Latir svanir í sólinni 15. júní 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson fjallar um plötu Sufjan Stevens, Seven Swans Þó svo að Bandaríkjamaðurinn Sufjan Stevens sé búinn að gefa út heilar þrjár breiðskífur á undan þessari hafði hann aldrei fangað athygli mína fyrr en nú. Þetta er angurvær, órafmögnuð tónlist með rætur í nýbylgju- og sveitatónlistinni. Sufjan syngur vel og tjáning er falleg. Lögin eru flest byggð upp á einföldum stefjum sem leikin eru hvert ofan á annað, ýmist með kassagíturum eða banjóum. Söngurinn flýtur svo fallega ofan á stefjunum, og stundum er einfaldur bassaleikur stoð undir lögunum. Sufjan leyfir sér svo að skapa hljóðskúlptúra hér og þar í lögunum með sveiflukenndum analóg-hljómborðum eða öðru. Allt er þó lífrænt og spilað, og hér er engin stafræna á ferð. Vinaleg kvenrödd raddar svo stundum við einmanalega rödd Sufjans á hárréttum stöðum. Þetta er ótrúlega falleg tónlist í svipuðum anda og Bonnie "Prince" Billy, þó rödd Sufjan hljómi hvergi nærri eins viðkvæm og sá meistari myrkursins. Annar munur er að Sufjan er ekki að tappa af sorgum sínum, heldur frekar að deila rólegum og hamingjusömum augnablikum með hlustandanum. Hér er engin sjálfsvorkunn í gangi, bara óður til lífsins. Öll þessi plata gæti hafa verið samin á verönd sumarbústaðar með steikjandi sólina eina sem áheyranda. Kannski skellti Sufjan sér svo í pottinn á milli laga? Ef það er heitt úti, logn, fuglarnir að syngja og ekkert annað hægt að gera en að liggja í sólinni og vera latur... þá er þetta hárrétt plata til þess að henda í gyn geislaspilarans. Svo sá ég tvo svani elskast á tjörninni um daginn... þó að það hafi bara tekið þá um 20 sekúndur að njóta hvers annars, þá var það falleg sjón. Við hæfi hefði verið að hafa þessa tónlist í eyrunum þá. Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson fjallar um plötu Sufjan Stevens, Seven Swans Þó svo að Bandaríkjamaðurinn Sufjan Stevens sé búinn að gefa út heilar þrjár breiðskífur á undan þessari hafði hann aldrei fangað athygli mína fyrr en nú. Þetta er angurvær, órafmögnuð tónlist með rætur í nýbylgju- og sveitatónlistinni. Sufjan syngur vel og tjáning er falleg. Lögin eru flest byggð upp á einföldum stefjum sem leikin eru hvert ofan á annað, ýmist með kassagíturum eða banjóum. Söngurinn flýtur svo fallega ofan á stefjunum, og stundum er einfaldur bassaleikur stoð undir lögunum. Sufjan leyfir sér svo að skapa hljóðskúlptúra hér og þar í lögunum með sveiflukenndum analóg-hljómborðum eða öðru. Allt er þó lífrænt og spilað, og hér er engin stafræna á ferð. Vinaleg kvenrödd raddar svo stundum við einmanalega rödd Sufjans á hárréttum stöðum. Þetta er ótrúlega falleg tónlist í svipuðum anda og Bonnie "Prince" Billy, þó rödd Sufjan hljómi hvergi nærri eins viðkvæm og sá meistari myrkursins. Annar munur er að Sufjan er ekki að tappa af sorgum sínum, heldur frekar að deila rólegum og hamingjusömum augnablikum með hlustandanum. Hér er engin sjálfsvorkunn í gangi, bara óður til lífsins. Öll þessi plata gæti hafa verið samin á verönd sumarbústaðar með steikjandi sólina eina sem áheyranda. Kannski skellti Sufjan sér svo í pottinn á milli laga? Ef það er heitt úti, logn, fuglarnir að syngja og ekkert annað hægt að gera en að liggja í sólinni og vera latur... þá er þetta hárrétt plata til þess að henda í gyn geislaspilarans. Svo sá ég tvo svani elskast á tjörninni um daginn... þó að það hafi bara tekið þá um 20 sekúndur að njóta hvers annars, þá var það falleg sjón. Við hæfi hefði verið að hafa þessa tónlist í eyrunum þá.
Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira