Viðskipti erlent Hollenski stórbankinn ING rekur 7.000 starfsmenn Hollenski stórbankinn ING ætlar að reka um 7.000 starfsmenn sína í ár og reyna með því að spara um einn milljarð evra eða hátt í 170 milljarða kr.. Viðskipti erlent 26.1.2009 09:02 Lækkun á Asíumörkuðum Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og hefur staða hlutabréfavísitalna þar ekki verið lægri við lok viðskiptadags í tæpa þrjá mánuði. Afkomuviðvörun frá vinnuvélaframleiðandanum Komatsu vó þungt í lækkunum dagsins en á meðan hækkuðu bréf nokkurra annarra framleiðslufyrirtækja, meðal annars í lyfjageiranum. Viðskipti erlent 26.1.2009 08:11 Hagvöxtur í heiminum 2009 minni en spáð var Hagvöxtur í heiminum á þessu ári verður mun minni en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði í október, að hann yrði. Þá spáði hann 2,2 prósenta hagvexti en i nýrri spá spáir hann aðeins 1 til 1,5 prósenta hagvexti í ár. Það eru einkum Indland og Kína sem halda hagvextinum uppi en samdráttur er á Vesturlöndum. Viðskipti erlent 26.1.2009 07:24 Bankastjóri bjartsýnn á 2010: Óvissa á evrusvæðinu í ár Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði á fundi efnahagsnefndar Evrópuþingsins í síðustu viku að bankinn ætli að leggja sitt af mörkum svo aðstæður í hagkerfi evrulandanna versni ekki frekar. Hann studdi aðgerðir Breta og Frakka til að koma bönkum til bjargar og sagði útlit fyrir að ríkisstjórnir evrulandanna verði ráðandi aflið sem knýja muni hagkerfið áfram á meðan versti samdrátturinn gangi yfir. Bankastjórinn sagði mikla óvissu um þróun efnahagsmála á evrusvæðinu á þessu ári. Reikna megi með batamerkjum á næsta ári. - jab Viðskipti erlent 26.1.2009 01:30 AGS breytir spá um hagvöxt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun á næstu dögum lækka hagvaxtaspá sína fyrir 2009 frá því sem birt var í nóvember. Þá var spáð að hagvöxtur í heiminu yrði 2,2% en í október hafði sjóðurinn spáð 3% hagvexti. Talið er að spáin lækki nú niður í 1 til 1,5% sem sérfræðingar segja umtalsverða breytingu. Sérfræðingur hjá sjóðnum segir útlit á alþjóðamörkuðum mjög dökkt. Viðskipti erlent 25.1.2009 14:03 Selja tvær þyrlur á 700 milljónir Sportvöruverslunarkeðjan JJB Sports, þar sem Exista er stærsti hluthafinn, hefur ákveðið að selja tvær þyrlur sem voru í eigu fyrirtækisins fyrir um sjö hundruð milljónir. JJB Sports rær nú lífróður til að bjarga sér frá gjaldþroti. Viðskipti erlent 25.1.2009 09:26 Sala á Harley-Davidson mótorhjólum dregst saman um 58% Harley-Davidson mótorhjólaframleiðandinn neyðist til að draga úr framleiðslu sinni og segja upp rúmlega 1100 starfsmönnum í kjölfar aðkomuviðvörunnar. Eftirspurn og sala á mótorhjólunum hefur dregist saman um 58% frá því 2007. Viðskipti erlent 24.1.2009 12:52 Forstjórinn tekur poka sinn Kenneth Lewis, forstjóri Bank of America, umsvifamesta banka Bandaríkjanna, sparkaði í vikunni John Thain, forstjóra fjárfestingabankans Merrill Lynch. Viðskipti erlent 24.1.2009 06:00 Microsoft dregur saman seglin Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að segja upp fimm þúsund manns í hagræðingarskyni til að mæta minni eftirspurn eftir hugbúnaði og öðrum vörum fyrirtækisins. Þetta jafngildir fimm prósentum af starfsliði fyrirtækisins. Viðskipti erlent 24.1.2009 03:30 Kreppa í Bretlandi Hagvöxtur dróst saman um 1,5 prósent á síðasta fjórðungi nýliðins árs, samkvæmt nýjustu tölum bresku hagstofunnar frá í gær. Þetta bætist við 0,6 prósenta samdrátt á þriðja fjórðungi og er því kreppa komin að ströndum landsins, samkvæmt helstu skilgreiningum. Viðskipti erlent 24.1.2009 02:30 Danskir bankar loka netbönkum vegna vírusárásar Viðskiptavinir netbanka um alla Danmörku hafa ekki lengur aðgang að reikningum sínum. Danskir bankar hafa lokað aðgangi að netbönkum landsins vegna tölvuvírusárásar sem nú er í gangi á tölvukerfi netbankanna. Viðskipti erlent 23.1.2009 15:16 Írsk stjórnvöld segja landið ekki vera Ísland Írsk stjórnvöld segja að fjármálakerfi þeirra sé "ekki Ísland,, viðmið sem heyrist nú æ oftar úr ranni stjórnmálamanna sem reyna að verja traust og trúverðugleika fjármálakerfis síns heimavið. Viðskipti erlent 23.1.2009 11:59 Borgarísjakinn sem sökkti Íslandi á leið til Bretlands „Hlutir í félaginu Gordon Brown (Titanic) Enterprises Ltd eru í frjálsu falli eftir því sem skuldirnar aukast og björgunarbátar atvinnumiðlana fyllast. Dekkið er fullt af bankamönnum á flótta frá City (eða Reykjavik-on-Times). Sumir segja að borgarísjakinn sem sökkti Íslandi sé á leiðinni hingað tilbúin að sökkva okkur með eitruðum skuldum sem liggja undir vatnsyfirborðinu.“ Viðskipti erlent 23.1.2009 10:56 Kreppa í Bretlandi Kreppa er nú í Bretlandi, samkvæmt nýjustu gögnum hagstofunnar þar í landi sem benda til að samdráttar hafi gætt í hagkerfinu þar í landi í tvö ársfjórðunga í röð. Viðskipti erlent 23.1.2009 09:34 Microsoft mun segja upp 5.000 manns Hugbúnaðarframleiðandinn Microsoft boðar niðurskurð um rúmlega fimm prósent af mannafla fyrirtækisins næstu 18 mánuðina. Viðskipti erlent 23.1.2009 08:15 Asíubréf lækka - hátæknifyrirtækin blæða Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og má að hluta rekja þá lækkun til frétta af tapi hjá Sony og Samsung en bréf fyrrnefnda fyrirtækisins lækkuðu um sjö prósent í kjölfar tilkynningar um rekstrarhalla, þann fyrsta í 14 ár. Viðskipti erlent 23.1.2009 08:07 Apple blæs á svartsýnisspár Jákvæðar afkomutölur bandarískra tæknifyrirtækja á borð við Apple og IBM hífðu hlutabréfamarkað vestanhafs upp í fyrradag eftir skell daginn áður þegar S&P 500-hlutabréfavísitalan féll um rúm fimm prósent. Viðskipti erlent 23.1.2009 06:00 Sony tapar í fyrsta sinn í 14 ár Japanski hátækniframleiðandinn Sony gerir ráð fyrir að skila tapi upp á 150 milljjarða jena, jafnvirði 216 milljarða íslenskar króna, vegna síðasta árs. Gangi það eftir verður þetta í fyrsta sinn í fjórtán ár sem mínus færist í bækur fyrirtækisins. Viðskipti erlent 22.1.2009 09:39 Hækkun á Asíumörkuðum í morgun Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í morgun eftir að seðlabanki Japans gaf það út að til skoðunar væri að hann keypti skuldabréf fyrirtækja til að koma í veg fyrir algjöra lánsfjárþurrð þeirra. Útflutningur Japana dróst saman um 35 prósent í desember samkvæmt nýrri skýrslu en það gefur til kynna að efnahagskreppan leggist enn þyngra á japanska hagkerfið en talið hafði verið og dragi úr áhuga fjárfesta á þarlendum fyrirtækjum. Viðskipti erlent 22.1.2009 07:56 Forstjóri settur til hliðar Stjórn bresku íþróttavöruverslunarinnar JJB Sports greindi frá því í fyrradag að forstjóranum, Chris Ronnie, hefði verið vikið tímabundið frá störfum. Viðskipti erlent 22.1.2009 05:00 Hrollvekjandi tölur að koma um hagvöxtinn í Kína Tölulegar upplýsingar um landsframleiðslu Kína á fjórða ársfjórðungi síðasta árs verða birtar á morgun. Greinendur og sérfræðingar segja að þessar tölur muni verða hrollvekjandi fyrir efnahagskerfi heimsins því reiknað er með að hagvöxtur Kína á þessu tímabili hafi í besta falli verið í kringum núllið. Viðskipti erlent 21.1.2009 16:36 Íbúðir seldar á hálfvirði í Danmörku Fasteignamarkaðurinn í Danmörku er svo djúpfrosinn í augnablikinu að fólk reynir að selja íbúðir sínar á hálfvirði. Og í einstöku tilfellum er gefinn allt að 65% afsláttur frá skráðu verði. Viðskipti erlent 21.1.2009 15:58 Feng shui meistari segir markaði róast á ári uxans Fjárfestar um allan heim geta nú tekið gleði sína upp að nýju eftir anno horribiles í fyrra. Feng shui meistari í Hong Kong segir að fjármálamarkaðirnir muni róast á ári uxans sem brátt gengur í garð. Viðskipti erlent 21.1.2009 13:34 Breska stjórnin getur ekki farið íslensku leiðina Breska ríkið getur ekki farið íslensku leiðina og þjóðnýtt Royal Bank of Scotland að fullu að mati viðskiptaritstjóra breska blaðsins Daily Telegraph. Viðskipti erlent 21.1.2009 12:27 ESB samþykkir ríkisábyrgð Finna gagnvart Kaupþingi Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú samþykkt ríkisábyrgð á innistæðum Kaupþings í Finnlandi. Fréttastofan greindi frá misvísandi fréttum um málið í gærdag en nú mun þetta komið á hreint. Viðskipti erlent 21.1.2009 12:02 Kreppan kemur við kaunin á öllum Norðurlandanna Það er ekki svo að Ísland sé eitt á báti í því að vera að upplifa samdrátt. Reiknað má með samdrætti á öllum Norðurlöndunum í ár samkvæmt spá norræna bankans Nordea sem birti hagspá sína í gær. Viðskipti erlent 21.1.2009 11:26 Íslensku bankarnir skildu eftir lánaþurrð í Bretlandi Lánsfjárkreppa hefur leikið breskt atvinnulíf hart að undanförnu enda hafa helstu lánveitendur til fyrirtækja þar í landi, íslensku bankarnir þrír og Lehman Brothers horfið á sjónvarsviðinu. Íslenska bankahrunið skapaði sem sagt lánaþurrð í Bretlandi að því er segir í Financial Times. Viðskipti erlent 21.1.2009 10:59 Bank of Montreal dregur Landsbankann að landi Kanadíska sjávarréttafyrirtækið High Liner Foods hefur samið við Bank of Montreal um að bankinn taki yfir sem einn af aðallánveitendum fyrirtækisins í stað gamla Landsbankans. Viðskipti erlent 21.1.2009 10:41 Bankastjóri Danske Bank notaði innistæður í lottó og veðmál Einn af bankastjórum Danske Bank í Svíþjóð hefur viðurkennt að hafa tekið af innistæðum viðskiptavina bankans til að spila í lottó og stunda veðmál. Viðskipti erlent 21.1.2009 10:24 Forstjóra JJB Sports vikið frá störfum Stjórn verslunarkeðjunnar JJB Sports hefur ákveðið að víkja Chris Ronnie forstjóra keðjunnar tímabundið frá störfum. Samkvæmt breskum fjölmiðlum á hann vart afturkvæmt í starfið. Viðskipti erlent 21.1.2009 09:10 « ‹ 325 326 327 328 329 330 331 332 333 … 334 ›
Hollenski stórbankinn ING rekur 7.000 starfsmenn Hollenski stórbankinn ING ætlar að reka um 7.000 starfsmenn sína í ár og reyna með því að spara um einn milljarð evra eða hátt í 170 milljarða kr.. Viðskipti erlent 26.1.2009 09:02
Lækkun á Asíumörkuðum Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og hefur staða hlutabréfavísitalna þar ekki verið lægri við lok viðskiptadags í tæpa þrjá mánuði. Afkomuviðvörun frá vinnuvélaframleiðandanum Komatsu vó þungt í lækkunum dagsins en á meðan hækkuðu bréf nokkurra annarra framleiðslufyrirtækja, meðal annars í lyfjageiranum. Viðskipti erlent 26.1.2009 08:11
Hagvöxtur í heiminum 2009 minni en spáð var Hagvöxtur í heiminum á þessu ári verður mun minni en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði í október, að hann yrði. Þá spáði hann 2,2 prósenta hagvexti en i nýrri spá spáir hann aðeins 1 til 1,5 prósenta hagvexti í ár. Það eru einkum Indland og Kína sem halda hagvextinum uppi en samdráttur er á Vesturlöndum. Viðskipti erlent 26.1.2009 07:24
Bankastjóri bjartsýnn á 2010: Óvissa á evrusvæðinu í ár Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði á fundi efnahagsnefndar Evrópuþingsins í síðustu viku að bankinn ætli að leggja sitt af mörkum svo aðstæður í hagkerfi evrulandanna versni ekki frekar. Hann studdi aðgerðir Breta og Frakka til að koma bönkum til bjargar og sagði útlit fyrir að ríkisstjórnir evrulandanna verði ráðandi aflið sem knýja muni hagkerfið áfram á meðan versti samdrátturinn gangi yfir. Bankastjórinn sagði mikla óvissu um þróun efnahagsmála á evrusvæðinu á þessu ári. Reikna megi með batamerkjum á næsta ári. - jab Viðskipti erlent 26.1.2009 01:30
AGS breytir spá um hagvöxt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun á næstu dögum lækka hagvaxtaspá sína fyrir 2009 frá því sem birt var í nóvember. Þá var spáð að hagvöxtur í heiminu yrði 2,2% en í október hafði sjóðurinn spáð 3% hagvexti. Talið er að spáin lækki nú niður í 1 til 1,5% sem sérfræðingar segja umtalsverða breytingu. Sérfræðingur hjá sjóðnum segir útlit á alþjóðamörkuðum mjög dökkt. Viðskipti erlent 25.1.2009 14:03
Selja tvær þyrlur á 700 milljónir Sportvöruverslunarkeðjan JJB Sports, þar sem Exista er stærsti hluthafinn, hefur ákveðið að selja tvær þyrlur sem voru í eigu fyrirtækisins fyrir um sjö hundruð milljónir. JJB Sports rær nú lífróður til að bjarga sér frá gjaldþroti. Viðskipti erlent 25.1.2009 09:26
Sala á Harley-Davidson mótorhjólum dregst saman um 58% Harley-Davidson mótorhjólaframleiðandinn neyðist til að draga úr framleiðslu sinni og segja upp rúmlega 1100 starfsmönnum í kjölfar aðkomuviðvörunnar. Eftirspurn og sala á mótorhjólunum hefur dregist saman um 58% frá því 2007. Viðskipti erlent 24.1.2009 12:52
Forstjórinn tekur poka sinn Kenneth Lewis, forstjóri Bank of America, umsvifamesta banka Bandaríkjanna, sparkaði í vikunni John Thain, forstjóra fjárfestingabankans Merrill Lynch. Viðskipti erlent 24.1.2009 06:00
Microsoft dregur saman seglin Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að segja upp fimm þúsund manns í hagræðingarskyni til að mæta minni eftirspurn eftir hugbúnaði og öðrum vörum fyrirtækisins. Þetta jafngildir fimm prósentum af starfsliði fyrirtækisins. Viðskipti erlent 24.1.2009 03:30
Kreppa í Bretlandi Hagvöxtur dróst saman um 1,5 prósent á síðasta fjórðungi nýliðins árs, samkvæmt nýjustu tölum bresku hagstofunnar frá í gær. Þetta bætist við 0,6 prósenta samdrátt á þriðja fjórðungi og er því kreppa komin að ströndum landsins, samkvæmt helstu skilgreiningum. Viðskipti erlent 24.1.2009 02:30
Danskir bankar loka netbönkum vegna vírusárásar Viðskiptavinir netbanka um alla Danmörku hafa ekki lengur aðgang að reikningum sínum. Danskir bankar hafa lokað aðgangi að netbönkum landsins vegna tölvuvírusárásar sem nú er í gangi á tölvukerfi netbankanna. Viðskipti erlent 23.1.2009 15:16
Írsk stjórnvöld segja landið ekki vera Ísland Írsk stjórnvöld segja að fjármálakerfi þeirra sé "ekki Ísland,, viðmið sem heyrist nú æ oftar úr ranni stjórnmálamanna sem reyna að verja traust og trúverðugleika fjármálakerfis síns heimavið. Viðskipti erlent 23.1.2009 11:59
Borgarísjakinn sem sökkti Íslandi á leið til Bretlands „Hlutir í félaginu Gordon Brown (Titanic) Enterprises Ltd eru í frjálsu falli eftir því sem skuldirnar aukast og björgunarbátar atvinnumiðlana fyllast. Dekkið er fullt af bankamönnum á flótta frá City (eða Reykjavik-on-Times). Sumir segja að borgarísjakinn sem sökkti Íslandi sé á leiðinni hingað tilbúin að sökkva okkur með eitruðum skuldum sem liggja undir vatnsyfirborðinu.“ Viðskipti erlent 23.1.2009 10:56
Kreppa í Bretlandi Kreppa er nú í Bretlandi, samkvæmt nýjustu gögnum hagstofunnar þar í landi sem benda til að samdráttar hafi gætt í hagkerfinu þar í landi í tvö ársfjórðunga í röð. Viðskipti erlent 23.1.2009 09:34
Microsoft mun segja upp 5.000 manns Hugbúnaðarframleiðandinn Microsoft boðar niðurskurð um rúmlega fimm prósent af mannafla fyrirtækisins næstu 18 mánuðina. Viðskipti erlent 23.1.2009 08:15
Asíubréf lækka - hátæknifyrirtækin blæða Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og má að hluta rekja þá lækkun til frétta af tapi hjá Sony og Samsung en bréf fyrrnefnda fyrirtækisins lækkuðu um sjö prósent í kjölfar tilkynningar um rekstrarhalla, þann fyrsta í 14 ár. Viðskipti erlent 23.1.2009 08:07
Apple blæs á svartsýnisspár Jákvæðar afkomutölur bandarískra tæknifyrirtækja á borð við Apple og IBM hífðu hlutabréfamarkað vestanhafs upp í fyrradag eftir skell daginn áður þegar S&P 500-hlutabréfavísitalan féll um rúm fimm prósent. Viðskipti erlent 23.1.2009 06:00
Sony tapar í fyrsta sinn í 14 ár Japanski hátækniframleiðandinn Sony gerir ráð fyrir að skila tapi upp á 150 milljjarða jena, jafnvirði 216 milljarða íslenskar króna, vegna síðasta árs. Gangi það eftir verður þetta í fyrsta sinn í fjórtán ár sem mínus færist í bækur fyrirtækisins. Viðskipti erlent 22.1.2009 09:39
Hækkun á Asíumörkuðum í morgun Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í morgun eftir að seðlabanki Japans gaf það út að til skoðunar væri að hann keypti skuldabréf fyrirtækja til að koma í veg fyrir algjöra lánsfjárþurrð þeirra. Útflutningur Japana dróst saman um 35 prósent í desember samkvæmt nýrri skýrslu en það gefur til kynna að efnahagskreppan leggist enn þyngra á japanska hagkerfið en talið hafði verið og dragi úr áhuga fjárfesta á þarlendum fyrirtækjum. Viðskipti erlent 22.1.2009 07:56
Forstjóri settur til hliðar Stjórn bresku íþróttavöruverslunarinnar JJB Sports greindi frá því í fyrradag að forstjóranum, Chris Ronnie, hefði verið vikið tímabundið frá störfum. Viðskipti erlent 22.1.2009 05:00
Hrollvekjandi tölur að koma um hagvöxtinn í Kína Tölulegar upplýsingar um landsframleiðslu Kína á fjórða ársfjórðungi síðasta árs verða birtar á morgun. Greinendur og sérfræðingar segja að þessar tölur muni verða hrollvekjandi fyrir efnahagskerfi heimsins því reiknað er með að hagvöxtur Kína á þessu tímabili hafi í besta falli verið í kringum núllið. Viðskipti erlent 21.1.2009 16:36
Íbúðir seldar á hálfvirði í Danmörku Fasteignamarkaðurinn í Danmörku er svo djúpfrosinn í augnablikinu að fólk reynir að selja íbúðir sínar á hálfvirði. Og í einstöku tilfellum er gefinn allt að 65% afsláttur frá skráðu verði. Viðskipti erlent 21.1.2009 15:58
Feng shui meistari segir markaði róast á ári uxans Fjárfestar um allan heim geta nú tekið gleði sína upp að nýju eftir anno horribiles í fyrra. Feng shui meistari í Hong Kong segir að fjármálamarkaðirnir muni róast á ári uxans sem brátt gengur í garð. Viðskipti erlent 21.1.2009 13:34
Breska stjórnin getur ekki farið íslensku leiðina Breska ríkið getur ekki farið íslensku leiðina og þjóðnýtt Royal Bank of Scotland að fullu að mati viðskiptaritstjóra breska blaðsins Daily Telegraph. Viðskipti erlent 21.1.2009 12:27
ESB samþykkir ríkisábyrgð Finna gagnvart Kaupþingi Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú samþykkt ríkisábyrgð á innistæðum Kaupþings í Finnlandi. Fréttastofan greindi frá misvísandi fréttum um málið í gærdag en nú mun þetta komið á hreint. Viðskipti erlent 21.1.2009 12:02
Kreppan kemur við kaunin á öllum Norðurlandanna Það er ekki svo að Ísland sé eitt á báti í því að vera að upplifa samdrátt. Reiknað má með samdrætti á öllum Norðurlöndunum í ár samkvæmt spá norræna bankans Nordea sem birti hagspá sína í gær. Viðskipti erlent 21.1.2009 11:26
Íslensku bankarnir skildu eftir lánaþurrð í Bretlandi Lánsfjárkreppa hefur leikið breskt atvinnulíf hart að undanförnu enda hafa helstu lánveitendur til fyrirtækja þar í landi, íslensku bankarnir þrír og Lehman Brothers horfið á sjónvarsviðinu. Íslenska bankahrunið skapaði sem sagt lánaþurrð í Bretlandi að því er segir í Financial Times. Viðskipti erlent 21.1.2009 10:59
Bank of Montreal dregur Landsbankann að landi Kanadíska sjávarréttafyrirtækið High Liner Foods hefur samið við Bank of Montreal um að bankinn taki yfir sem einn af aðallánveitendum fyrirtækisins í stað gamla Landsbankans. Viðskipti erlent 21.1.2009 10:41
Bankastjóri Danske Bank notaði innistæður í lottó og veðmál Einn af bankastjórum Danske Bank í Svíþjóð hefur viðurkennt að hafa tekið af innistæðum viðskiptavina bankans til að spila í lottó og stunda veðmál. Viðskipti erlent 21.1.2009 10:24
Forstjóra JJB Sports vikið frá störfum Stjórn verslunarkeðjunnar JJB Sports hefur ákveðið að víkja Chris Ronnie forstjóra keðjunnar tímabundið frá störfum. Samkvæmt breskum fjölmiðlum á hann vart afturkvæmt í starfið. Viðskipti erlent 21.1.2009 09:10