Sama húfan, betri tónlist 20. júlí 2004 00:01 Ég skal alveg viðurkenna það að Badly Drawn Boy hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér til þessa. Svo eftir að ég hafði rennt þessari plötu hans einu sinni í gegn var ég alveg hissa hversu lítið ég mundi eftir af henni. Hún bara rann í gegn, jafn þægilega og lækjarniður í sveitinni án þess að maður gæfi henni neinn sérstakan gaum. Eins og þeir þekkja sem búa í sveitinni þá verður lækjaniðurinn svo mikilvægur hluti af tilveru þeirra. Get nú kannski ekki alveg sagt það sama um þessa plötu, en hún náði svo sannarlega að nálgast mig á réttan hátt. Rólega, og þægilega eins og köttur sem vill bara láta strjúka sér. Ég lét undan og renndi fingrum mínum eftir loðnum felldi Badly Drawn Boy og við urðum bara nokkuð vinalegir. Á One Plus One is One sýnir kappinn á sér nokkrar hliðar. Hann fer dýpra ofan í þjóðlagahefðina en hann hefur gert áður en gleymir ekki að semja grípandi lög. Hikar ekki við að nota banjó, harmonikur, flautur eða önnur lífræn hljóðfæri. Píanóið er mjög áberandi á plötunni. Þá er spilað á það eins og er gert á barnum, ekki eins og í ballöðunum. Badly Drawn Boy er hæfileikaríkur köttur og gott ef hann hljómar ekki bara nokkuð hamingjusamur á þessari plötu. Lífið hefur líka leikið við hann frá því að frumraun hans, The Hour of the Bewilderbeast, kom út fyrir fjórum árum síðan. Þá var hann trúbadúr sem fann ekki alveg sinn stað, en í dag er hann atvinnutónlistarmaður og vel virtur í heimalandinu. Enda er hann álíka jafn breskur og fiskur með kartöflum. Þessi nýjasta afurð Badly Drawn Boy inniheldur allt það besta sem ég hef heyrt frá lopahúfumanninum loðna. Birgir Örn Steinarsson Badly Drawn Boy: One Plus One is One Tónlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Hneig niður í miðju lagi Tónlist Fleiri fréttir Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Ég skal alveg viðurkenna það að Badly Drawn Boy hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér til þessa. Svo eftir að ég hafði rennt þessari plötu hans einu sinni í gegn var ég alveg hissa hversu lítið ég mundi eftir af henni. Hún bara rann í gegn, jafn þægilega og lækjarniður í sveitinni án þess að maður gæfi henni neinn sérstakan gaum. Eins og þeir þekkja sem búa í sveitinni þá verður lækjaniðurinn svo mikilvægur hluti af tilveru þeirra. Get nú kannski ekki alveg sagt það sama um þessa plötu, en hún náði svo sannarlega að nálgast mig á réttan hátt. Rólega, og þægilega eins og köttur sem vill bara láta strjúka sér. Ég lét undan og renndi fingrum mínum eftir loðnum felldi Badly Drawn Boy og við urðum bara nokkuð vinalegir. Á One Plus One is One sýnir kappinn á sér nokkrar hliðar. Hann fer dýpra ofan í þjóðlagahefðina en hann hefur gert áður en gleymir ekki að semja grípandi lög. Hikar ekki við að nota banjó, harmonikur, flautur eða önnur lífræn hljóðfæri. Píanóið er mjög áberandi á plötunni. Þá er spilað á það eins og er gert á barnum, ekki eins og í ballöðunum. Badly Drawn Boy er hæfileikaríkur köttur og gott ef hann hljómar ekki bara nokkuð hamingjusamur á þessari plötu. Lífið hefur líka leikið við hann frá því að frumraun hans, The Hour of the Bewilderbeast, kom út fyrir fjórum árum síðan. Þá var hann trúbadúr sem fann ekki alveg sinn stað, en í dag er hann atvinnutónlistarmaður og vel virtur í heimalandinu. Enda er hann álíka jafn breskur og fiskur með kartöflum. Þessi nýjasta afurð Badly Drawn Boy inniheldur allt það besta sem ég hef heyrt frá lopahúfumanninum loðna. Birgir Örn Steinarsson Badly Drawn Boy: One Plus One is One
Tónlist Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Hneig niður í miðju lagi Tónlist Fleiri fréttir Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira