Ólafur hefði neitað EES-samningnum 20. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar því að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti landsins, telji málskotsréttinn svo virkan að hún hefði talið rétt að vísa Kárahnjúkamálinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir að ummæli Vigdísar styrki ákvörðun hans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Þetta sagði Ólafur Ragnar í samtali við fréttamann Stöðvar 2 og Bylgjunnar á Bessastöðum í gær. „Ég tók því fagnandi að hún skyldi telja málskotsréttinn svo virkan að ef hún hefði verið í sporum forsetans hefði hún vísað Kárahnjúkamálinu til þjóðarinnar. Það er töluvert annað en hún sagði þegar hún ákvað að vísa EES-samningnum ekki til þjóðarinnar,“ segir forseti. „Ég tel þessa tilkynningu hennar því til styrktar ákvörðun minni.“ Aðspurður hvort persónuleg skoðun forsetans skipi eitthvað hlutverk í ákvörðun hans um að skjóta lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Ólafur Ragnar að forseti þurfi ekki að hafa skoðun, með eða á móti, viðkomandi lögum. „Það getur verið nóg, eins og var í mínu tilviki, að forseti telji að þjóðin skuli vera sá dómari sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hún sé í afmörkuðum málum.“ Ólafur segir að æskilegt sé hins vegar að þingið, ríkisstjórnin og allir sem eigi aðild að málum vandi, svo vel vinnubrögð að þessi staða komi ekki upp. Tæp vika er í forsetakosningar og hefur Ólafur Ragnar verið í viðtali við helstu fjölmiðla landsins undanfarna daga, nú síðast hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Bylgjunni í morgun. Þar kom vel í ljós hve ósammála hann og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, eru um hvers konar mál forseti eigi að synja staðfestingar. Hún telur að lög um Kárahnjúkavirkjun séu dæmi um lög sem forsetinn eigi að synja staðfestingar. Ólafur Ragnar mat það hins vegar ekki svo. Hún staðfesti lögin um evrópska efnahagssvæðið en Ólafur Ragnar telur að þar hefði hún átt að neita að skrifa undir. Í samtalinu við Arnþrúði Karlsdóttur sagði hann að það varðaði ekki hvort menn væru með eða á móti samningnum, heldur að í samningnum fólust ákvæði sem snertu fullveldisrétt þjóðarinnar. Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar því að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti landsins, telji málskotsréttinn svo virkan að hún hefði talið rétt að vísa Kárahnjúkamálinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir að ummæli Vigdísar styrki ákvörðun hans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Þetta sagði Ólafur Ragnar í samtali við fréttamann Stöðvar 2 og Bylgjunnar á Bessastöðum í gær. „Ég tók því fagnandi að hún skyldi telja málskotsréttinn svo virkan að ef hún hefði verið í sporum forsetans hefði hún vísað Kárahnjúkamálinu til þjóðarinnar. Það er töluvert annað en hún sagði þegar hún ákvað að vísa EES-samningnum ekki til þjóðarinnar,“ segir forseti. „Ég tel þessa tilkynningu hennar því til styrktar ákvörðun minni.“ Aðspurður hvort persónuleg skoðun forsetans skipi eitthvað hlutverk í ákvörðun hans um að skjóta lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Ólafur Ragnar að forseti þurfi ekki að hafa skoðun, með eða á móti, viðkomandi lögum. „Það getur verið nóg, eins og var í mínu tilviki, að forseti telji að þjóðin skuli vera sá dómari sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hún sé í afmörkuðum málum.“ Ólafur segir að æskilegt sé hins vegar að þingið, ríkisstjórnin og allir sem eigi aðild að málum vandi, svo vel vinnubrögð að þessi staða komi ekki upp. Tæp vika er í forsetakosningar og hefur Ólafur Ragnar verið í viðtali við helstu fjölmiðla landsins undanfarna daga, nú síðast hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Bylgjunni í morgun. Þar kom vel í ljós hve ósammála hann og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, eru um hvers konar mál forseti eigi að synja staðfestingar. Hún telur að lög um Kárahnjúkavirkjun séu dæmi um lög sem forsetinn eigi að synja staðfestingar. Ólafur Ragnar mat það hins vegar ekki svo. Hún staðfesti lögin um evrópska efnahagssvæðið en Ólafur Ragnar telur að þar hefði hún átt að neita að skrifa undir. Í samtalinu við Arnþrúði Karlsdóttur sagði hann að það varðaði ekki hvort menn væru með eða á móti samningnum, heldur að í samningnum fólust ákvæði sem snertu fullveldisrétt þjóðarinnar.
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira