Þroskuð stúlka og treg hasarhetja 25. júní 2004 00:01 Þeir sem hafa séð myndirnar Big, Freaky Friday eða Vice Versa ættu að kannast við þemað sem stuðst er við í nýjustu mynd leikkonunnar Jennifer Garner. Einlæg ósk táningsins, sem á erfitt með að aðlagast hormónum sínum, um að verða fullorðin strax rætist. Lífið virðist loksins ganga að óskum þar til að krakkarnir átta sig á því að það er ekki svo slæmt að vera unglingur. Í þessari mynd er Jenna 13 ára stúlka árið 1987 sem á erfitt með að ná vinsældum í skólanum. Strákurinn sem hún er skotinn í veit varla af tilveru hennar. Hún heldur partí sem fer úrskeiðis þegar krakkarnir læsa hana inn í eigin fataskáp og fara. Þar óskar hún þess að vera orðin fullorðin og vaknar svo daginn eftir í líkama hinnar 30 ára Jennifer Garner. Ólíkt öðrum myndum með svipað þema hefur tíminn liðið líka, og hún er stödd í sinni eigin framtíð árið 2004 þar sem hún er framakona á uppleið. Hún grennslast fyrir um æskuástina og kemst að því að hann er við það að giftast annarri konu. Hún ákveður að reyna allt til þess að heilla hann upp úr skónum. Geimævintýramyndin Chronicles of Riddick skartar hasarhetjunni Vin Diesel í aðalhlutverki en myndin er sjálfstætt framhald af Pitch Black frá árinu 2000. Riddick er nú hundeltur um geiminn og blandast inn í frelsisbaráttu gegn illum kynþætti sem er að ná yfirvöldum yfir alheiminum. Riddick gæti ekki verið meira sama hver stjórnar, eins lengi og hann er látinn í friði. Nú neyðist hann þó til að taka á honum stóra sínum. Menning Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þeir sem hafa séð myndirnar Big, Freaky Friday eða Vice Versa ættu að kannast við þemað sem stuðst er við í nýjustu mynd leikkonunnar Jennifer Garner. Einlæg ósk táningsins, sem á erfitt með að aðlagast hormónum sínum, um að verða fullorðin strax rætist. Lífið virðist loksins ganga að óskum þar til að krakkarnir átta sig á því að það er ekki svo slæmt að vera unglingur. Í þessari mynd er Jenna 13 ára stúlka árið 1987 sem á erfitt með að ná vinsældum í skólanum. Strákurinn sem hún er skotinn í veit varla af tilveru hennar. Hún heldur partí sem fer úrskeiðis þegar krakkarnir læsa hana inn í eigin fataskáp og fara. Þar óskar hún þess að vera orðin fullorðin og vaknar svo daginn eftir í líkama hinnar 30 ára Jennifer Garner. Ólíkt öðrum myndum með svipað þema hefur tíminn liðið líka, og hún er stödd í sinni eigin framtíð árið 2004 þar sem hún er framakona á uppleið. Hún grennslast fyrir um æskuástina og kemst að því að hann er við það að giftast annarri konu. Hún ákveður að reyna allt til þess að heilla hann upp úr skónum. Geimævintýramyndin Chronicles of Riddick skartar hasarhetjunni Vin Diesel í aðalhlutverki en myndin er sjálfstætt framhald af Pitch Black frá árinu 2000. Riddick er nú hundeltur um geiminn og blandast inn í frelsisbaráttu gegn illum kynþætti sem er að ná yfirvöldum yfir alheiminum. Riddick gæti ekki verið meira sama hver stjórnar, eins lengi og hann er látinn í friði. Nú neyðist hann þó til að taka á honum stóra sínum.
Menning Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein