
Tónlist


Milljón plötur vestanhafs
Fyrsta plata Justins Timberlake í sjö ár, The 20/20 Experience, fór beint í toppsætið í Bretlandi og velti þar með nýjustu plötu Davids Bowie úr sessi. Á sama tíma missti popparinn efsta sætið á smáskífulistanum því lagið hans Mirrors lenti neðar en What About Us með The Saturdays.

Tónleikaferð um heiminn
Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney hefur tilkynnt um tónleikaferð um heiminn sem ber yfirskriftina Out There!. Fyrstu tónleikarnir verða í Varsjá í Póllandi 22. júní en þar hefur hann aldrei spilað áður.

Sónar-hátíðin haldin aftur að ári
„Við erum ánægðir með að hátíðin fari fram aftur,“ segir Björn Steinbekk, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík.

Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna
Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni.

Lærði jóðl á Youtube
Hrefna Björg Gylfadóttir sló í gegn með jóðli sínu í úrslitum Gettu betur.

Evróvisjón sungið sitt síðasta
"Orðið Evróvisjón hefur verið notað alllengi og það má eiginlega segja að það hafi verið tilraun sem ekki gekk upp,“ segir Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV.

Syngja bæði á hebresku og úkraínsku
Friðrik Ómar, Regína Ósk og Selma Björns eru í stífri framburðarkennslu fyrir tónleikaröð.

Partíþokan í síðasta sinn
Partíþokan hófst á Akureyri í október 2011, og teygði sig til Ísafjarðar, og þaðan til Seyðisfjarðar. Hún er komin hringinn og ætlar að leggja árar í bát.

Léttleikandi rokkarar með glænýja plötu
Hljómsveitin The Strokes gefur í næstu viku út sína fimmtu hljóðversplötu.

Gréta Karen vinsæl á YouTube
Hefur fengið um 65 þúsund áhorf á vefsíðunni Youtube á aðeins tveimur vikum.

Svala og Einar gera tónlistarmyndband
Svala Björgvins sem búsett er í Los Angeles var ráðin ásamt kærasta sínum, Einari, til Universal Music og AMVI Australia til að gera tónlistarmyndbandið fyrir áströlsku poppstjörnuna Havana Brown við lagið "Big Banana" sem er hennar nýjasta smáskífa. Svala segir þau ekki hafa sofið mikið þessa tvo daga sem myndbandið var tekið upp. "Einar leikstýrði myndbandinu á sinn snilldarhátt eins og hann er vanur að gera og klippti myndbandið líka. Ég og Einar skrifuðum handritið saman og sáum um art direction sameiginlega. Ég sá um allt styling fyrir Havana Brown og klæddi alla leikarana sem voru 10 talsins í myndbandinu," segir Svala. "Svo sá ég um allai förðun og hár og notaði mitt bjútí team sem er 8 manns sem sáu um alla förðun og hár á Havana Brown og leikurum. Einar var með 8 manna tökulið sem sá um að skjóta myndbandið og lýsa það og svo framvegis. Eddi, yngrii bróðir Einars og okkar hljómsveitarmeðlimur í Steed Lord lék flott hlutverk í myndbandinu sem ríkur sonur fólksins sem er að halda partíið í myndbandinu. "Þetta var meiriháttar gaman og mikið stress og læti en allir unnu svo vel saman. Þetta var algjörlega frábært í alla staði," segir Svala. Hér má sjá útkomuna:

Einbeita sér að hipphoppi og raftónlist
Útvarpsstöðin Flass færir út kvíarnar og opna tvær nýjar útvarpsstöðvar.

Unglingarnir fá líka að njóta stóru atriðanna
Bretarnir í Rudimental eru nýjasta viðbótin við sístækkandi dagskrá Keflavík Music Festival.

Dave Grohl elskar Gangnam Style
Söngvarinn síkáti hélt ræðu á SXSW-hátíðinni í dag.

Ekki týpískur blús frá Helga
Valdimar, Sigríður Thorlacius og KK syngja á fjórðu sólóplötu Helga Júlíusar.

Snúa aftur með stæl
Bloodsports, fyrsta plata Suede í 11 ár með nýju efni, kemur út á mánudaginn.

Vill gera Vevo að hinu nýja MTV
Tónlistarmyndbandavefsíðan Vevo í sjónvarpið.

Tónleikarnir hluti af háskólanáminu
Marsibil, Bergþóra og Jóhann Páll skipuleggja tónleika til styrktar Geðhjálp á Kexi hosteli annað kvöld.

Fyrrum trommari Iron Maiden látinn
Clive Burr lést á heimili sínu 56 ára gamall.

Kvartar ekki yfir Niðrá strönd
Prinspóló hætti við að kvarta yfir partíinu á neðri hæðinni þegar hann heyrði lagið sitt Niðrá strönd.

Sjáðu framlag Bonnie Tyler í Eurovision
Bonnie Tyler hefur verið valin til þess að flytja framlag Breta í Eurovision í vor. Söngkonan hefur verið ein sú vinsælasta í heimi allt frá áttunda áratug síðustu aldar. Vonir standa til að henni muni ganga betur en Engelbert Humperdinck í fyrra, en hann var í næstsíðasta sæti. Eitt þekktasta lag Bonnie Tyler er líklegast Total Eclipse of a Heart

Timberlake mættur aftur eftir sjö ára hlé
Þriðja sólóplata popparans Justins Timberlake, The 20/20 Experience, kemur út síðar í mánuðinum, heilum sjö árum eftir að FutureSex/LoveSounds leit dagsins ljós.

Lögsóttur vegna Beyoncé-leka
Útgáfurisinn Somy hefur lögsótt sænskan mann fyrir að dreifa plötu söngkonunnar Beyoncé á netinu áður en hún var gefin út opinberlega. Sony fer fram á rúmar 29 milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vefsíðu tónlistartímaritsins NME.

Spennandi heimsókn
Tónleikaárið 2013 hefur farið frekar rólega af stað ef undanskilin er Sónar-hátíðin sem lífgaði upp á annars daufan febrúarmánuð. Fram undan eru þó flottir tónleikar. David Byrne mun spila ásamt St. Vincent í Hörpu í ágúst. Það er strax hægt að fara að hlakka til.

Gummi og Kippi spila
Gítarleikarinn Guðmundur Pétursson og Kippi Kaninus halda tónleika á Faktorý Bar annað kvöld. GP! band Guðmundar hefur starfað frá útkomu plötunnar Elabórat árið 2011. Hljómsveitin leikur einnig efni af Ologies sem kom út 2008 en báðar plöturnar hafa vakið athygli fyrir nýstárlega blöndun ólíkra tónlistaráhrifa. Á tónleikum er ferðast milli þaulskipulags og spuna af ættum progs, síðrokks, blús og glam-djazz.

Lagið fjallar ekki um lýsi
María Ólafsdóttir syngur lagið Lýsi í myrkri ásamt Kristmundi Axel, en myndband við lagið hefur fengið yfir tólfþúsund áhorf á Youtube á aðeins þremur dögum. Lagið er úr smiðju upptökuteymisins Stop Wait Go sem er skipað Sæþóri Kristjánssyni og bræðrunum Pálma Ragnari og Ásgeiri Orra Ásgeirssonum.

Þungarokkarar taka yfir Eldborg í Hörpu
Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle fer fram í Eldborgarsal Hörpu hinn 6. apríl.

Viðræður um aðra stóra hátíð í Keflavík
Samningar um að halda tónlistarhátíðina All Tomorrow’s Parties á varnarliðs-svæðinu í Reykjanesbæ hafa verið í bígerð síðan á árinu 2011.

Spænskir fjölmiðlar ánægðir
Fjallað hefur verið um tónlistarhátíðina Sónar í Reykjavík í spænskum miðlum.