Reynir Lyngdal: Konan fann jakkana 1. júlí 2004 00:01 Í augnablikinu er uppáhaldsflíkin mín brúnn leðurjakki sem var keyptur í London," segir Reynir Lyngdal leikstjóri. "Þessi jakki minnir mig á annan jakka sem ég átti í fyrra og konan mín gaf mér. Hann eyðilagðist af notkun og var allur farinn að rakna upp því ég var svo mikið í honum. Hann var uppáhaldsjakkinn minn á því tímabili," segir Reynir en kona hans, leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir, fann nýja uppáhaldsjakkann á flóamarkaði í London. "Hann er notaður en ekki nýr og svipar mikið til hins gamla. Og það var sama manneskjan sem fann þessa báða uppáhaldsjakka," segir Reynir en honum finnst föt ekki nógu flott nema búið sé að nota þau aðeins. Reynir á aldeilis ekki aðeins uppáhaldsjakka heldur líka uppáhaldsskó. "Uppáhaldsskórnir mínir í augnablikinu eru Puma strigaskór sem ég keypti í brúðkaupsferð okkar til Barcelona," segir Reynir. "Ég er búinn að nota þessa skó svo mikið að það er komið gat á stóru tána. Það reyndar sést nú ekkert ef ég er í sokkum samlitum skónum," segir Reynir en hann segist vera mikill strákur í klæðamálum. "Við strákarnir getum nýtt fötin okkar svo mikið og verið í þeim aftur og aftur. Ég get til dæmis verið í gallabuxum þangað til þær rifna utan af mér. "Þetta er svona það sem er í uppáhaldi í augnablikinu en það getur breyst á örskotstundu," segir Reynir en eins með hann og okkur öll kemur alltaf eitthvað nýtt sem heillar augað. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Í augnablikinu er uppáhaldsflíkin mín brúnn leðurjakki sem var keyptur í London," segir Reynir Lyngdal leikstjóri. "Þessi jakki minnir mig á annan jakka sem ég átti í fyrra og konan mín gaf mér. Hann eyðilagðist af notkun og var allur farinn að rakna upp því ég var svo mikið í honum. Hann var uppáhaldsjakkinn minn á því tímabili," segir Reynir en kona hans, leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir, fann nýja uppáhaldsjakkann á flóamarkaði í London. "Hann er notaður en ekki nýr og svipar mikið til hins gamla. Og það var sama manneskjan sem fann þessa báða uppáhaldsjakka," segir Reynir en honum finnst föt ekki nógu flott nema búið sé að nota þau aðeins. Reynir á aldeilis ekki aðeins uppáhaldsjakka heldur líka uppáhaldsskó. "Uppáhaldsskórnir mínir í augnablikinu eru Puma strigaskór sem ég keypti í brúðkaupsferð okkar til Barcelona," segir Reynir. "Ég er búinn að nota þessa skó svo mikið að það er komið gat á stóru tána. Það reyndar sést nú ekkert ef ég er í sokkum samlitum skónum," segir Reynir en hann segist vera mikill strákur í klæðamálum. "Við strákarnir getum nýtt fötin okkar svo mikið og verið í þeim aftur og aftur. Ég get til dæmis verið í gallabuxum þangað til þær rifna utan af mér. "Þetta er svona það sem er í uppáhaldi í augnablikinu en það getur breyst á örskotstundu," segir Reynir en eins með hann og okkur öll kemur alltaf eitthvað nýtt sem heillar augað.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira