Ævintýri líkast 15. júní 2004 00:01 Smári Jósepsson fjallar um hljómsveitina Shai Hulud Ég fagnaði gríðarlega þegar ég heyrði að Shai Hulud ætlaði að heiðra okkur Íslendinga með návist sinni á 17.júní. Það var fyrir tveimur árum að Shai Hulud varð á vegi mínum á tónlistarhátíð í Fargo í Bandaríkjunum. Félagi minn hafði lengi haft á orði hversu öflugt band væri hér á ferð en það eitt og sér hafði ekki verið nægileg sannfæring fyrir mig. Ég átti þó eftir að sannfærast svo um munaði. Tónleikar Shai Hulud voru með kraftmesta móti, orkan í sviðframkomu sveitarinnar var með ólíkindum. That Within Blood Ill-Tempered er fjórða breiðskífa Shai Hulud og heldur hljómsveitin uppteknum hætti frá fyrri verkum. Orð mega sín lítils þegar lýsa skal tónlistinni, mæli frekar með að fólk leyfi sér þessa upplifun. Sviptingarnar eru slíkar að maður stendur á öndinni. Hljómsveitin keyrir upp kraftinn milli þess að fara úr ljúfum laglínum í öflug niðurföll. Taktbreytingarnar eru einnig mjög áhugaverðar og fannst mér þær sérstaklega tilkomumiklar í laginu Whether To Cry Or Destroy. Ofan á þetta allt saman fer söngvarinn, Geert Van Der Velde, á kostum þar sem hann syngur beitta texta sem leiða hugann í margar áttir. Oft hafa aðrar hljómsveitir þreytt sams konar stíl og útkoman oftar en ekki orðið frekar grautkennd. Shai Hulud nær hins vegar að bjóða upp á breiða flóru í lagasmíðum sínum án þess að þreyta hlustandann, eitthvað sem er greinilega ekki á allra færi. Tónlist Shai Hulud er ævintýri líkast. Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Smári Jósepsson fjallar um hljómsveitina Shai Hulud Ég fagnaði gríðarlega þegar ég heyrði að Shai Hulud ætlaði að heiðra okkur Íslendinga með návist sinni á 17.júní. Það var fyrir tveimur árum að Shai Hulud varð á vegi mínum á tónlistarhátíð í Fargo í Bandaríkjunum. Félagi minn hafði lengi haft á orði hversu öflugt band væri hér á ferð en það eitt og sér hafði ekki verið nægileg sannfæring fyrir mig. Ég átti þó eftir að sannfærast svo um munaði. Tónleikar Shai Hulud voru með kraftmesta móti, orkan í sviðframkomu sveitarinnar var með ólíkindum. That Within Blood Ill-Tempered er fjórða breiðskífa Shai Hulud og heldur hljómsveitin uppteknum hætti frá fyrri verkum. Orð mega sín lítils þegar lýsa skal tónlistinni, mæli frekar með að fólk leyfi sér þessa upplifun. Sviptingarnar eru slíkar að maður stendur á öndinni. Hljómsveitin keyrir upp kraftinn milli þess að fara úr ljúfum laglínum í öflug niðurföll. Taktbreytingarnar eru einnig mjög áhugaverðar og fannst mér þær sérstaklega tilkomumiklar í laginu Whether To Cry Or Destroy. Ofan á þetta allt saman fer söngvarinn, Geert Van Der Velde, á kostum þar sem hann syngur beitta texta sem leiða hugann í margar áttir. Oft hafa aðrar hljómsveitir þreytt sams konar stíl og útkoman oftar en ekki orðið frekar grautkennd. Shai Hulud nær hins vegar að bjóða upp á breiða flóru í lagasmíðum sínum án þess að þreyta hlustandann, eitthvað sem er greinilega ekki á allra færi. Tónlist Shai Hulud er ævintýri líkast.
Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira