Tíu ráð varðandi útsölur 14. júlí 2004 00:01 Tíu ráð til að hafa bak við eyrað 1. Slepptu ruslinu. Alls ekki fara í þær verslanir sem þú veist að selja ekkert sem þér líst á. Farðu í uppáhaldsbúðirnar þínar og láttu þar við sitja. Það er bara pirrandi að standa í óþarfa rápi. 2. Ekki láta gabba þig. Ekki kaupa eitthvað bara út af því að það er á útsölu. Ekki láta skilti eins og "50--70 prósent afsláttur" eða "Allt á að seljast" trufla þig. 3. Vertu hagsýn/n. Ekki kaupa eitthvað sem fer úr tísku um leið og haustið skellur á. Reyndu að kaupa þér klassískar flíkur sem þú getur alltaf notað. Mundu að verslunareigendur halda einmitt útsölur til að losa sig við fötin sem eru ekki í tísku og rýma til fyrir tískufatnaði. 4. Ekki láta fólk trufla þig. Taktu þér þinn tíma þó margir séu að bíða eftir mátunarklefanum. Mátaðu allt almennilega og vertu viss um að þetta sé það sem þú vilt. Stundum verður fólk frekt og pirrað á útsölu en ekki falla í þá gildru. Haltu ró þinni og þá verða allir miklu ánægðari -- þar með talið þú. 5. Ekki kaupa sandala og sumarskó. Reyndu að finna góða skó sem þú getur líka notað á veturna. Sandalar eyðileggjast fljótt og því ekki vænlegur kostur hér á Klakanum. 6. Ekki fara um helgar. Reyndu að fara fyrripartinn í verslunarleiðangur og þá á virkum dögum. Best er náttúrlega að fara um leið og verslunin opnar því þá er enginn á stjá. Þá áttu verslunina fyrir þig og getur mátað allt sem hugurinn girnist. 7. Láttu þér líða vel. Ef það er of heitt og sveitt í verslunum og röðin of löng í mátunarklefann, farðu þá bara heim. Það er allt í lagi þó þú finnir ekki eitthvað. Það kemur dagur eftir þennan dag. 8. Ekki eyða tíma. Vertu ekki of lengi í sömu versluninni -- þá gæti þér farið að langa í eitthvað sem þú þarft ekki. Skannaðu verslunina fljótt en örugglega, mátaðu ef þú sérð eitthvað eða drífðu þig einfaldlega út. 9. Fáðu þér að borða. Ekki fara glorsoltin/n á útsölur. Fáðu þér gott í gogginn á undan og hafðu svo eitthvað orkuhvetjandi við höndina. Sestu síðan niður eftir útsölutörnina og fáðu þér gómsæta köku, ís eða kaffibolla. 10. Gríptu tækifærið. Útsölur eru frábærar þegar maður finnur eitthvað. Ef þú finnur eitthvað sem smellpassar og þér finnst alveg dúndurflott þá skelltu þér á það. Þó það sé tískubóla eða sumarvara -- ef að þér líður vel þá er um að gera að grípa tækifærið. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Tíu ráð til að hafa bak við eyrað 1. Slepptu ruslinu. Alls ekki fara í þær verslanir sem þú veist að selja ekkert sem þér líst á. Farðu í uppáhaldsbúðirnar þínar og láttu þar við sitja. Það er bara pirrandi að standa í óþarfa rápi. 2. Ekki láta gabba þig. Ekki kaupa eitthvað bara út af því að það er á útsölu. Ekki láta skilti eins og "50--70 prósent afsláttur" eða "Allt á að seljast" trufla þig. 3. Vertu hagsýn/n. Ekki kaupa eitthvað sem fer úr tísku um leið og haustið skellur á. Reyndu að kaupa þér klassískar flíkur sem þú getur alltaf notað. Mundu að verslunareigendur halda einmitt útsölur til að losa sig við fötin sem eru ekki í tísku og rýma til fyrir tískufatnaði. 4. Ekki láta fólk trufla þig. Taktu þér þinn tíma þó margir séu að bíða eftir mátunarklefanum. Mátaðu allt almennilega og vertu viss um að þetta sé það sem þú vilt. Stundum verður fólk frekt og pirrað á útsölu en ekki falla í þá gildru. Haltu ró þinni og þá verða allir miklu ánægðari -- þar með talið þú. 5. Ekki kaupa sandala og sumarskó. Reyndu að finna góða skó sem þú getur líka notað á veturna. Sandalar eyðileggjast fljótt og því ekki vænlegur kostur hér á Klakanum. 6. Ekki fara um helgar. Reyndu að fara fyrripartinn í verslunarleiðangur og þá á virkum dögum. Best er náttúrlega að fara um leið og verslunin opnar því þá er enginn á stjá. Þá áttu verslunina fyrir þig og getur mátað allt sem hugurinn girnist. 7. Láttu þér líða vel. Ef það er of heitt og sveitt í verslunum og röðin of löng í mátunarklefann, farðu þá bara heim. Það er allt í lagi þó þú finnir ekki eitthvað. Það kemur dagur eftir þennan dag. 8. Ekki eyða tíma. Vertu ekki of lengi í sömu versluninni -- þá gæti þér farið að langa í eitthvað sem þú þarft ekki. Skannaðu verslunina fljótt en örugglega, mátaðu ef þú sérð eitthvað eða drífðu þig einfaldlega út. 9. Fáðu þér að borða. Ekki fara glorsoltin/n á útsölur. Fáðu þér gott í gogginn á undan og hafðu svo eitthvað orkuhvetjandi við höndina. Sestu síðan niður eftir útsölutörnina og fáðu þér gómsæta köku, ís eða kaffibolla. 10. Gríptu tækifærið. Útsölur eru frábærar þegar maður finnur eitthvað. Ef þú finnur eitthvað sem smellpassar og þér finnst alveg dúndurflott þá skelltu þér á það. Þó það sé tískubóla eða sumarvara -- ef að þér líður vel þá er um að gera að grípa tækifærið.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira