Skoraði sjálfa sig á hólm 14. júlí 2004 00:01 "Ég var í ballett í þrettán ár en ætlaði mér aldrei að verða dansari, þetta var meira svona grafalvarlegt hobbý," segir Margrét Bjarnadóttir sem heldur til Hollands í haust í danshöfundanám. "Fyrir fjórum árum hætti ég í dansinum og fór aðeins að ferðast um heiminn og snúa mér að allt öðrum hlutum. Ég var svolítið hrokafull og gaf út stórar yfirlýsingar þegar ég hætti að dansa. Mér fannst þá frekar hallærislegt að læra að verða danshöfundur og fannst að ég gæti allt eins stofnað bílskúrsdanshóp og gert allt upp á eigin spýtur ef ég vildi leggja þetta fyrir mig. Það sama fannst mér gilda um nám í myndlist og skapandi skrifum en svo þroskaðist ég sem betur fer og ákvað skora mig á hólm." Margrét sótti um dansskóla í Amsterdam og Arnhem. "Ég ætlaði upphaflega bara að sækja um einn skóla í Amsterdam en svo opnaði ég spakmælabók, kannski til að leita svara. Ég lokaði augunum og benti á spakmæli frá Hawai sem hljómaði svona. "Til eru fleiri en einn dansskóli," segir Margrét og hlær. "Maður verður svo hjátrúarfullur í svona ferli og mér fannst ekki annað hægt en að taka mark á bókinni fyrst hún setti þetta fram á svona einfaldan hátt. Ég sótti því líka um skóla í Arnhem í Hollandi og ætla að fara þangað jafnvel þó ég sé ekki búin að fá svarið frá Amsterdam. Það er mikið að gerast í listum í Hollandi og ég hlakka til að fá að velta mér upp úr klisjum, gera mistök og halda áfram að þroskast í námi í nýju landi." Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég var í ballett í þrettán ár en ætlaði mér aldrei að verða dansari, þetta var meira svona grafalvarlegt hobbý," segir Margrét Bjarnadóttir sem heldur til Hollands í haust í danshöfundanám. "Fyrir fjórum árum hætti ég í dansinum og fór aðeins að ferðast um heiminn og snúa mér að allt öðrum hlutum. Ég var svolítið hrokafull og gaf út stórar yfirlýsingar þegar ég hætti að dansa. Mér fannst þá frekar hallærislegt að læra að verða danshöfundur og fannst að ég gæti allt eins stofnað bílskúrsdanshóp og gert allt upp á eigin spýtur ef ég vildi leggja þetta fyrir mig. Það sama fannst mér gilda um nám í myndlist og skapandi skrifum en svo þroskaðist ég sem betur fer og ákvað skora mig á hólm." Margrét sótti um dansskóla í Amsterdam og Arnhem. "Ég ætlaði upphaflega bara að sækja um einn skóla í Amsterdam en svo opnaði ég spakmælabók, kannski til að leita svara. Ég lokaði augunum og benti á spakmæli frá Hawai sem hljómaði svona. "Til eru fleiri en einn dansskóli," segir Margrét og hlær. "Maður verður svo hjátrúarfullur í svona ferli og mér fannst ekki annað hægt en að taka mark á bókinni fyrst hún setti þetta fram á svona einfaldan hátt. Ég sótti því líka um skóla í Arnhem í Hollandi og ætla að fara þangað jafnvel þó ég sé ekki búin að fá svarið frá Amsterdam. Það er mikið að gerast í listum í Hollandi og ég hlakka til að fá að velta mér upp úr klisjum, gera mistök og halda áfram að þroskast í námi í nýju landi."
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira