Viðskipti innlent

Gerðu húsleit vegna rann­sóknar á sölu tveggja skipa Eim­skips

Embætti héraðssaksóknara gerði í dag húsleit á aðalskrifstofu Eimskipafélagsins. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaskóknari í samtali við Vísi. Embættið fékk úrskurð til húsleitar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og óskaði eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020.

Viðskipti innlent

Bloggari eða ekki, Björn Ingi heldur ótrauður áfram

Björn Ingi Hrafnsson, sem heldur úti vefsíðunni Viljanum, er ósáttur við skoðun formanns Blaðamannafélags Íslands að Viljinn sé bloggsíða hans. Hann bendir á að formaður félagsins sé fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og spyr hvort draumurinn sé að allir blaðamenn vinni hjá ríkinu.

Viðskipti innlent

Play hefur miðasölu vestur um haf

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til bandarísku borganna Boston og Washington D.C. Fyrsta flugið til bandarísku höfuðborgarinnar Washington verður 20. apríl næstkomandi og til Boston 11. maí. 

Viðskipti innlent

Síðasta A380-þotan af­hent eig­enda

Síðasta Airbus A380 hefur nú verið smíðuð og var afhent nýjum eigendum í dag. Það er flugfélagið Emirates með höfuðstöðvar í Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem er eigandi vélarinnar, en félagið er eigandi um helmings þeirra A380-þota sem hafa verið framleiddar.

Viðskipti innlent

Jogginggallinn jólagjöf ársins

Jogginggallinn er jólagjöf ársins 2021 að mati Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Miðað var við að gjöfin væri vara sem selst vel, væri vinsæl meðal neytenda og falli vel að tíðarandanum. 

Viðskipti innlent

Íslendingar óðir í raf- og heimilistæki í nóvember

Netverslun Íslendinga jókst um 112,5% milli október og nóvember. Sá síðarnefndi hefur á seinustu árum orðið að stærsta netverslunarmánuði ársins með tilkomu tilboðsdaga á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og netmánudag. Þrátt fyrir mikla aukningu nær veltan þó ekki sömu hæðum og í nóvember í fyrra.

Viðskipti innlent

Til­nefndu bestu vöru­merki ársins

24 fyrirtæki eru tilnefnd til markaðsverðlaunanna Bestu íslensku vörumerkin árið 2021. Vörumerkin eru tilnefnd í fjórum mismunandi flokkum og eru verðlaunin veitt af vörumerkjastofunni brandr annað árið í röð.

Viðskipti innlent

Ice Fish Farm kaupir allt hluta­fé í Löxum

Meirihlutaeigendur ICE Fish Farm og Laxa skrifuðu undir samkomulag um mögulega sameiningu félaganna eftir lokun markaða í dag. ICE Fish Farm mun kaupa öll hlutabréf í Löxum og borga fyrir með hlutabréfum í ICE Fish Farm í kjölfar samþykkis aðalfunda félaganna.

Viðskipti innlent