Lífið

Diljá kvödd með lúðrasveit og eldgleypum

Diljá Pétursdóttir lagði af stað til Liverpool í nótt þar sem hún mun taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í næstu viku. Það var nóg um að vera þegar Diljá og föruneyti hennar lögðu af stað upp á flugvöll en þar var meðal annars lúðrasveit og eldgleypar.

Lífið

Syst­kini boða til hlaups til styrktar Ein­stökum börnum

Systkinin Nína Kristín, Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn hafa boðið öllum sem vilja að hlaupa, ganga eða rúlla með þeim fimm kílómetra í miðbæ Reykjavíkur á morgun, 1. maí. Hlaupið verður til styrktar Einstökum börnum og til heiðurs móður þeirra, sem átti afmæli 1. maí og lést fyrir ellefu árum.

Lífið

„Þetta var upp­­á­halds­húsið hennar mömmu“

Haraldur Þorleifsson, betur þekktur sem Halli í Ueno, segir að viðbrögð landsmanna við veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu 11 hafi farið fram úr sínum björtustu vonum. Hann segist hafa viljað fylla uppáhaldshús móður sinnar af lífi.

Lífið

Lærði ensku til að geta skilið Back­street Boys

Sýrlensk-kanadíski rithöfundurinn Danny Ramadan er staddur hér á landi og fór á Backstreet Boys-tónleikana í gærkvöldi með forsetafrúnni Elizu Reid. Að sögn Elizu lærði Ramadan ensku til þess að geta skilið texta Backstreet Boys. 

Lífið

Bar bón­orðið upp á sjúkra­hús­bedda

Listakonurnar og kærustuparið Íris Tanja Flyernring og Elín Eyþórsdóttir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum hans, Betri helmingurinn. Þar ræða þær um skemmtilegar staðreyndir úr sinni sambandstíð. 

Lífið

Kryddaðu upp á trúboðann

Kynlífsstellingin trúboðinn er ein af þessum hefðbundnu og vinsælu stellingum í svefnherberginu. Pör eiga það til festast í vananum almennt, og á það ekki síður við í rúminu. Kynlífstækjaverslunin Blush setti saman lista af níu hugmyndum sem gætu kryddað upp á stellinguna og gert upplifunina enn betri.

Lífið

Katy Perry tapaði gegn Katie Perry

Söngkonan Katy Perry tapaði í dag máli sem ástralski tískuhönnuðurinn Katie Taylor höfðaði gegn henni. Taylor selur föt sín undir merkinu „Katie Perry“ sem er fæðingarnafn hennar. Þarf söngkonan að greiða nöfnu sinni skaðabætur fyrir varning sem hún seldi í tengslum við tónleikaferðalag sitt árið 2014.

Lífið

Backstreet boys njóta sín á flakki um Ísland

Hluti af strákabandinu Backstreet Boys hefur ferðast um Ísland síðustu daga og leyft fylgjendum á samfélagsmiðlum að sjá frá herlegheitunum áður en þeir stíga á svið í kvöld. Hjómveitin heldur sína fyrstu tónleika hér á landi, sem er hluti af tónleikaferðalaginu DNA tour, í Nýju Laugardalshöllinni klukkan 21.

Lífið

Breyta reynslu, minningum og tilfinningum í föt

Útskriftarsýning Fatahönnunardeildar Listaháskóla Ísland 2023 fer fram í Norðulrjósasal Hörpu á morgun, laugardag, klukkan 18. Vísir verður í beinni útsendingu frá viðburðinum sem er einn stærsti tískuviðburður ársins.

Lífið

Grant segir Sun hafa brotist inn til sín

Leikarinn Hugh Grant hefur sakað breska slúðurfréttablaðið um að hafa brotist inn í íbúð sína og komið GPS-tæki fyrir á bíl sínum í von um að komast að einhverju til að greina frá í blaðinu. Grant kom fyrir dóm í gær þar sem hann sakaði blaðið einnig um að hafa hlerað heimasímann sinn og hakkað sig inn í símsvarann.

Lífið

Laglegar á lausu

Íslenskar konur eru oft sagðar þær fallegustu í heimi. Við hjá Lífinu á Vísi erum sammála þeirri kenningu. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af einhleypum og glæsilegum konum.

Lífið

Cor­d­en stimplaði sig út með hjart­næmum skila­boðum

Spjallþáttur breska þáttastjórnadans James Corden lauk göngu sinni í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi eftir átta ár á skjánum. Í þessum síðasta þætti kvaddi Corden áhorfendur, meðal annars aðstoð söngvarans Harry Styles og leikarans Will Ferrell og þá kom Joe Biden Bandaríkjaforseti sérstökum skilaboðum á framfæri.

Lífið

Rihanna fetar í fótspor Ladda

Barbadoska söngkonan Rihanna mun talsetja fyrir Strympu í nýrri mynd Paramount um Strumpana frá Strumpalandi. Hún fetar þar með í fótspor Katy Perry, Demi Lovato og Ladda sem talaði fyrir alla Strumpana í sjónvarpsþáttum um litlu bláu verurnar.

Lífið

Svona fer flotmeðferð fram

Í síðasta þætti af Spegilmyndinni með Marínu Möndu var fylgst með því hvernig heilandi flotmeðferð og ræddi hún við grasalækni um jurtir sem aðstoðar við að losa fólk við bólgur, dempa kvíða og hjálpa til með svefninn.

Lífið