Fjármálaeftirlit Dana bjargaði landinu frá íslensku bankahruni 15. janúar 2010 08:33 Fjármálaeftirlit Danmerkur bjargaði landinu frá íslensku bankahruni og það gerðist þegar fyrir fimm árum. Þá setti eftirlitið Kaupþingi ströng skilyrði fyrir kaupunum á FIH bankanum. Meðal annars að ekki mætti blanda fjárstreymi frá FIH við íslensku bankastarfsemina.Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir að ef þessi skilyrði hefðu ekki verið sett hefði FIH bankinn að öllum líkindum fallið með Kaupþingi haustið 2008. Það hefði aftur haft mjpög alvarlegar afleiðingar fyrir danska bankakerfið því FIH er helsti lánveitandi 4.500 stórra og meðalstórra fyrirtæja í Danmörku.Í fréttinni er sagt að afleiðingar þess að FIH bankinn hefði komist í þrot hefðu sennilega verið umfangsmeiri en þau vandræði sem sköpuðust þegar Roskilde Bank varð gjaldþrota.Danska fjármálaeftirlitið samþykkti kaupin á FIH bankanum árið 2004 en Henrik Sjögreen bankastjóri FIH segir að kaupin hafi verið þau fyrstu þar sem að stór danskur banki er keyptur af minni fjármálastofnun frá litlu landi með 300.000 íbúa. Þar að auki hafi þá þegar farið að bera á áhættusækni íslenskra bankamanna.„Það var því þannig að stjónvöld vildu til að tryggja sig fyrir því ómögulega, kerfishruni á Íslandi. Men vildu tryggja að slíkt kæmi ekki til með að hafa áhrif á danska fjármálakerfið," segir Sjögreen.Bankastjórinn er ekki í vafa um að danska fjármálaeftirlitið eigi heiður skilinn fyrir það hvernig staðið var að kaupum Kaupþings á FIH. „Ef starfsemi FIH hefði verið samtvinnuð Kaupþingi hefði FIH lánað fé til viðskiptavina og dótturfélaga Kaupþings," segir Sjögreen. „það með hefði Kaupþing tekið FIH með sér í fallinu."Lars Christensen forstöðumaður greiningar Danske Bank segir að hann upplifi dæmið þannig að danski seðlabankinn, fjármálaeftirlitið og danskir fjárfestar hafi verið með augað á boltanum frá upphafi. „Þeim var fulljóst áhættan sem stafaði af hinu íslenska fjármálakerfi," segir Christensen.Sem kunnugt er af fréttum er FIH i íslenskri eigu og á forræði slitastjórnar Kaupþings. Seðlabankinn á veð í FIH upp á 500 milljónir evra. Þar var um að ræða neyðarlán til Kaupþings á síðustu metrunum fyrir fall bankans. Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjármálaeftirlit Danmerkur bjargaði landinu frá íslensku bankahruni og það gerðist þegar fyrir fimm árum. Þá setti eftirlitið Kaupþingi ströng skilyrði fyrir kaupunum á FIH bankanum. Meðal annars að ekki mætti blanda fjárstreymi frá FIH við íslensku bankastarfsemina.Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir að ef þessi skilyrði hefðu ekki verið sett hefði FIH bankinn að öllum líkindum fallið með Kaupþingi haustið 2008. Það hefði aftur haft mjpög alvarlegar afleiðingar fyrir danska bankakerfið því FIH er helsti lánveitandi 4.500 stórra og meðalstórra fyrirtæja í Danmörku.Í fréttinni er sagt að afleiðingar þess að FIH bankinn hefði komist í þrot hefðu sennilega verið umfangsmeiri en þau vandræði sem sköpuðust þegar Roskilde Bank varð gjaldþrota.Danska fjármálaeftirlitið samþykkti kaupin á FIH bankanum árið 2004 en Henrik Sjögreen bankastjóri FIH segir að kaupin hafi verið þau fyrstu þar sem að stór danskur banki er keyptur af minni fjármálastofnun frá litlu landi með 300.000 íbúa. Þar að auki hafi þá þegar farið að bera á áhættusækni íslenskra bankamanna.„Það var því þannig að stjónvöld vildu til að tryggja sig fyrir því ómögulega, kerfishruni á Íslandi. Men vildu tryggja að slíkt kæmi ekki til með að hafa áhrif á danska fjármálakerfið," segir Sjögreen.Bankastjórinn er ekki í vafa um að danska fjármálaeftirlitið eigi heiður skilinn fyrir það hvernig staðið var að kaupum Kaupþings á FIH. „Ef starfsemi FIH hefði verið samtvinnuð Kaupþingi hefði FIH lánað fé til viðskiptavina og dótturfélaga Kaupþings," segir Sjögreen. „það með hefði Kaupþing tekið FIH með sér í fallinu."Lars Christensen forstöðumaður greiningar Danske Bank segir að hann upplifi dæmið þannig að danski seðlabankinn, fjármálaeftirlitið og danskir fjárfestar hafi verið með augað á boltanum frá upphafi. „Þeim var fulljóst áhættan sem stafaði af hinu íslenska fjármálakerfi," segir Christensen.Sem kunnugt er af fréttum er FIH i íslenskri eigu og á forræði slitastjórnar Kaupþings. Seðlabankinn á veð í FIH upp á 500 milljónir evra. Þar var um að ræða neyðarlán til Kaupþings á síðustu metrunum fyrir fall bankans.
Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira