Viðskipti innlent

27 missa vinnuna hjá Jarðborunum

27 starfsmönnum Jarðborana var sagt upp störfum á þriðjudag. RÚV greindi fyrst frá. Sigurður Sigurðsson forstjóri segir verkefnaskort um að kenna en fyrirtækið sjái fram á algjört hlé í verkefnum í fimm til sjö mánuði.

Viðskipti innlent

Milljarðar fóru í gegnum DNB

Haldið var áfram að fjalla um mál Samherja í Kveik á RÚV í gærkvöldi. Þar kom fram að norski bankinn DNB vissi ekki hverjir voru raunverulegir eigendur reikninga sem tengjast meintu peningaþvætti Samherja.

Viðskipti innlent

Öflugur viðsnúningur hjá Íslandspósti

Árangurinn af hagræðingu Íslandspósts er að koma í ljós. Útlit fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Forstjórinn sér fram á að Íslandspóstur geti byrjað að skila hagnaði þegar búið er að bæta skuldastöðuna.

Viðskipti innlent

Lætur til sín taka í menningarlífinu

Aðalheiður Magnúsdóttir bjó í New York, London og Hong King í 25 ár. Hún rekur Ásmundarsal og stendur þar fyrir margs konar listsýningum. Hún og eiginmaður hennar eiga meirihluta í Fossum mörkuðum. Aðalheiður situr í stjórn Hörpu og kemur því að rekstri tveggja húsa sem helguð eru listinni.

Viðskipti innlent

Flug milli Kína og Keflavíkur hefst í vor

Fyrsta flug kínverska flugfélagsins Juneyao Air frá Sjanghæ til Íslands með viðkomu í Helsinki verður 31. mars næstkomandi. Flogið verður hingað tvisvar í viku út árið. Félagið áætlar 20 þúsund farþega á næsta ári. Miðaverð báðar leiðir er frá 68 þúsund krónum.

Viðskipti innlent