Viðskipti Ríkið sýknað af milljarða kröfu matarinnflytjenda Íslenska ríkið var í dag sýknað í Landsrétti af kröfu fimm matarinnflytjenda sem kröfðust samanlagt rúmlega 1,7 milljarða króna í bætur frá íslenska ríkinu. Töldu forsvarsmenn fyrirtækjanna að íslenska ríkið hefði lagt tolla á innflutt matvæli með ólögmætum hætti. Um er að ræða Haga, Innnes, Sælkeradreifingu, Festi og Banana. Viðskipti innlent 11.2.2022 16:31 Vest gefur heimsfræga hönnun Hönnunarbúðin Vest fagnar eins árs afmæli nú í janúar en Vest kom inn í flóru hönnunarverslana á Íslandi með hvelli í byrjun árs í fyrra. Rúmgóður sýningarsalur Vest í Ármúla 17 sker sig sannarlega úr og minnir helst á listgallerý þar sem hágæða tímalausa hönnun frá Ítalíu, Noregi og Svíþjóð fær að njóta sín. Andrúmsloftið er rólegt og þægilegt og kaffið frábært. Samstarf 11.2.2022 16:19 Reykjavíkurborg styrkir Hringiðu um rúmar tíu milljónir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kristín Soffía Jónsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups undirrituðu í morgun samstarfssamning sem miðar að því að efla frumkvöðlastarfsemi sem byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Viðskipti innlent 11.2.2022 15:47 Hollendingar aftur byrjaðir að spóka sig á Akureyri Flugvél á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli í morgun. Vélin kom frá Amsterdam en um er að ræða fyrstu ferð vetrarins. Leiguflug ferðaskrifstofunnar milli höfuðborgar Hollands og Akureyrar hefur legið niðri frá því að heimsfaraldurinn skall á. Viðskipti innlent 11.2.2022 14:34 Atvinnuleysi jókst í 5,2 prósent í janúar Skráð atvinnuleysi var 5,2% í janúar og jókst úr 4,9% í desember. Fjölgaði atvinnulausum að meðaltali um 258 frá desembermánuði. Aukningin er í samræmi við spá Vinnumálastofnunar sem gerði ráð fyrir lítils háttar aukningu milli mánaða. Viðskipti innlent 11.2.2022 14:06 Samkeppnishæfari eftir sameininguna Fagverk verktakar, Malbik og völtun, og Malbikstöðin hafa sameinast undir merkjum Malbikunarstöðvarinnar en þau eru öll í eigu Vilhjálms Þórs Matthíassonar. Sameiningin er sögð liður í uppbyggingu fyrirtækins og aukningu markaðshlutdeildar á malbiksmarkaðnum. Viðskipti innlent 11.2.2022 13:46 Guðrún hjálpar Microsoft Edge að tala íslensku Íslenskum talgervli hefur verið bætt við Microsoft Edge vafrann sem les nú upp íslenskan texta. Vonast er til að nýja virknin muni meðal annars gagnast blindum, sjónskertum og nemendum sem kjósa að hlusta á námsefni. Viðskipti innlent 11.2.2022 13:25 Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða króna á seinasta ári, en þar af var hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 7,83 milljarðar. Til samanburðar nam heildarhagnaður 5,32 milljörðum króna árið 2020, þar af 3,96 vegna fjárfestingarstarfsemi. Viðskipti innlent 11.2.2022 11:54 Bjarni fellst á tillögu um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka. Tillagan felur í sér að Bankasýslan fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka í nokkrum áföngum og að höfðu samráði við ráðherrann. Viðskipti innlent 11.2.2022 11:13 Ballið að byrja á loðnuvertíðinni Fundur stórrar loðnutorfu grunnt undan Suðausturlandi markar kaflaskil á yfirstandandi vertíð en þar með er staðfest að loðnan er gengin upp á landgrunnið, byrjuð að þéttast í torfur og að nálgast sitt verðmætasta form. Viðskipti innlent 11.2.2022 11:04 Sting selur réttinn að lögum sínum til Universal Enski tónlistarmaðurinn Sting hefur selt réttinn að öllum lögum sínum til tónlistarrisans Universal Music Group. Um er að ræða lög sem hann gaf út bæði í eigin nafni og mikill fjöldi sem hann samdi og gaf út með sveitinni The Police. Viðskipti erlent 11.2.2022 07:51 Að halda fókus á ráðstefnum og fundum Hvort sem viðburður er haldinn rafrænt eða ekki, kannast margir við að missa einbeitinguna á ráðstefnum, málþingum, námskeiðum eða fundum. Atvinnulíf 11.2.2022 07:01 Hagfræðideild Landsbankans spáir 5,8% verðbólgu í febrúar Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hækku úr 5,7 prósentum í 5,8 prósent í febrúar. Hækkun á fötum, skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði vegur hvað þyngst til hækkunar verðlags í mánuðinum. Neytendur 10.2.2022 18:36 Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. Viðskipti innlent 10.2.2022 15:57 Loðnuskip komin í mokveiði grunnt undan Jökulsárlóni Stór loðnutorfa er fundin grunnt undan Suðursveit, sem markar kaflaskil á vertíðinni til þessa. Tíu loðnuskip eru komin á svæðið, átta íslensk og tvö færeysk, og mokveiða upp úr torfunni. Viðskipti innlent 10.2.2022 15:16 66°Norður, Blush, Kerecis og Lucinity valin bestu vörumerkin 66°Norður, Blush, Kerecis og Lucinity voru í dag útnefnd Bestu íslensku vörumerkin 2021. Þetta er í annað sinn sem vörumerkjastofan brandr veitir verðlaunin sem fara til þeirra vörumerkja sem eru talin skara fram úr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Viðskipti innlent 10.2.2022 14:29 Sátt verði að ríkja um fyrirtæki sem rekin eru í þágu þjóðar Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að það sé hennar helsta verkefni að reka bankann vel, tryggja aðgengi að fjármálaþjónustu á sanngjörnum kjörum en líka að tryggja að eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði. Viðskipti innlent 10.2.2022 13:47 Bein útsending: Breytingar á áfengismarkaði Breytingar á áfengismarkaðnum verða til umræðu á opnum fundi Félags atvinnurekenda sem hefst klukkan 14. Fundurinn gengur undir heitinu „Gerjun á áfengismarkaði“ og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan. Viðskipti innlent 10.2.2022 13:30 Icelandair stefnir viðhaldsfyrirtæki vegna róar af rangri stærð Icelandair hefur stefnt kanadíska flugvélaviðhaldsfyrirtækinu Kelowna Flighcraft á þeim grundvelli að það hafi klúðrað viðhaldi á lendingarbúnaði Boeing-757 þotu félagsins, með þeim afleiðingum að vélinni hlekktist á í lendingu á Keflavíkurflugvelli fyrir tveimur árum. Viðskipti innlent 10.2.2022 13:01 Valitor skilaði loks hagnaði á ársgrundvelli Heildarafkoma Valitor nam um 353 milljónum króna á árinu 2021, samanborið við heildartap upp á um einn milljarð króna árið áður. Viðsnúningurinn á milli ára er því um 1,4 milljarðar króna. Viðskipti innlent 10.2.2022 11:40 Bein útsending: Bestu íslensku vörumerkin Vörumerkjastofan brandr mun útnefna „Bestu íslensku vörumerkin“ í annað sinn klukkan 12 í dag. Viðurkenningar eru veittar í fjórum flokkum, sem er skipt upp eftir starfsmannafjölda og því hvort vörumerkin starfi á einstaklings- eða fyrirtækjamarkaði. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. Viðskipti innlent 10.2.2022 11:30 Mikil endurnýjun í stjórn Viðskiptaráðs Íslands Ari Fenger hefur verið endurkjörinn formaður Viðskiptaráðs Íslands til næstu tveggja ára. Þetta var kynnt á aðalfundi ráðsins í morgun og niðurstaða stjórnarkjörs sömuleiðis. Í stjórn Viðskiptaráðs sitja 37 einstaklingar auk formanns. Viðskipti innlent 10.2.2022 10:25 Anna Fríða ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá Play Anna Fríða Gísladóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Hún tekur við stöðunni af Steinari Þór Ólafssyni. Viðskipti innlent 10.2.2022 10:09 Ráðin sérfræðingur í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum Auður Ösp Ólafsdóttir hefur tekið við stöðu sérfræðings í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum en hún sinnti áður stöðu vefstjóra fyrirtækisins. Viðskipti innlent 10.2.2022 09:15 Lykilatriði að þykja vænt um starfsfólkið „Vörumerkin eru tíu talsins og verða ellefu á vormánuðum 2022. Allir okkar staðir eiga sína sögu og vörumerkin eru afar fjölbreytt. Sum eru rótgróin og önnur nýrri. Í okkar huga skiptir miklu máli að það sé „hjarta“ í því sem við gerum,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna meðal annars í viðtali um uppbyggingu og virði vörumerkja. Atvinnulíf 10.2.2022 07:01 Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna. Viðskipti innlent 9.2.2022 22:00 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. Viðskipti innlent 9.2.2022 19:21 Siggeir og Díana til Sýnar Siggeir Örn Steinþórsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Vöruþróunar og upplifunar viðskiptavina hjá Sýn og Díana Dögg Víglundsdóttir ráðin sem vörueigandi stafrænna dreifileiða. Viðskipti innlent 9.2.2022 18:12 Arion hagnaðist um 28,6 milljarða í fyrra Arion banki hagnaðist um 6.522 milljónir króna á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2021. Allt síðasta ár hagnaðist bankinn um 28,6 milljarða króna. Viðskipti innlent 9.2.2022 18:11 Samsung kynnir til leiks nýja farsíma og spjaldtölvur Tæknirisinn Samsung kynnti í dag nýju farsímalínuna Galaxy S22 og nýju spjalltölvulínuna Galaxy Tab S8. Forstjóri Samsung í Danmörku segir að nýju línurnar séu úbúnar bestu tækni sem völ er á en þær fara í sölu síðar í mánuðinum. Viðskipti erlent 9.2.2022 16:54 « ‹ 207 208 209 210 211 212 213 214 215 … 334 ›
Ríkið sýknað af milljarða kröfu matarinnflytjenda Íslenska ríkið var í dag sýknað í Landsrétti af kröfu fimm matarinnflytjenda sem kröfðust samanlagt rúmlega 1,7 milljarða króna í bætur frá íslenska ríkinu. Töldu forsvarsmenn fyrirtækjanna að íslenska ríkið hefði lagt tolla á innflutt matvæli með ólögmætum hætti. Um er að ræða Haga, Innnes, Sælkeradreifingu, Festi og Banana. Viðskipti innlent 11.2.2022 16:31
Vest gefur heimsfræga hönnun Hönnunarbúðin Vest fagnar eins árs afmæli nú í janúar en Vest kom inn í flóru hönnunarverslana á Íslandi með hvelli í byrjun árs í fyrra. Rúmgóður sýningarsalur Vest í Ármúla 17 sker sig sannarlega úr og minnir helst á listgallerý þar sem hágæða tímalausa hönnun frá Ítalíu, Noregi og Svíþjóð fær að njóta sín. Andrúmsloftið er rólegt og þægilegt og kaffið frábært. Samstarf 11.2.2022 16:19
Reykjavíkurborg styrkir Hringiðu um rúmar tíu milljónir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kristín Soffía Jónsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups undirrituðu í morgun samstarfssamning sem miðar að því að efla frumkvöðlastarfsemi sem byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Viðskipti innlent 11.2.2022 15:47
Hollendingar aftur byrjaðir að spóka sig á Akureyri Flugvél á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli í morgun. Vélin kom frá Amsterdam en um er að ræða fyrstu ferð vetrarins. Leiguflug ferðaskrifstofunnar milli höfuðborgar Hollands og Akureyrar hefur legið niðri frá því að heimsfaraldurinn skall á. Viðskipti innlent 11.2.2022 14:34
Atvinnuleysi jókst í 5,2 prósent í janúar Skráð atvinnuleysi var 5,2% í janúar og jókst úr 4,9% í desember. Fjölgaði atvinnulausum að meðaltali um 258 frá desembermánuði. Aukningin er í samræmi við spá Vinnumálastofnunar sem gerði ráð fyrir lítils háttar aukningu milli mánaða. Viðskipti innlent 11.2.2022 14:06
Samkeppnishæfari eftir sameininguna Fagverk verktakar, Malbik og völtun, og Malbikstöðin hafa sameinast undir merkjum Malbikunarstöðvarinnar en þau eru öll í eigu Vilhjálms Þórs Matthíassonar. Sameiningin er sögð liður í uppbyggingu fyrirtækins og aukningu markaðshlutdeildar á malbiksmarkaðnum. Viðskipti innlent 11.2.2022 13:46
Guðrún hjálpar Microsoft Edge að tala íslensku Íslenskum talgervli hefur verið bætt við Microsoft Edge vafrann sem les nú upp íslenskan texta. Vonast er til að nýja virknin muni meðal annars gagnast blindum, sjónskertum og nemendum sem kjósa að hlusta á námsefni. Viðskipti innlent 11.2.2022 13:25
Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða króna á seinasta ári, en þar af var hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 7,83 milljarðar. Til samanburðar nam heildarhagnaður 5,32 milljörðum króna árið 2020, þar af 3,96 vegna fjárfestingarstarfsemi. Viðskipti innlent 11.2.2022 11:54
Bjarni fellst á tillögu um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka. Tillagan felur í sér að Bankasýslan fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka í nokkrum áföngum og að höfðu samráði við ráðherrann. Viðskipti innlent 11.2.2022 11:13
Ballið að byrja á loðnuvertíðinni Fundur stórrar loðnutorfu grunnt undan Suðausturlandi markar kaflaskil á yfirstandandi vertíð en þar með er staðfest að loðnan er gengin upp á landgrunnið, byrjuð að þéttast í torfur og að nálgast sitt verðmætasta form. Viðskipti innlent 11.2.2022 11:04
Sting selur réttinn að lögum sínum til Universal Enski tónlistarmaðurinn Sting hefur selt réttinn að öllum lögum sínum til tónlistarrisans Universal Music Group. Um er að ræða lög sem hann gaf út bæði í eigin nafni og mikill fjöldi sem hann samdi og gaf út með sveitinni The Police. Viðskipti erlent 11.2.2022 07:51
Að halda fókus á ráðstefnum og fundum Hvort sem viðburður er haldinn rafrænt eða ekki, kannast margir við að missa einbeitinguna á ráðstefnum, málþingum, námskeiðum eða fundum. Atvinnulíf 11.2.2022 07:01
Hagfræðideild Landsbankans spáir 5,8% verðbólgu í febrúar Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hækku úr 5,7 prósentum í 5,8 prósent í febrúar. Hækkun á fötum, skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði vegur hvað þyngst til hækkunar verðlags í mánuðinum. Neytendur 10.2.2022 18:36
Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. Viðskipti innlent 10.2.2022 15:57
Loðnuskip komin í mokveiði grunnt undan Jökulsárlóni Stór loðnutorfa er fundin grunnt undan Suðursveit, sem markar kaflaskil á vertíðinni til þessa. Tíu loðnuskip eru komin á svæðið, átta íslensk og tvö færeysk, og mokveiða upp úr torfunni. Viðskipti innlent 10.2.2022 15:16
66°Norður, Blush, Kerecis og Lucinity valin bestu vörumerkin 66°Norður, Blush, Kerecis og Lucinity voru í dag útnefnd Bestu íslensku vörumerkin 2021. Þetta er í annað sinn sem vörumerkjastofan brandr veitir verðlaunin sem fara til þeirra vörumerkja sem eru talin skara fram úr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Viðskipti innlent 10.2.2022 14:29
Sátt verði að ríkja um fyrirtæki sem rekin eru í þágu þjóðar Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að það sé hennar helsta verkefni að reka bankann vel, tryggja aðgengi að fjármálaþjónustu á sanngjörnum kjörum en líka að tryggja að eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði. Viðskipti innlent 10.2.2022 13:47
Bein útsending: Breytingar á áfengismarkaði Breytingar á áfengismarkaðnum verða til umræðu á opnum fundi Félags atvinnurekenda sem hefst klukkan 14. Fundurinn gengur undir heitinu „Gerjun á áfengismarkaði“ og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan. Viðskipti innlent 10.2.2022 13:30
Icelandair stefnir viðhaldsfyrirtæki vegna róar af rangri stærð Icelandair hefur stefnt kanadíska flugvélaviðhaldsfyrirtækinu Kelowna Flighcraft á þeim grundvelli að það hafi klúðrað viðhaldi á lendingarbúnaði Boeing-757 þotu félagsins, með þeim afleiðingum að vélinni hlekktist á í lendingu á Keflavíkurflugvelli fyrir tveimur árum. Viðskipti innlent 10.2.2022 13:01
Valitor skilaði loks hagnaði á ársgrundvelli Heildarafkoma Valitor nam um 353 milljónum króna á árinu 2021, samanborið við heildartap upp á um einn milljarð króna árið áður. Viðsnúningurinn á milli ára er því um 1,4 milljarðar króna. Viðskipti innlent 10.2.2022 11:40
Bein útsending: Bestu íslensku vörumerkin Vörumerkjastofan brandr mun útnefna „Bestu íslensku vörumerkin“ í annað sinn klukkan 12 í dag. Viðurkenningar eru veittar í fjórum flokkum, sem er skipt upp eftir starfsmannafjölda og því hvort vörumerkin starfi á einstaklings- eða fyrirtækjamarkaði. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. Viðskipti innlent 10.2.2022 11:30
Mikil endurnýjun í stjórn Viðskiptaráðs Íslands Ari Fenger hefur verið endurkjörinn formaður Viðskiptaráðs Íslands til næstu tveggja ára. Þetta var kynnt á aðalfundi ráðsins í morgun og niðurstaða stjórnarkjörs sömuleiðis. Í stjórn Viðskiptaráðs sitja 37 einstaklingar auk formanns. Viðskipti innlent 10.2.2022 10:25
Anna Fríða ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá Play Anna Fríða Gísladóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu Play. Hún tekur við stöðunni af Steinari Þór Ólafssyni. Viðskipti innlent 10.2.2022 10:09
Ráðin sérfræðingur í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum Auður Ösp Ólafsdóttir hefur tekið við stöðu sérfræðings í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum en hún sinnti áður stöðu vefstjóra fyrirtækisins. Viðskipti innlent 10.2.2022 09:15
Lykilatriði að þykja vænt um starfsfólkið „Vörumerkin eru tíu talsins og verða ellefu á vormánuðum 2022. Allir okkar staðir eiga sína sögu og vörumerkin eru afar fjölbreytt. Sum eru rótgróin og önnur nýrri. Í okkar huga skiptir miklu máli að það sé „hjarta“ í því sem við gerum,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna meðal annars í viðtali um uppbyggingu og virði vörumerkja. Atvinnulíf 10.2.2022 07:01
Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna. Viðskipti innlent 9.2.2022 22:00
Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. Viðskipti innlent 9.2.2022 19:21
Siggeir og Díana til Sýnar Siggeir Örn Steinþórsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Vöruþróunar og upplifunar viðskiptavina hjá Sýn og Díana Dögg Víglundsdóttir ráðin sem vörueigandi stafrænna dreifileiða. Viðskipti innlent 9.2.2022 18:12
Arion hagnaðist um 28,6 milljarða í fyrra Arion banki hagnaðist um 6.522 milljónir króna á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2021. Allt síðasta ár hagnaðist bankinn um 28,6 milljarða króna. Viðskipti innlent 9.2.2022 18:11
Samsung kynnir til leiks nýja farsíma og spjaldtölvur Tæknirisinn Samsung kynnti í dag nýju farsímalínuna Galaxy S22 og nýju spjalltölvulínuna Galaxy Tab S8. Forstjóri Samsung í Danmörku segir að nýju línurnar séu úbúnar bestu tækni sem völ er á en þær fara í sölu síðar í mánuðinum. Viðskipti erlent 9.2.2022 16:54