Viðskipti erlent

Fellibyljatímabilið hafið, olíuverð hækkar á ný

Fellibyljatímabilið er nú hafið í Karabíska hafinu og hefur það leitt til þess að heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi eftir að hafa tekið töluverða dýfu í lok síðustu viku. Það er einkum fellibylurinn Ida sem nú hefur náð inn á Mexíkóflóann sem veldur þessum hækkunum.

Viðskipti erlent

Tívólí skiptir út Carlsberg fyrir Royal Unibrew

Hið sögufræga Tívolí í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að skipta út drykkjarvörum frá Carlsberg og taka inn Royal Unibrew í staðinn. Sem kunnugt er af fréttum eru Stoðir stærsti hluthafinn í Royal Unibrew og saman eiga Stoðir og Straumur rúmlega 20% hlut í þessum næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysi eykst í Bandaríkjunum

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir miður að batamerki í bandarísku efnahagslífi ætli að láta á sér standa. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú 10,2% en það hefur ekki verið meira í rúman aldarfjórðung.

Viðskipti erlent

Fjöldauppsagnir hjá British Airways

Breska flugfélagið British Airways ætlar að segja upp tæplega 4900 starfsmönnum sínum en það samsvarar um 12% starfsmanna fyrirtækisins. Frá þessu er grein í breskum fjölmiðlum í dag og er ástæðan sögð vera slæmur fjárhagur og tap á rekstri fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Íslenski hluturinn í Royal Unibrew skapar óvssu

Íslenski eignarhluturinn í Royal Unibrew skapar óvissu hvað varðar fyrirhugaða hlutafjáraukningu í þessum næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur. Hluturinn er nú í höndum Stoða og Straums og er upp á um 20%. Óvissan er um hvar þetta eignarhald endar að lokum.

Viðskipti erlent

Engin ávöxtun í áratug með S&P 500 vísitölunni

Nú þegar 39 viðskiptadagar eru eftir af árinu í Bandaríkjunum er ekki útlit fyrir að S&P 500 vísitalan skili ávöxtun þennan áratuginn. Vísitalan mælir virði 500 veltumestu fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði og þyrfti að hækka um 41% það sem eftir lifir árs til þess að enda á sléttu frá aldamótum.

Viðskipti erlent

Indverjar kaupa 200 tonn af gulli frá AGS

Indverski seðlabankinn (RBI) hefur fest kaup á 200 tonnum af gulli frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Er þetta fyrsta sala sinnar tegundar af gullbirgðum AGS í níu ár. Alls borga Indverjar 4 milljarða punda eða rúmlega 800 milljarða kr. fyrir gullið.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysi á Spáni vex

Nærri hundrað þúsund manns misstu vinnuna á Spáni í október. Atvinnulausir þar eru nú 3,8 milljónir og hefur þeim fjölgað um 990 þúsund undanfarið ár.

Viðskipti erlent

Endurskoðandi Madoffs játar sekt

David Friehling, sem um árabil hefur verið endurskoðandi bandaríska fjársvikarans Bernards Madoff, játaði í gær sekt sína fyrir dómara alríkisdómstóls á Manhattan. Dómarinn tók sér þó tíma til að ákveða hvort rétt væri að fallast á játninguna. Saksóknarar í málinu sögðust hafa reiknað með því að hann myndi játa sig sekan. Friehling er sakaður um verðbréfasvik og fleiri brot, sem samtals varða 108 ára fangelsi. Reynist sakborningurinn samvinnuþýður við réttarhöldin má þó búast við að refsingin verði mild. Saksóknararnir telja fullvíst að Friehling hafi vitað af Ponzi-svikamyllu Madoffs, sem talin er sú umfangsmesta í sögunni, enda hafði Friehling grandskoðað bókhaldið.

Viðskipti erlent

Danske Bank hefur afskrifað yfir 500 milljarða á árinu

Danske Bank hefur neyðst til að afskrifa 20,7 milljarða danskra kr., eða ríflega 500 milljarða kr., á fyrstu níu mánuðum ársins. Bankinn skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðung en hann fær samt þungt högg við opnun markaðarins í Kaupmannahöfn í morgun og hafa hlutir í honum lækkað um 5%.

Viðskipti erlent

Nordea í dómsmáli vegna kaupa í íslensku bönkunum

Norræni stórbankinn Nordea er nú í miklum vandræðum en finnskir fjárfestar hafa ákært bankinn um að hafa tælt sig til að fjárfesta í skuldabréfasjóðnum Mermaid. Tæplega 25 milljarðar kr. eru horfnar og eftir standa 1.400 til 1.500 reiðir Finnar. Nordea fjárfesti í íslensku bönkunum þremur auk þess að fjárfesta í undirmálslánum vestan hafs í gegnum þennan sjóð.

Viðskipti erlent

Mikil veltuauking á Nasdaq OMX Nordic markaðinum

Meðalvirði viðskipta á dag með hlutabréf var 465 milljarðar íslenskra króna, miðað við 391 milljarð síðustu 12 mánuði á Nasdaq OMX Nordic markaðinum í október. Meðalfjöldi viðskipta á dag var 223,478, miðað við 212,927 á síðasta 12 mánaða tímabili.

Viðskipti erlent

Kreppan heldur hjónaböndum gangandi vestan hafs

Þegar garðurinn er auður slást hestarnir og kreppur eru sem regla tímar skilnaða. Hinsvegar hefur fjármálakreppan að þessu sinni haft þau áhrif að bandarísk hjónabönd halda lengur en áður. Kannski sökum þess að hjón hafa ekki lengur efni á að skilja.

Viðskipti erlent