Gaman að vera fyndin? 13. júní 2004 00:01 Þóra Karítas rifjar upp erfiðar bernskuminningar Það er svo gaman að vera fyndin. Þegar vel tekst til og fólk hlær að smellnum brandara eða jafnvel bara litlu, vel tímasettu kommenti, þá líður manni eitthvað svo vel. Ég finn þó sjaldan fyrir þessu því ég hef einstaklega vanþroskaða hæfileika til að segja brandara. Ég byrja iðullega á pönslæninu og reyni svo að útskýra það fyrir fólki svo engum þurfi nú að líða jafnilla og mér þegar ég heyrði brandarann fyrst.Ég gleymi því augnabliki seint þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég væri ekkert sérstaklega sniðug manneskja. Það var á leikskólanum. Bróðir minn, sem er einu ári eldri en ég, geislaði af sjálfsöryggi þegar hann reitti af sér hvern brandarann á fætur öðrum. Hann fékk félaga okkar, strax fimm ára gamall, til að liggja í krampakasti af hlátri yfir öllum sniðugu hlutunum sem honum datt í hug og allir hinir krakkarnir á leikskólanum virtust hafa eitthvað fyndnara til málanna að leggja en ég.Einhvern tímann, á leikskólatímabilinu, bugaðist ég svo af eigin vanmætti í þessum efnum að ég fór að gráta. Gráturinn olli móður minni töluverðum áhyggjum. Ég var nefninlega svo bældur krakki að ég grét sjaldnast fyrir framan fólk og í þeim tilvikum sem það gerðist skammaðist ég mín fyrir hvert tár og gat með engu móti látið upp um kjánalegar ástæður tilfinninga minna. En mamma gafst ekki upp á mér og það er kannski þess vegna sem ég get gengið með sæmilega beint bak um götur borgarinnar í dag.Ástæðuna fékk hún upp úr mér snöktandi. "Ég hef ekki húmor, snökt, snökt," sagði ég við mömmu og það undarlega gerðist. Ég kom einhverjum til að hlæja. Mamma hló og hló en eftir því sem hlátur hennar varð hvellari jókst táraframleiðslan hjá mér og enn þann dag í dag finnst mér erfitt að vera fyndin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Þóra Karítas rifjar upp erfiðar bernskuminningar Það er svo gaman að vera fyndin. Þegar vel tekst til og fólk hlær að smellnum brandara eða jafnvel bara litlu, vel tímasettu kommenti, þá líður manni eitthvað svo vel. Ég finn þó sjaldan fyrir þessu því ég hef einstaklega vanþroskaða hæfileika til að segja brandara. Ég byrja iðullega á pönslæninu og reyni svo að útskýra það fyrir fólki svo engum þurfi nú að líða jafnilla og mér þegar ég heyrði brandarann fyrst.Ég gleymi því augnabliki seint þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég væri ekkert sérstaklega sniðug manneskja. Það var á leikskólanum. Bróðir minn, sem er einu ári eldri en ég, geislaði af sjálfsöryggi þegar hann reitti af sér hvern brandarann á fætur öðrum. Hann fékk félaga okkar, strax fimm ára gamall, til að liggja í krampakasti af hlátri yfir öllum sniðugu hlutunum sem honum datt í hug og allir hinir krakkarnir á leikskólanum virtust hafa eitthvað fyndnara til málanna að leggja en ég.Einhvern tímann, á leikskólatímabilinu, bugaðist ég svo af eigin vanmætti í þessum efnum að ég fór að gráta. Gráturinn olli móður minni töluverðum áhyggjum. Ég var nefninlega svo bældur krakki að ég grét sjaldnast fyrir framan fólk og í þeim tilvikum sem það gerðist skammaðist ég mín fyrir hvert tár og gat með engu móti látið upp um kjánalegar ástæður tilfinninga minna. En mamma gafst ekki upp á mér og það er kannski þess vegna sem ég get gengið með sæmilega beint bak um götur borgarinnar í dag.Ástæðuna fékk hún upp úr mér snöktandi. "Ég hef ekki húmor, snökt, snökt," sagði ég við mömmu og það undarlega gerðist. Ég kom einhverjum til að hlæja. Mamma hló og hló en eftir því sem hlátur hennar varð hvellari jókst táraframleiðslan hjá mér og enn þann dag í dag finnst mér erfitt að vera fyndin.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun