin er byggð á Bjólfskviðu sem er fornenskt kvæði sem er talið hafa varðveist frá fyrri hluta 8. aldar. Kvæðið er meðal annars talið hafa verið innblástur fyrir J.R. Tolkien að Hringadróttinssögu. Það er greinilegt að Íslendingar eru með puttann á púlsinum þessa dagana því Hollywood-gengið hjá Warner Bros-kvikmyndum hafa gefið út að þeir séu einnig að stefna á kvikmynd byggða á Bjólfskviðu. Íslendingar verða þó fyrri til að búa til kvikmynd upp úr þessu forna enska kvæði en tæpir þrír mánuðir eru áætlaðir í tökur nú á haustmánuðum og áætluð frumsýning er á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2005. Tökur á Bjólfskviðu fara aðallega fram í Vík í Mýrdal og Höfn í Hornafirði og ef allt fer að óskum stefnir í að Bjólfskviða verði ein stærsta Íslandskynning sem um hefur getið. Því þó að Bjólfskviða sé skotin á ensku og framleidd með alþjóðlegu fjármagni verður öll kvikmyndin tekin hér á landi og verður íslensk náttúra, landslag og saga í aðalhlutverki væntanlegrar stórmyndar. Leikstjóri kvikmyndarinnar, Sturla Gunnarsson, er jafnframt íslenskur en Sturla flutti til Kanada aðeins fimm ára gamall og hefur starfað alla sína ævi í Norður-Ameríku og Kanada en þar hefur hann leikstýrt fjöldamörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Menning Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikarinn Gerard Butler hefur verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Bjólfskviðu sem fer í tökur hér á landi þann 16. ágúst næstkomandi. Beowulf and Grendel, eins og kvikmyndin nefnist á ensku, er án efa langstærsta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Áætlaður kostnaður við myndina er 12,6 milljónir dollara en til samanburðar má geta þess að flestar íslenskar kvikmyndir kosta um 2 milljónir dollara. Það er Friðrik Þór Friðriksson sem framleiðir kvikmyndina ásamt breska fyrirtækinu Spice Factory og kanadíska fyrirtækinu The Film Works en áætlað er að um 300 manns starfi að kvikmyndinni. Breski leikarinn Gerard Butler á meðal annars að baki hlutverk í bíómyndunum Timeline og Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life en í desember er væntanleg stór söngleikjamynd þar sem leikarinn er í aðalhlutverki. Myndin nefnist The Phantom of the Opera og byggir á hinum sívinsæla söngleik Andrew Lloyd Webber. Talið er líklegt að Gerard Butler skjótist upp á stjörnuhimininn eftir The Phantom of the Opera en myndin, sem er í leikstjórn Joels Schumacher, meðal annars þekktur fyrir 8MM, Batman & Robin og The Client, er aðaljólamyndin í ár og með Gerard Butler í broddi fylkingar ætti stórmyndin að greiða leiðina fyrir Bjólfskviðu. Íslenski leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hefur einnig verið ráðinn til að fara með stórt hlutverk í Bjólfskviðu ásamt hinni 25 ára gömlu Söruh Polley sem fer með stærsta kvenhlutverkið í myndinni. Sarah Polley er kanadísk leikkona sem á, þrátt fyrir ungan aldur, yfir 40 kvikmyndir að baki enda hóf hún feril sinn aðeins sex ára gömul. Kvikmyndin er byggð á Bjólfskviðu sem er fornenskt kvæði sem er talið hafa varðveist frá fyrri hluta 8. aldar. Kvæðið er meðal annars talið hafa verið innblástur fyrir J.R. Tolkien að Hringadróttinssögu. Það er greinilegt að Íslendingar eru með puttann á púlsinum þessa dagana því Hollywood-gengið hjá Warner Bros-kvikmyndum hafa gefið út að þeir séu einnig að stefna á kvikmynd byggða á Bjólfskviðu. Íslendingar verða þó fyrri til að búa til kvikmynd upp úr þessu forna enska kvæði en tæpir þrír mánuðir eru áætlaðir í tökur nú á haustmánuðum og áætluð frumsýning er á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2005. Tökur á Bjólfskviðu fara aðallega fram í Vík í Mýrdal og Höfn í Hornafirði og ef allt fer að óskum stefnir í að Bjólfskviða verði ein stærsta Íslandskynning sem um hefur getið. Því þó að Bjólfskviða sé skotin á ensku og framleidd með alþjóðlegu fjármagni verður öll kvikmyndin tekin hér á landi og verður íslensk náttúra, landslag og saga í aðalhlutverki væntanlegrar stórmyndar. Leikstjóri kvikmyndarinnar, Sturla Gunnarsson, er jafnframt íslenskur en Sturla flutti til Kanada aðeins fimm ára gamall og hefur starfað alla sína ævi í Norður-Ameríku og Kanada en þar hefur hann leikstýrt fjöldamörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Menning Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira