Hjálmar draga úr slysahættu 12. júlí 2004 00:01 "Hingað kemur fólk með ýmsa áverka eftir reiðhjólaslys, skrámur, meiðsl og beinbrot. Jafnvel alvarlega höfuðáverka en það er sem betur fer sjaldgæft," segir Jón Baldursson, yfirlæknir á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hann segir alltaf meira um reiðhjólaslys á sumrin en á öðrum árstímum enda noti fólk hjólin meira þá. Engar tölur liggja þó fyrir um tíðni þeirra á deildinni en tilfinning Jóns er sú að þeir sem noti hjálma sleppi betur frá þeim en hinir. "Það er aldrei of brýnt fyrir hjólreiðafólki að nota hjálma en mér virðist mikill misbrestur á því, einkum meðal unglinga og fullorðinna," segir hann. Jón telur börnin standa sig mun betur í þessu efni og þeir sem teljist ábyrgir foreldrar sýni gjarnan gott fordæmi og noti hjálma líka, að minnsta kosti þegar þeir séu úti að hjóla með börnunum. Lög á Íslandi kveða á um skyldu barna 15 ára og yngri til að nota reiðhjólahjálma. Þau lög voru sett fyrir hækkun sjálfræðisaldursins upp í 18 ár og voru vissulega til mikilla bóta. Börnum er hættara við slysum en fullorðnum fyrir margra hluta sakir. Þau skortir dómgreind hinna eldri, þau bera síður fyrir sig hendurnar og höfuð þeirra er þungt í hlutfalli við búkinn. Hjálmar eru samt nauðsynlegt öryggistæki fyrir hjólreiðafólk á öllum aldri að mati Jóns Baldurssonar læknis. Reiðhjólið telur hann hollt og gott farartæki og mælir með notkun þess í stað þess að ferðast um í bíl, menga andrúmsloftið og detta úr þjálfun. "Mitt hjól stendur hér fyrir utan en ég hef hjálminn inni," segir hann og kveðst búinn að nota hjólið í 15 ár. "Ég byrjaði meira að segja áður en það komst í tísku," segir hann að lokum og heldur svo áfram að hlynna að slösuðum. Heilsa Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
"Hingað kemur fólk með ýmsa áverka eftir reiðhjólaslys, skrámur, meiðsl og beinbrot. Jafnvel alvarlega höfuðáverka en það er sem betur fer sjaldgæft," segir Jón Baldursson, yfirlæknir á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hann segir alltaf meira um reiðhjólaslys á sumrin en á öðrum árstímum enda noti fólk hjólin meira þá. Engar tölur liggja þó fyrir um tíðni þeirra á deildinni en tilfinning Jóns er sú að þeir sem noti hjálma sleppi betur frá þeim en hinir. "Það er aldrei of brýnt fyrir hjólreiðafólki að nota hjálma en mér virðist mikill misbrestur á því, einkum meðal unglinga og fullorðinna," segir hann. Jón telur börnin standa sig mun betur í þessu efni og þeir sem teljist ábyrgir foreldrar sýni gjarnan gott fordæmi og noti hjálma líka, að minnsta kosti þegar þeir séu úti að hjóla með börnunum. Lög á Íslandi kveða á um skyldu barna 15 ára og yngri til að nota reiðhjólahjálma. Þau lög voru sett fyrir hækkun sjálfræðisaldursins upp í 18 ár og voru vissulega til mikilla bóta. Börnum er hættara við slysum en fullorðnum fyrir margra hluta sakir. Þau skortir dómgreind hinna eldri, þau bera síður fyrir sig hendurnar og höfuð þeirra er þungt í hlutfalli við búkinn. Hjálmar eru samt nauðsynlegt öryggistæki fyrir hjólreiðafólk á öllum aldri að mati Jóns Baldurssonar læknis. Reiðhjólið telur hann hollt og gott farartæki og mælir með notkun þess í stað þess að ferðast um í bíl, menga andrúmsloftið og detta úr þjálfun. "Mitt hjól stendur hér fyrir utan en ég hef hjálminn inni," segir hann og kveðst búinn að nota hjólið í 15 ár. "Ég byrjaði meira að segja áður en það komst í tísku," segir hann að lokum og heldur svo áfram að hlynna að slösuðum.
Heilsa Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira