Viðskipti erlent

Fréttamynd

Fluttu mun minna til Banda­ríkjanna en meira annað

Útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna dróst verulega saman í síðasta mánuði, eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, beitti umfangsmiklum tollum á vörur frá Kína. Þrátt fyrir að jókst útflutningur Kínverja á heimsvísu, samkvæmt nýjum tölum frá Kína, þar sem kínversk fyrirtæki hafa leitað til annarra markaða.

Viðskipti erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Engar við­ræður fyrr en Trump fellir niður tolla

Ráðamenn í Kína segjast vera að skoða tilboð frá Bandaríkjamönnum um viðræður vegna umfangsmikilla tolla sem Donald Trump hefur beitt á kínverskar vörur. Kínverjar segja þó að viðræður geti ekki hafist fyrr en ríkisstjórn Trumps felli niður tolla og sýni þannig að þeir hafi í alvöru vilja til viðræðna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kemur til móts við bíla­fram­leið­endur vegna tolla

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að koma til móts við bílaframleiðendur þar í landi og reyna að milda áhrif tolla hans á starfsemi þeirra. Þannig vill hann gefa þeim meiri tíma til að flytja framleiðslu aftur til Bandaríkjanna en Trump ætlar þó að halda háum tollum á innflutta bíla og bílaíhluti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Amazon í sam­keppni við SpaceX í geimnum

Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kali­fornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims

Kalífornía, eitt af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna er nú í efnahagslegum skilningi fjórða öflugasta ríki heims. Þetta sýna nýjar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um efnahagsvöxt einstakra ríkja en Kalífornía tók á dögunum fram úr Japan á þessum mælikvarða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gefur eftir í tollastríði við Kína

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að lækka verulega tolla sem hann hefur beitt Kína. Í einhverjum tilfellum eiga tollarnir á innflutning frá Kína að lækka um meira en helming en Trump hefur ekki tekið lokaákvörðun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða

Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ætlar að ein­beita sér að Tesla eftir slæmt upp­gjör

Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Trump hafi „ekki hug­mynd“ um hvað hann sé að gera

Bandarísk skuldabréf hafa um árabil verið talin heimsins öruggasta skjól fyrir fjárfesta. Þar virðist þó ákveðin breyting vera að eiga sér stað, samhliða því að fjárfestar virðast vera að missa trúna á Bandaríkjunum en þó sérstaklega yfirvöldum þar og er það að miklu leyti hvernig haldið hefur verið á spilunum vegna tolla Trumps, eins og þeir hafa verið kallaðir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aftur hækkað tolla á Kína, nú í 145 prósent úr þeim 125 prósentum sem þeir voru hækkaðir í í gær. Tuttugu prósentin lagði hann á í dag sem sérstakan toll vegna innflutnings fentanyls og annarra tengdra vara til Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent