Flottar neglur fyrir allar konur 24. júní 2004 00:01 Stöðugt verður algengara að konur skarti ásettum nöglum. Þróunin í naglaásetningum hefur verið mjög hröð að undanförnu og mikið um nýjungar. Íris ívarsdóttir, eigandi Naglafegurðar og Icelandic Beauty-skólans, segir litagleði og glimmer það nýjasta í akrýlnöglunum. "Það eru ýmis glær tips og svo hvaða litur sem er. Nöglin sjálf getur verið í lit og hvíta röndin í öðrum lit. Þetta er mjög sniðugt til dæmis þegar konur eru að klæða sig upp í samkvæmiskjóla, þá geta þær verið með tvílitar neglur, til dæmis bláar og gylltar eða rauðar og gylltar." Íris segir glimmerið mjög vinsælt og hafa verið í tísku um hríð en litirnir í sumar eru gult, appelsínugult, bleikt og turkísblátt. Margar konur eru hræddar um að þeirra eigin neglur eyðileggist við naglaásetninguna en Íris segir það óþarfa áhyggjur. "Neglurnar geta orðið ljótar ef konur rífa ásettu neglurnar sjálfar af. Það þarf að pússa neglurnar af og nota sérstakt efni sem hægt er að kaupa á stofum. En það er mikil vinna að pússa neglurnar niður og best að láta gera það á stofu." Hvers vegna fá konur sér ásettar neglur? "Neglurnar vilja klofna á veturna og það getur verið erfitt að ná þeim góðum. Svo vilja konur hafa beina lagið á nöglunum og ná ekki sínum eigin þannig. Þetta er líka fallegt og snyrtilegt og þarf ekkert að hugsa um þær nema láta laga neglurnar við naglaböndin á mánaðarfresti. Lakkið dugir í þrjár vikur og það er hægt að hafa neglurnar í hvaða lengd sem er. Svo er þetta sniðug lausn fyrri þær sem naga neglurnar." Venjuleg neglaásetning kostar 5.000 krónur, en með litum, skrauti eða glimmer kostar hún 6.000 krónur. Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Stöðugt verður algengara að konur skarti ásettum nöglum. Þróunin í naglaásetningum hefur verið mjög hröð að undanförnu og mikið um nýjungar. Íris ívarsdóttir, eigandi Naglafegurðar og Icelandic Beauty-skólans, segir litagleði og glimmer það nýjasta í akrýlnöglunum. "Það eru ýmis glær tips og svo hvaða litur sem er. Nöglin sjálf getur verið í lit og hvíta röndin í öðrum lit. Þetta er mjög sniðugt til dæmis þegar konur eru að klæða sig upp í samkvæmiskjóla, þá geta þær verið með tvílitar neglur, til dæmis bláar og gylltar eða rauðar og gylltar." Íris segir glimmerið mjög vinsælt og hafa verið í tísku um hríð en litirnir í sumar eru gult, appelsínugult, bleikt og turkísblátt. Margar konur eru hræddar um að þeirra eigin neglur eyðileggist við naglaásetninguna en Íris segir það óþarfa áhyggjur. "Neglurnar geta orðið ljótar ef konur rífa ásettu neglurnar sjálfar af. Það þarf að pússa neglurnar af og nota sérstakt efni sem hægt er að kaupa á stofum. En það er mikil vinna að pússa neglurnar niður og best að láta gera það á stofu." Hvers vegna fá konur sér ásettar neglur? "Neglurnar vilja klofna á veturna og það getur verið erfitt að ná þeim góðum. Svo vilja konur hafa beina lagið á nöglunum og ná ekki sínum eigin þannig. Þetta er líka fallegt og snyrtilegt og þarf ekkert að hugsa um þær nema láta laga neglurnar við naglaböndin á mánaðarfresti. Lakkið dugir í þrjár vikur og það er hægt að hafa neglurnar í hvaða lengd sem er. Svo er þetta sniðug lausn fyrri þær sem naga neglurnar." Venjuleg neglaásetning kostar 5.000 krónur, en með litum, skrauti eða glimmer kostar hún 6.000 krónur.
Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira