Flughræðsla mismunandi eftir kyni 5. júlí 2004 00:01 Samkvæmt nýrri könnun þýsks sálfræðings við háskólann í Leiden í Hollandi er flughræðsla kynjanna af ólíkum toga. Karlmenn eru flughræddir vegna þess að þeir eru ekki sjálfir við stjórnvölinn, fyrir utan að þjást frekar af lofthræðslu almennt. Konurnar eru hins vegar hræddar um að flugvélin hrapi og þjást meira af innilokunarkennd og hræðslu við að missa stjórn á sér meðan á fluginu stendur. Í könnuninni kemur fram að fjórir af hverjum tíu þjást af flughræðslu. Prófessor Lucas van Gerwen notaði 5.000 manna úrtak í rannsókn sinni og skiptir þeim sem þjást af flugfælni niður í fjóra hópa. Þeir sem voru minnst "fóbískir" voru karlmenn um 35 ára aldurinn. Ótti þeirra tengdist því aðallega að geta ekki sjálfir verið í flugstjórnarklefanum og haft stjórn á aðstæðunum. Í öðrum hópnum voru konur yngri en 35 ára, sem óttuðust mest að hryðjuverkamenn næðu vélinni á sitt vald. Þær voru líka hræddar við að missa algjörlega stjórn á sér og öskra af hræðslu. Konur á aldrinum 35-54 ára voru í hópi þrjú, en innilokunarkenndin var þeirra meginvandamál. Þær fengu köfnunartilfinningu um leið og dyr vélarinnar lokuðust og voru hræddar um að fá angistarköst um borð. Það sem kom þó á óvart var að langhræddast við að fljúga er fólk eldra en 54 ára, aðallega karlmenn. Þeir voru líka líklegastir til að láta flughræðsluna koma í veg fyrir að þeir flygju yfirleitt. Rannsóknir van Gerwens eru taldar geta komið að miklu gagni í meðferð við flughræðslu. Heilsa Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun þýsks sálfræðings við háskólann í Leiden í Hollandi er flughræðsla kynjanna af ólíkum toga. Karlmenn eru flughræddir vegna þess að þeir eru ekki sjálfir við stjórnvölinn, fyrir utan að þjást frekar af lofthræðslu almennt. Konurnar eru hins vegar hræddar um að flugvélin hrapi og þjást meira af innilokunarkennd og hræðslu við að missa stjórn á sér meðan á fluginu stendur. Í könnuninni kemur fram að fjórir af hverjum tíu þjást af flughræðslu. Prófessor Lucas van Gerwen notaði 5.000 manna úrtak í rannsókn sinni og skiptir þeim sem þjást af flugfælni niður í fjóra hópa. Þeir sem voru minnst "fóbískir" voru karlmenn um 35 ára aldurinn. Ótti þeirra tengdist því aðallega að geta ekki sjálfir verið í flugstjórnarklefanum og haft stjórn á aðstæðunum. Í öðrum hópnum voru konur yngri en 35 ára, sem óttuðust mest að hryðjuverkamenn næðu vélinni á sitt vald. Þær voru líka hræddar við að missa algjörlega stjórn á sér og öskra af hræðslu. Konur á aldrinum 35-54 ára voru í hópi þrjú, en innilokunarkenndin var þeirra meginvandamál. Þær fengu köfnunartilfinningu um leið og dyr vélarinnar lokuðust og voru hræddar um að fá angistarköst um borð. Það sem kom þó á óvart var að langhræddast við að fljúga er fólk eldra en 54 ára, aðallega karlmenn. Þeir voru líka líklegastir til að láta flughræðsluna koma í veg fyrir að þeir flygju yfirleitt. Rannsóknir van Gerwens eru taldar geta komið að miklu gagni í meðferð við flughræðslu.
Heilsa Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira