Baráttan gegn veruleikanum 4. júlí 2004 00:01 Baráttan gegn veruleikanum varð hlutskipti mitt,“ segir Þórbergur Þórðarson á einum stað í Þórbergur er fallinn frá en sú hugsun er áleitin um þessar mundir að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi, ráðherrarnir sérstaklega, hafi tekið upp merki rithöfundarins. Það er eins og þessir mætu menn hvorki geti né vilji sjá og viðurkenna veruleikann sem við blasir í íslenskum stjórnmálum. Það er kannski broslegt í aðra röndina þegar talað er um forseta Íslands sem „einstakling utan þings“, eins og okkar ágæti dómsmálaráðherra gerði í grein í miðopnu Bréfi til Láru. Morgunblaðsins í gær, laugardag. Athyglisvert er að blaðið dró ummælin sérstaklega fram með feitu letri. En þegar slíkt tal fer saman við hugmyndir um að setja skilyrði fyrir því að taka mark á þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrirhuguðu, sem forsetinn knúði fram með skírskotun til stjórnarskrárbundins réttar síns til lagasynjunar, er framsetningin orðið hæpnari. Dómsmálaráðherra á öðrum mönnum fremur á að sýna lögum og stjórnskipan landsins virðingu. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr segir berum orðum í stjórnarskránni að forseti Íslands og Alþingi fari saman með löggjafarvaldið. Og forsetinn er þjóðkjörinn með lögmætum hætti. Hann er ekki bara „einstaklingur utan þings“ frekar en til dæmis úrskurður umboðsmanns Alþingis er eins og „hvert og annað lögfræðiálit úti í bæ“ eins og sumir virðast telja. Það er hægt að færa ágæt málefnaleg rök fyrir því að stjórnskipan okkar eigi að vera öðruvísi, forsetinn eigi ekki að vera þjóðkjörinn og ekki hafa synjunarvald eða málskotsrétt. En það dregur umræðuna um þau efni niður og spillir fyrir henni þegar menn tala eins og þeir búi á öðrum hnöttum en við hin. Hvorki dómsmálaráðherra né lögfræðinganefnd ríkisstjórnarinnar hafa fært fyrir því haldbær rök að lagasetning um lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni standist stjórnarskrána. Vel má vera rétt að ákvæðið í stjórnarskránni um synjunarvald forsetans og kosningar í kjölfar þess að heimildinni sé beitt hafi ekki verið nægilega ígrundað í upphafi. Þingmenn hafi ekki hugsað atburðarásina til enda. En það eru að sjálfsögðu ekki rök fyrir því að sniðganga stjórnarskrána eða leggja út af henni eftir hentugleikum. Hún veitir enga heimild til þess að setja skilyrði fyrir þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það þarf ekki löglærða menn til að sjá það. Menn þurfa einfaldlega að vera læsir. Er þá rangt að setja slík skilyrði? Er ekki reglan sú í Danmörku, sem við miðum okkur oft við, að 30% atkvæðisbærra kjósenda þurfi að segja nei til að lög frá þinginu falli úr gildi? Jú, en sá grundvallarmunur er á að í Danmörku eru skilyrðin að finna í stjórnarskránni sjálfri og hafa verið borin undir kjósendur í kosningum. Það má vel ræða það að taka þessa þrjátíu prósenta reglu eða aðra áþekka upp í stjórnarskrá okkar, þótt nauðsynin á því liggi ekki alveg í augum uppi. En meðan hana er þar ekki að finna hlýtur einfaldur meirihluti kjósenda, óháð kosningaþátttöku, að ráða niðurstöðu fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvorki viðmiðanir við 30% eða 44% ganga upp. Svo einfalt er það nú. Þau eru annars orðin allt of mörg málefnin sem fallið hafa í skuggann af fjölmiðlamálinu en verðskulda athygli og umræður. Því miður fær maður á tilfinninguna að sumir ráðherrar og stjórnarþingmenn hafi bara ekki áhuga á öðru en að standa í orðaskaki og reiptogi við forsetann, fjölmiðlana og ákveðna kaupsýslumenn. En er ekki tími til kominn að þeir láti merki Þórbergs falla? Leyfi „baráttunni gegn veruleikanum“ að fara fram á síðum Bréfs til Láru og snúi sér að aðkallandi úrlausnarefnum á vettvangi dagsins? Næg eru verkefnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Baráttan gegn veruleikanum varð hlutskipti mitt,“ segir Þórbergur Þórðarson á einum stað í Þórbergur er fallinn frá en sú hugsun er áleitin um þessar mundir að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi, ráðherrarnir sérstaklega, hafi tekið upp merki rithöfundarins. Það er eins og þessir mætu menn hvorki geti né vilji sjá og viðurkenna veruleikann sem við blasir í íslenskum stjórnmálum. Það er kannski broslegt í aðra röndina þegar talað er um forseta Íslands sem „einstakling utan þings“, eins og okkar ágæti dómsmálaráðherra gerði í grein í miðopnu Bréfi til Láru. Morgunblaðsins í gær, laugardag. Athyglisvert er að blaðið dró ummælin sérstaklega fram með feitu letri. En þegar slíkt tal fer saman við hugmyndir um að setja skilyrði fyrir því að taka mark á þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrirhuguðu, sem forsetinn knúði fram með skírskotun til stjórnarskrárbundins réttar síns til lagasynjunar, er framsetningin orðið hæpnari. Dómsmálaráðherra á öðrum mönnum fremur á að sýna lögum og stjórnskipan landsins virðingu. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr segir berum orðum í stjórnarskránni að forseti Íslands og Alþingi fari saman með löggjafarvaldið. Og forsetinn er þjóðkjörinn með lögmætum hætti. Hann er ekki bara „einstaklingur utan þings“ frekar en til dæmis úrskurður umboðsmanns Alþingis er eins og „hvert og annað lögfræðiálit úti í bæ“ eins og sumir virðast telja. Það er hægt að færa ágæt málefnaleg rök fyrir því að stjórnskipan okkar eigi að vera öðruvísi, forsetinn eigi ekki að vera þjóðkjörinn og ekki hafa synjunarvald eða málskotsrétt. En það dregur umræðuna um þau efni niður og spillir fyrir henni þegar menn tala eins og þeir búi á öðrum hnöttum en við hin. Hvorki dómsmálaráðherra né lögfræðinganefnd ríkisstjórnarinnar hafa fært fyrir því haldbær rök að lagasetning um lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni standist stjórnarskrána. Vel má vera rétt að ákvæðið í stjórnarskránni um synjunarvald forsetans og kosningar í kjölfar þess að heimildinni sé beitt hafi ekki verið nægilega ígrundað í upphafi. Þingmenn hafi ekki hugsað atburðarásina til enda. En það eru að sjálfsögðu ekki rök fyrir því að sniðganga stjórnarskrána eða leggja út af henni eftir hentugleikum. Hún veitir enga heimild til þess að setja skilyrði fyrir þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það þarf ekki löglærða menn til að sjá það. Menn þurfa einfaldlega að vera læsir. Er þá rangt að setja slík skilyrði? Er ekki reglan sú í Danmörku, sem við miðum okkur oft við, að 30% atkvæðisbærra kjósenda þurfi að segja nei til að lög frá þinginu falli úr gildi? Jú, en sá grundvallarmunur er á að í Danmörku eru skilyrðin að finna í stjórnarskránni sjálfri og hafa verið borin undir kjósendur í kosningum. Það má vel ræða það að taka þessa þrjátíu prósenta reglu eða aðra áþekka upp í stjórnarskrá okkar, þótt nauðsynin á því liggi ekki alveg í augum uppi. En meðan hana er þar ekki að finna hlýtur einfaldur meirihluti kjósenda, óháð kosningaþátttöku, að ráða niðurstöðu fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvorki viðmiðanir við 30% eða 44% ganga upp. Svo einfalt er það nú. Þau eru annars orðin allt of mörg málefnin sem fallið hafa í skuggann af fjölmiðlamálinu en verðskulda athygli og umræður. Því miður fær maður á tilfinninguna að sumir ráðherrar og stjórnarþingmenn hafi bara ekki áhuga á öðru en að standa í orðaskaki og reiptogi við forsetann, fjölmiðlana og ákveðna kaupsýslumenn. En er ekki tími til kominn að þeir láti merki Þórbergs falla? Leyfi „baráttunni gegn veruleikanum“ að fara fram á síðum Bréfs til Láru og snúi sér að aðkallandi úrlausnarefnum á vettvangi dagsins? Næg eru verkefnin.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun