Viðskipti

Ofurstinn flytur til Texas

Höfuðstöðvar skyndibitakeðjunnar Kentucky Fried Chicken verða fluttar frá Louisville í Kentucky til Plano í Texas. Þetta tilkynntu forsvarsmenn Yum Brands, móðurfélags KFC, í gær. Fyrirtækið víðfræga var, eins og nafnið gefur til kynna, stofnað í Kentucky.

Viðskipti erlent

„Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“

Þingflokksformaður Framsóknar segir áform fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun pitsaosts íblönduðum jurtaolíu geta haft víðtæk og alvarleg áhrif á íslenska bændur og matvælaframleiðslu. „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta.“

Viðskipti innlent

Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Ís­landi

Hulda Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri heilbrigðistæknifyrirtækisins Nox Medical. Hulda tekur við starfinu af Ingvari Hjálmarssyni en hún tekur jafnframt sæti í í framkvæmdastjórn móðurfélgas fyrirtækisins, Nox Health í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent

Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið

Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. 

Neytendur

Guð­jón og Ómar Ingi unnu Gulleggið

Guðjón Ásmundsson og Ómar Ingi Halldórsson stóðu uppi sem sigurvegarar í frumkvöðlakeppninni Gullegginu á föstudaginn. Fengu þeir tvær milljónir króna í verðlaun fyrir lausnina SagaReg sem hefur að markmiði að einfalda lyfjaskráningar.

Viðskipti innlent

Tappareglurnar inn­siglaðar með lögum

Frumvarpi hefur verið útbýtt á Alþingi sem snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum hvers konar. Landsmenn ættu þó ekki að finna fyrir miklum breytingum nái frumvarpið fram að ganga enda hafa reglurnar að miklu leyti þegar verið innleiddar hér á landi, við mismikla hrifningu neytenda. Markmiðið með frumvarpinu er að skýra með lögum hvaða drykkjaríláta vara falla undir reglurnar.

Neytendur

Bankarnir áður svikið neyt­endur

Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast.

Viðskipti innlent

Banka­stjórarnir fengu 260 milljónir króna

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka sem vill sameinast Íslandsbanka, fékk rúmlega 68 milljónir króna í laun á síðasta ári. Þá fékk hann sex milljónir til viðbótar vegna góðs árangurs. Það gerði hann að launahæsta íslenska bankastjóra síðasta árs þó ekki muni miklu á bankstjórum stóru bankanna.

Viðskipti innlent