Reynir Lyngdal: Konan fann jakkana 1. júlí 2004 00:01 Í augnablikinu er uppáhaldsflíkin mín brúnn leðurjakki sem var keyptur í London," segir Reynir Lyngdal leikstjóri. "Þessi jakki minnir mig á annan jakka sem ég átti í fyrra og konan mín gaf mér. Hann eyðilagðist af notkun og var allur farinn að rakna upp því ég var svo mikið í honum. Hann var uppáhaldsjakkinn minn á því tímabili," segir Reynir en kona hans, leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir, fann nýja uppáhaldsjakkann á flóamarkaði í London. "Hann er notaður en ekki nýr og svipar mikið til hins gamla. Og það var sama manneskjan sem fann þessa báða uppáhaldsjakka," segir Reynir en honum finnst föt ekki nógu flott nema búið sé að nota þau aðeins. Reynir á aldeilis ekki aðeins uppáhaldsjakka heldur líka uppáhaldsskó. "Uppáhaldsskórnir mínir í augnablikinu eru Puma strigaskór sem ég keypti í brúðkaupsferð okkar til Barcelona," segir Reynir. "Ég er búinn að nota þessa skó svo mikið að það er komið gat á stóru tána. Það reyndar sést nú ekkert ef ég er í sokkum samlitum skónum," segir Reynir en hann segist vera mikill strákur í klæðamálum. "Við strákarnir getum nýtt fötin okkar svo mikið og verið í þeim aftur og aftur. Ég get til dæmis verið í gallabuxum þangað til þær rifna utan af mér. "Þetta er svona það sem er í uppáhaldi í augnablikinu en það getur breyst á örskotstundu," segir Reynir en eins með hann og okkur öll kemur alltaf eitthvað nýtt sem heillar augað. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Í augnablikinu er uppáhaldsflíkin mín brúnn leðurjakki sem var keyptur í London," segir Reynir Lyngdal leikstjóri. "Þessi jakki minnir mig á annan jakka sem ég átti í fyrra og konan mín gaf mér. Hann eyðilagðist af notkun og var allur farinn að rakna upp því ég var svo mikið í honum. Hann var uppáhaldsjakkinn minn á því tímabili," segir Reynir en kona hans, leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir, fann nýja uppáhaldsjakkann á flóamarkaði í London. "Hann er notaður en ekki nýr og svipar mikið til hins gamla. Og það var sama manneskjan sem fann þessa báða uppáhaldsjakka," segir Reynir en honum finnst föt ekki nógu flott nema búið sé að nota þau aðeins. Reynir á aldeilis ekki aðeins uppáhaldsjakka heldur líka uppáhaldsskó. "Uppáhaldsskórnir mínir í augnablikinu eru Puma strigaskór sem ég keypti í brúðkaupsferð okkar til Barcelona," segir Reynir. "Ég er búinn að nota þessa skó svo mikið að það er komið gat á stóru tána. Það reyndar sést nú ekkert ef ég er í sokkum samlitum skónum," segir Reynir en hann segist vera mikill strákur í klæðamálum. "Við strákarnir getum nýtt fötin okkar svo mikið og verið í þeim aftur og aftur. Ég get til dæmis verið í gallabuxum þangað til þær rifna utan af mér. "Þetta er svona það sem er í uppáhaldi í augnablikinu en það getur breyst á örskotstundu," segir Reynir en eins með hann og okkur öll kemur alltaf eitthvað nýtt sem heillar augað.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira